Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. desember 2022 09:00 Tónlistarkonan Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins. Vísir/Vilhelm Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elf allan daginn, allan ársins hring.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Vá, þetta er rosaleg spurning fyrir Elf týpu eins og mig því þær eru svo margar! Ég ætla að velja jólaminninguna frá því þegar við bjuggum í Santiago í Chile og vorum þvílíkt klár í jólin en þau bara ætluðu aldrei að byrja. Aðeins annar kúltur í steikjandi sól og hita. Þau komu svo að lokum þegar sólin settist og við gátum fýrað upp í arninum, kveikt á öllum kertunum, opnað Ora dósirnar og allt íslenska jólagúmmulaðið sem við fengum sent og skelltum Dómkirkjumessunni í gang yfir alnetið. Þá bara smullu jólin í gang, alger sæla.“ View this post on Instagram A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork) Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það verður að segjast eins og er að jólagjafaminni mitt er afleitt. En það sem kemur upp í hugann er öndvegis diskóljósapera sem ég fékk í pakkaleik þegar við familían eyddum jólunum á Kanarí hér um árið. Allir veislugestir voru beðnir að koma með eina gjöf að andvirði 10 evrur. Ég fékk þessa líka öndvegis Osram ljósaperu sem breytir hvaða rými sem er í TF STUÐ.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Eins og ég segi, jólagjafaminnið er afleitt og ég bara get ekki fyrir mitt litla líf munað eftir jólagjöf sem var vond. Eru þær yfirhöfuð til?“ View this post on Instagram A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Gera laufabrauð, gera sörur, gera jólarauðkál, gera jólakransa, skreyta, skreyta og skreyta. Öll þessi verk innihalda nefnilega samveru með mínu allra besta fólki og þetta snýst víst allt um það að standa í þessu saman.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Nei hættu nú alveg. Það er ekki séns að ég geti svarað þessari! Elska þau svo ógurlega mörg! En ætli ég segi ekki Hin fyrstu jól eftir okkar allra bestu Ingibjörgu Þorbergs. Mögnuð lagasmíð eftir magnaða konu og fyrirmynd.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Okei þetta eru kannski ekki jólalegustu myndirnar en við fjölskyldan horfum alltaf á Lord of the Rings um jólin og elskum það. Get samt ekki neitað því að Love Actually og The Holiday eru alltaf jafn yndislegar á þessum árstíma.“ View this post on Instagram A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork) Hvað borðar þú á aðfangadag? „Það sem að mér er rétt. Við höfum þá hefðina hér að vera ekki alltaf með sama matinn á að aðfangadag. Það sem er alveg 100% öruggt að sé á boðstólnum er heimalagað rauðkál og laufabrauð. Í ár verðum við hjá foreldrum mínum og þar hugsa ég að verði bornar fram svínakótelettur með tilbehör og ég á að koma með rauðkálið og laufabrauðið. Meira þarf ég ekki að vita.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Samveru með börnunum mínum, fjölskyldu og vinum. Er að reyna að stýra þessu svolítið í þá áttina og er vongóð um að það takist og úr verði.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ilmurinn úr eldhúsinu, messan í útvarpinu klukkan 18:00 og jólaknúsið við fjölskyldumeðlimi.“ View this post on Instagram A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork) Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég er nú hrædd um það. Ég er á kafi í tónleikahaldi og söng í þessum töluðum. Ég er búin með nokkur dýrindis gigg og fram undan er fullt af fegurð! Ég var „Heima um jólin“ með Friðriki Ómari í Hofi á Akureyri. Svo fæ ég þann heiður að vera „Jólagestur Björgvins“ í Laugardalshöll 17. desember og svo að lokum held ég mína árlegu hátíðartónleika „ILMUR AF JÓLUM“ 20. desember í Hallgrímskirkju. Þar er markmiði mjög skýrt og einfalt og það er að njóta og njóta og leiða okkur saman inn í jólahátíðina. Jú og á milli þess sem ég syng eða sef að þá nýt ég þess að vinna sem fasteignasali og aðstoða fólk í þeim efnum. Og já, það eru alltaf einhverjir sem vilja/þurfa að standa í slíkum viðskiptum í desember því að þessi mál, eins og önnur hjartans mál, gera víst ekki boð á undan sér. Þannig að þegar draumaeignin dettur inn í desember að þá er bara eitt í stöðunni - Malt og Appelsín og málin afgreidd.“ Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Tónlist Tengdar fréttir Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01 Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01 „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólabrandarar Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Mesta jólabarn landsins á sextíu kassa af jólaskrauti Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elf allan daginn, allan ársins hring.