Tryggvi lék í rúmar sautján mínútur. Á þeim tíma skoraði hann fimm stig og tók sex fráköst. Tryggvi hitti úr tveimur af fimm skotum sínum utan af velli og annað af tveimur vítaskotum sem hann tók fór ofan í.
Unicaja byrjaði leikinn mun betur og náði strax frumkvæðinu. Heimamenn voru 49-34 yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik.
Zaragoza er í 15. sæti spænsku deildarinnar af átján liðum. Tryggvi og félagar hafa unnið tvo leiki af tíu.