Forstjóra 66°Norður tókst með harðfylgi að fá Rotchilds til að funda í New York
Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu.
Tengdar fréttir
Chanel-fjölskyldan fjárfesti í 66°Norður
Félag í eigu fjölskyldunnar sem stýrir tískuhúsinu Chanel stóð að baki fjárfestingunni í Sjóklæðagerðinni 66°Norður síðasta sumar. Hafa ráðið framkvæmdastjóra frá einni stærstu fatanetverslun heims til að byggja upp erlenda st