Lífið

Söngvari Fait­hless er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Maxi Jazz á tónleikum árið 2016.
Maxi Jazz á tónleikum árið 2016. Getty

Breski söngvarinn Maxi Jazz, söngvari sveitarinnar Faithless, er látinn, 65 ára að aldri.

Söngvarinn, sem hét Maxwell Fraser réttu nafni, lést í svefni á heimili sínu í suðurhluta London í gærkvöldi.

Hann var liðsmaður sveitarinnar ásamt þeim Rollo og Sister Bliss, en Sister Bliss greindi frá andlátinu á Twitter fyrr í dag.

Meðal helstu smella Faithless voru We Come 1 frá árinu 2001 og danssmellurinn Insomnia árið 1995.

Faithless var tilnefnd til Brit-verðlaunanna árið 1999 sem besta breska danssveitin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.