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Vá, þetta er rosaleg spurning fyrir Elf týpu eins og mig því þær eru svo margar! Ég ætla að velja jólaminninguna frá því þegar við bjuggum í Santiago í Chile og vorum þvílíkt klár í jólin en þau bara ætluðu aldrei að byrja. Aðeins annar kúltur í steikjandi sól og hita. Þau komu svo að lokum þegar sólin settist og við gátum fýrað upp í arninum, kveikt á öllum kertunum, opnað Ora dósirnar og allt íslenska jólagúmmulaðið sem við fengum sent og skelltum Dómkirkjumessunni í gang yfir alnetið. Þá bara smullu jólin í gang, alger sæla.“ View this post on Instagram A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork) Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það verður að segjast eins og er að jólagjafaminni mitt er afleitt. En það sem kemur upp í hugann er öndvegis diskóljósapera sem ég fékk í pakkaleik þegar við familían eyddum jólunum á Kanarí hér um árið. Allir veislugestir voru beðnir að koma með eina gjöf að andvirði 10 evrur. Ég fékk þessa líka öndvegis Osram ljósaperu sem breytir hvaða rými sem er í TF STUÐ.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Eins og ég segi, jólagjafaminnið er afleitt og ég bara get ekki fyrir mitt litla líf munað eftir jólagjöf sem var vond. Eru þær yfirhöfuð til?“ View this post on Instagram A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Gera laufabrauð, gera sörur, gera jólarauðkál, gera jólakransa, skreyta, skreyta og skreyta. Öll þessi verk innihalda nefnilega samveru með mínu allra besta fólki og þetta snýst víst allt um það að standa í þessu saman.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Nei hættu nú alveg. Það er ekki séns að ég geti svarað þessari! Elska þau svo ógurlega mörg! En ætli ég segi ekki Hin fyrstu jól eftir okkar allra bestu Ingibjörgu Þorbergs. Mögnuð lagasmíð eftir magnaða konu og fyrirmynd.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Okei þetta eru kannski ekki jólalegustu myndirnar en við fjölskyldan horfum alltaf á Lord of the Rings um jólin og elskum það. Get samt ekki neitað því að Love Actually og The Holiday eru alltaf jafn yndislegar á þessum árstíma.“ View this post on Instagram A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork) Hvað borðar þú á aðfangadag? „Það sem að mér er rétt. Við höfum þá hefðina hér að vera ekki alltaf með sama matinn á að aðfangadag. Það sem er alveg 100% öruggt að sé á boðstólnum er heimalagað rauðkál og laufabrauð. Í ár verðum við hjá foreldrum mínum og þar hugsa ég að verði bornar fram svínakótelettur með tilbehör og ég á að koma með rauðkálið og laufabrauðið. Meira þarf ég ekki að vita.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Samveru með börnunum mínum, fjölskyldu og vinum. Er að reyna að stýra þessu svolítið í þá áttina og er vongóð um að það takist og úr verði.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ilmurinn úr eldhúsinu, messan í útvarpinu klukkan 18:00 og jólaknúsið við fjölskyldumeðlimi.“ View this post on Instagram A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork) Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég er nú hrædd um það. Ég er á kafi í tónleikahaldi og söng í þessum töluðum. Ég er búin með nokkur dýrindis gigg og fram undan er fullt af fegurð! Ég var „Heima um jólin“ með Friðriki Ómari í Hofi á Akureyri. Svo fæ ég þann heiður að vera „Jólagestur Björgvins“ í Laugardalshöll 17. desember og svo að lokum held ég mína árlegu hátíðartónleika „ILMUR AF JÓLUM“ 20. desember í Hallgrímskirkju. Þar er markmiði mjög skýrt og einfalt og það er að njóta og njóta og leiða okkur saman inn í jólahátíðina. Jú og á milli þess sem ég syng eða sef að þá nýt ég þess að vinna sem fasteignasali og aðstoða fólk í þeim efnum. Og já, það eru alltaf einhverjir sem vilja/þurfa að standa í slíkum viðskiptum í desember því að þessi mál, eins og önnur hjartans mál, gera víst ekki boð á undan sér. Þannig að þegar draumaeignin dettur inn í desember að þá er bara eitt í stöðunni - Malt og Appelsín og málin afgreidd.“
Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Tónlist Tengdar fréttir Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01 Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01 „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólabrandarar Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Mesta jólabarn landsins á sextíu kassa af jólaskrauti Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01
Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01
„Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00
Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01
Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00