Stöð 2 Sport
Klukkan 19.15 hefst útsending frá leik Vals og Ystad að Hlíðarenda. Klukkan 21.15 verður kvöldið í Evrópukeppninni gert upp.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.40 er leikur Benidorm og PAUC á dagskrá. Bæði lið eru með Val í riðli í Evrópukeppninni. Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson spilar með PAUC.
Klukkan 19.10 er Lokasóknin á dagskrá. Þar gerir Andri Ólafsson upp síðustu umferð NFL deildarinnar.
Stöð 2 Esport
Klukkan 21.00 er Stjórinn á dagskrá. Í Stjóranum mætast Hjálmar Örn og Óli Jóels í Football Manager og berjast þar um hvor lendir ofar í 4. deildinni á Englandi. Stjórarnir verða settir undir tímapressu og þurfa að taka allskyns fjölbreyttar áskoranir.