Harpa Sif safnar fyrir móður sína í Sri Lanka: „Það var mjög erfitt að fara“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2022 13:34 Mæðgurnar Chandra og Harpa Sif. Facebook „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt,“ segir Harpa Sif Ingadóttir sem áhorfendur fengu að fylgjast með í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Hún hefur nú sett af stað söfnun fyrir móður sína. „Við bróðir minn, Ívar, fengum tækifæri til að fara til Sri Lanka í sumar með Sigrúnu og Auri. Það eitt og sér var draumi líkast, loksins komin til upprunalands okkar. Við drukkum í okkur land og menningu á þessum stutta tíma sem við dvöldum þar. „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég vissi að þarna stóð hún beint fyrir framan mig en þó að ég væri að horfa á hana með berum augum áttaði ég mig ekki almennilega þar til ég tók utan um hana. Tilfinningarnar helltust yfir mig og ég hágrét. Þessi litla, brothætta kona er konan sem gekk með mig og kom mér í heiminn, hugsaði um mig fyrstu vikur lífs míns og gaf mér svo tækifæri til betra lífs. Ég finn einungis ást til hennar. Þetta var ein hamingjuríkasta stund í lífi mínu en í senn sú erfiðasta.“ Erfitt að skilja hana eftir Harpa er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fundið móður sína en þótti erfitt að sjá aðstæðurnar sem hún býr við. „Ég er hrædd um heilsu móður minnar og matarskort. Ég get ekkert gert, aðstoðað hana eða hugsað um hana. Það var mjög erfitt að fara, skilja hana og systur mína eftir í þessari fátækt.“ Harpa Sif ákvað því að stofna söfnunarreikning. Hér fyrir neðan má sjá kveðjustund þeirra mæðgna sem sýnd var í þættinum Leitin að upprunanum. Ég er að safna peningi til að senda út til hennar en takmarkað hvað ég get hjálpað verandi einstæð með þrjú börn.“ Hér fyrir neðan má sjá söfnunarreikninginn sem Harpa Sif stofnaði. Kennitala 031085-8109 Reikningur 0370-26-037940 Illa farin eftir stritið Harpa Sif skrifaði eftirfarandi orð um móður sína: „Hún fannst langt uppi í frumskógi, langt frá allri byggð, þar sem hún býr í leirkofa sem hún og dóttir hennar, systir mín, byggðu með berum höndum. Hún er rúmlega sextug og illa farin eins og sést enda búin að strita allt sitt líf. Það stakk mig í hjartað þegar ég sá við hvaða aðstæður þær búa við. Þær komast í vatn úr litlum læk ef lækur má kallast, meira eins og lækjarspræna sem rennur niður fjallshlíðina. Móðir mín vinnur við að tína telauf og þarf að klifra mikið, líklegast berfætt eða í sandölum. Hún hefur oft dottið og meiðst. Hún getur ekki unnið nema nokkrar klst. á dag. Matvörubúð er í margra km fjarlægð og þurfa þær að ganga þangað. Þær eiga ekki kæliskáp svo þær kaupa mest af hrísgrjónum og öðrum þurrvörum.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
„Við bróðir minn, Ívar, fengum tækifæri til að fara til Sri Lanka í sumar með Sigrúnu og Auri. Það eitt og sér var draumi líkast, loksins komin til upprunalands okkar. Við drukkum í okkur land og menningu á þessum stutta tíma sem við dvöldum þar. „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég vissi að þarna stóð hún beint fyrir framan mig en þó að ég væri að horfa á hana með berum augum áttaði ég mig ekki almennilega þar til ég tók utan um hana. Tilfinningarnar helltust yfir mig og ég hágrét. Þessi litla, brothætta kona er konan sem gekk með mig og kom mér í heiminn, hugsaði um mig fyrstu vikur lífs míns og gaf mér svo tækifæri til betra lífs. Ég finn einungis ást til hennar. Þetta var ein hamingjuríkasta stund í lífi mínu en í senn sú erfiðasta.“ Erfitt að skilja hana eftir Harpa er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fundið móður sína en þótti erfitt að sjá aðstæðurnar sem hún býr við. „Ég er hrædd um heilsu móður minnar og matarskort. Ég get ekkert gert, aðstoðað hana eða hugsað um hana. Það var mjög erfitt að fara, skilja hana og systur mína eftir í þessari fátækt.“ Harpa Sif ákvað því að stofna söfnunarreikning. Hér fyrir neðan má sjá kveðjustund þeirra mæðgna sem sýnd var í þættinum Leitin að upprunanum. Ég er að safna peningi til að senda út til hennar en takmarkað hvað ég get hjálpað verandi einstæð með þrjú börn.“ Hér fyrir neðan má sjá söfnunarreikninginn sem Harpa Sif stofnaði. Kennitala 031085-8109 Reikningur 0370-26-037940 Illa farin eftir stritið Harpa Sif skrifaði eftirfarandi orð um móður sína: „Hún fannst langt uppi í frumskógi, langt frá allri byggð, þar sem hún býr í leirkofa sem hún og dóttir hennar, systir mín, byggðu með berum höndum. Hún er rúmlega sextug og illa farin eins og sést enda búin að strita allt sitt líf. Það stakk mig í hjartað þegar ég sá við hvaða aðstæður þær búa við. Þær komast í vatn úr litlum læk ef lækur má kallast, meira eins og lækjarspræna sem rennur niður fjallshlíðina. Móðir mín vinnur við að tína telauf og þarf að klifra mikið, líklegast berfætt eða í sandölum. Hún hefur oft dottið og meiðst. Hún getur ekki unnið nema nokkrar klst. á dag. Matvörubúð er í margra km fjarlægð og þurfa þær að ganga þangað. Þær eiga ekki kæliskáp svo þær kaupa mest af hrísgrjónum og öðrum þurrvörum.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30