Rafmótorhjól frá sprotafyrirtækinu Matter með fjögurra gíra skiptingu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. desember 2022 07:01 Beinskipta rafmótorhjólið frá Matter. Allflest rafmótorhjól hafa enga skiptingu, einungis einn gír áfram og inngjöfin virkar bara í eina átt. Slíkt hentar nýliðum í akstri mótorhjóla. Reynslumeira fólk kann að sakna þess að keyra beinskipt hjól. Sprotafyrirtækið Matter ætlar að svala þessari þörf. Hjólið sem indverska fyrirtækið Matter hefur kynnt er fjögurra gíra rafmótorhjól með gömlu góðu beinskiptingunni. Hjólið er 14,1 hestafl og allt afl fer til afturhjólsins frá 5 kWh vökvakældu rafhlöðunni. Drægnin er ekki gefin upp en hleðslutími í venjulegri innstungu er fimm klukkutímar. Aðrir hleðslumöguleikar sem taka styttri tíma verða mögulegar, samkvæmt Matter, án þess að fleira sé gefið upp um það. Hjólið hefur ekki fengið nafn ennþá en framleiðslan mun fara fram í verksmiðju Matter í Changodar á Indlandi. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 60.000 eintök á ári. Matter vill auka framleiðsluna upp í um 200.000 eintök í náinni framtíð. „Á meðan flest önnur sprotafyrirtæki eru að hugsa um rafmagns vespur erum við að koma með mótorhjól með gírskiptingu. Það er ekkert annað alvöru fyrirtæki að hugsa um þessa gerð af farartæki eins og er. Vaxtarmöguleikarnir eru miklir,“ sagði Mhal Lalbhai framkvæmdastjóri Matter. Vistvænir bílar Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent
Hjólið sem indverska fyrirtækið Matter hefur kynnt er fjögurra gíra rafmótorhjól með gömlu góðu beinskiptingunni. Hjólið er 14,1 hestafl og allt afl fer til afturhjólsins frá 5 kWh vökvakældu rafhlöðunni. Drægnin er ekki gefin upp en hleðslutími í venjulegri innstungu er fimm klukkutímar. Aðrir hleðslumöguleikar sem taka styttri tíma verða mögulegar, samkvæmt Matter, án þess að fleira sé gefið upp um það. Hjólið hefur ekki fengið nafn ennþá en framleiðslan mun fara fram í verksmiðju Matter í Changodar á Indlandi. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 60.000 eintök á ári. Matter vill auka framleiðsluna upp í um 200.000 eintök í náinni framtíð. „Á meðan flest önnur sprotafyrirtæki eru að hugsa um rafmagns vespur erum við að koma með mótorhjól með gírskiptingu. Það er ekkert annað alvöru fyrirtæki að hugsa um þessa gerð af farartæki eins og er. Vaxtarmöguleikarnir eru miklir,“ sagði Mhal Lalbhai framkvæmdastjóri Matter.
Vistvænir bílar Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent