Bieber tjáði óánægju sína á hringrás sinni á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Í samræmi við eðli hringrásarinnar er tjáning Biebers nú tröllum gefin en fréttamaður CNN náði að hripa niður það sem hann sagði.

„Ég samþykkti ekki neitt varðandi varningslínuna sem þeir settu í sölu hjá H&M. Þetta var allt gert án míns leyfis og samþykkis. Ég myndi ekki kaupa neitt af þessu ef ég væri þið,“ segir Bieber.
Í annarri hringrásarfærslu bætir hann í og segir vörurnar drasl og hvetur fylgjendur sína til að sniðganga þær.
Í svari við fyrirspurn CNN segir talsmaður H&M að Bieber fari ekki með rétt mál. Fyrirtækið hafi fylgt öllum lögum og reglum hvað varðar öflun samþykkis fyrir notkun persónulíkinda. Það geri fatarisinn ávallt.