Lífið

Ekki allir til í viðtal rétt fyrir jól: Pabbinn erfiðastur og náttbuxurnar rjúka út

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslendingar að klára jólainnkaupin.
Íslendingar að klára jólainnkaupin.

Hver er jólagjöfin í ár? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Sindri Sindrason við misstressaða Íslendinga á harðahlaupum kaupa síðustu gjafirnar í Smáralindinni.

Í innslaginu kom í ljós að jólagjöfin í ár eru náttbuxur.

Einnig fékk hann að vita fyrir hvern sé alltaf erfiðast að kaupa og er það fyrir pabba.

„Jólaverslunin er búin að vera svakalega góð og við erum að finna fyrir því að jólaverslunin er farin að dreifast á lengra tímabil,“ segir Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindar.

„Náttbuxur eru ótrúlega vinsælar og svo er náttúrulega búið að kólna svo mikið og því eru yfirhafnir einnig vinsælar. Það hefur verið mikið að gera og við erum að fá inn fólk sem við þurfum að segja við, heyrðu við erum eiginlega búin að loka,“ segir starfsmaður í verslun.

Sindri ræddi við mjög marga Íslendinga í Smáralindinni og voru ekki allir á því að vera í sjónvarpsviðtali í miðri verslunarferð fyrir jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.