Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 liggur í gegnum Berlín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 13:01 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar góðum árangri á CrossFit móti. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Jólagjöfin til CrossFit áhugafólks og keppenda er að fá að vita um keppnisstaðina í mikilvægustu mótum undankeppni heimsleikanna á næsta ári. CrossFit samtökin hafa nefnilega gefið út keppnisstaði á sjö undanúrslitamótum í baráttunni um laus sæti á heimsleikunum á næsta ári. Eftir breytingar á undankeppni heimsleikanna er ljóst að íslenska CrossFit fólkið þarf að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum á slíku móti. Evrópa fær eitt mót þar sem að minnsta kosti fimm karlar og fimm konur tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Mótið fyrir evrópsku keppendurna fer fram 1. til 4. júní í Berlín í Þýskalandi. Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 mun því liggja í gegnum Berlín. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppnin fer fram í Max Schmeling íþróttahöllinni sem er heimavöllur þýska handboltalandsliðsins Füchse Berlin. Undanúrslitamótin minna á gamla tíma þegar íslenska fólkið tryggði sér þátttökurétt á heimsleikunum á Evrópumóti. CrossFit samtökin hafa áður sagt frá nýjum heimslista sem mun hafa áhrif á undankeppnina. 17 af 40 sætum á heimsleikanna munu færast á milli heimshluta eftir því hversu góðum árangri fólk frá þeim hluta heimsins nær í opna hlutanum og undankeppni heimsleikanna fram að undanúrslitum. Á sama tíma og við vitum hvar Evrópukeppnin fer fram þá fengu aðrir heimshlutar einnig að vita um keppnisstaði sína. Undanúrslitin munu ná yfir þrjár vikur frá 18. maí til 4. júní. Fyrstu keppnirnar fara fram í Orlando á Flórída (Austurkeppni Norður-Ameríku) og í Jóhannesborg í Suður Afríku (Afríka). Í viku tvö verður keppt í Pasadena í Kaliforníu (Vesturkeppni Norður-Ameríku), í Brisbane í Ástralíu (Eyjaálfa) og Ríó í Brasolíu (Suður-Ameríka). Evrópukeppnin í Berlín er síðan í síðustu vikunni ásamt Asíukeppnin sem fer fram í Busan í Suður-Kóreu. CrossFit Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nefnilega gefið út keppnisstaði á sjö undanúrslitamótum í baráttunni um laus sæti á heimsleikunum á næsta ári. Eftir breytingar á undankeppni heimsleikanna er ljóst að íslenska CrossFit fólkið þarf að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum á slíku móti. Evrópa fær eitt mót þar sem að minnsta kosti fimm karlar og fimm konur tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Mótið fyrir evrópsku keppendurna fer fram 1. til 4. júní í Berlín í Þýskalandi. Leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2023 mun því liggja í gegnum Berlín. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppnin fer fram í Max Schmeling íþróttahöllinni sem er heimavöllur þýska handboltalandsliðsins Füchse Berlin. Undanúrslitamótin minna á gamla tíma þegar íslenska fólkið tryggði sér þátttökurétt á heimsleikunum á Evrópumóti. CrossFit samtökin hafa áður sagt frá nýjum heimslista sem mun hafa áhrif á undankeppnina. 17 af 40 sætum á heimsleikanna munu færast á milli heimshluta eftir því hversu góðum árangri fólk frá þeim hluta heimsins nær í opna hlutanum og undankeppni heimsleikanna fram að undanúrslitum. Á sama tíma og við vitum hvar Evrópukeppnin fer fram þá fengu aðrir heimshlutar einnig að vita um keppnisstaði sína. Undanúrslitin munu ná yfir þrjár vikur frá 18. maí til 4. júní. Fyrstu keppnirnar fara fram í Orlando á Flórída (Austurkeppni Norður-Ameríku) og í Jóhannesborg í Suður Afríku (Afríka). Í viku tvö verður keppt í Pasadena í Kaliforníu (Vesturkeppni Norður-Ameríku), í Brisbane í Ástralíu (Eyjaálfa) og Ríó í Brasolíu (Suður-Ameríka). Evrópukeppnin í Berlín er síðan í síðustu vikunni ásamt Asíukeppnin sem fer fram í Busan í Suður-Kóreu.
CrossFit Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira