Valgerður mætir þá Leilu Beaudoin frá Kanada í fjaðurvigt (54,9 kg). Bardaginn er sá fyrsti af átta á kvöldi sem Eye of the Tiger heldur í Shawinigan í Kanada.
Ljóst er að erfiður bardagi bíður Valgerðar því Beaudoin hefur unnið alla sjö bardaga sína á ferlinum, þar af einn með rothöggi. Valgerður hefur unnið fimm af átta bardögum sínum, einn með rothöggi.

Bardagi Valgerðar hefst klukkan 19:00 að staðartíma, eða á miðnætti að íslenskum tíma.
Síðasti bardagi Valgerðar var gegn Lauren Price, Ólympíumeistara frá Wales, á Wembley í London 11. júní í ár. Price vann allar sex loturnar og bardagann mjög örugglega.