„Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 22:46 Haraldur Þorleifsson er tilnefndur sem maður ársins 2022. Vísir/Vilhelm „Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, sem tilnefndur er sem maður ársins 2022. Hann lýsir því að hafa liðið illa á sínum yngri árum og hugleitt sjálfsvíg. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna og segir líf sitt hafa umbreyst á síðustu árum. „Þegar ég var táningur leið mér eins og engum líkaði vel við mig. Ég labbaði skringilega. Ég var feiminn. Ég grét mikið einn. Ég hugleiddi sjáfsvíg. Í ár er ég tilnefndur sem maður ársins í mínu heimalandi. Ég græt stundum enn. En lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur í tísti. When I was a teenager I felt like nobody liked me.I walked funny. I was shy. I cried by myself a lot. I thought about suicide.This year I’m nominated as person of the year in my home country.I still cry by my self sometimes. But life can get better if you give it time.— Halli (@iamharaldur) December 27, 2022 Kjör til manns ársins stendur enn yfir. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa greitt atkvæði í kjörinu, sem er metþátttaka og mikil spenna ríkir meðal efstu manna. Fólk hefur til 29. desember til að greiða atkvæði. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa tilnefningu,“ segir Haraldur. „Ég fór að hugsa um hvernig líf mitt hefur breyst og hvað ég er þakklátur fyrir það,“ segir hann spurður út í kveikjuna að fyrrnefndu tísti. Tilnefningin hafi einnig þýðingu fyrir hann. „Ef ég hefði vitað af þessu hefði það alveg komið manni í gegnum erfiða daga.“ Hann segist hafa glímt við þunglyndi frá því á táningsárum. „Það fer aldrei alveg, en það batnar alveg. Ég hef gert ýmislegt til að hjálpa mér að líða betur; ég hef verið á lyfjum í tuttugu ár og hjá sálfræðingum. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa upp á sjálfan mig.“ Haraldur hefur síðustu ár barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland en einnig hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis sem og flesta þá hópa sem minna mega sín. En hvaðan sprettur þessi vilji til þess að vilja hjálpa fólki? „Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa og þá hjálpaði annað fólk mér. Ég held að við berum ákveðna skyldu til að hjálpa hvert öðru.“ Spurður út í plön á nýju ári segist Haraldur ætla að koma sér í sól sem fyrst. „Það er ansi dimmt og mikill snjór þannig það væri gaman að geta farið eitthvað, það er svona efst í huga núna,“ segir Haraldur að lokum. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Þegar ég var táningur leið mér eins og engum líkaði vel við mig. Ég labbaði skringilega. Ég var feiminn. Ég grét mikið einn. Ég hugleiddi sjáfsvíg. Í ár er ég tilnefndur sem maður ársins í mínu heimalandi. Ég græt stundum enn. En lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur í tísti. When I was a teenager I felt like nobody liked me.I walked funny. I was shy. I cried by myself a lot. I thought about suicide.This year I’m nominated as person of the year in my home country.I still cry by my self sometimes. But life can get better if you give it time.— Halli (@iamharaldur) December 27, 2022 Kjör til manns ársins stendur enn yfir. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa greitt atkvæði í kjörinu, sem er metþátttaka og mikil spenna ríkir meðal efstu manna. Fólk hefur til 29. desember til að greiða atkvæði. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa tilnefningu,“ segir Haraldur. „Ég fór að hugsa um hvernig líf mitt hefur breyst og hvað ég er þakklátur fyrir það,“ segir hann spurður út í kveikjuna að fyrrnefndu tísti. Tilnefningin hafi einnig þýðingu fyrir hann. „Ef ég hefði vitað af þessu hefði það alveg komið manni í gegnum erfiða daga.“ Hann segist hafa glímt við þunglyndi frá því á táningsárum. „Það fer aldrei alveg, en það batnar alveg. Ég hef gert ýmislegt til að hjálpa mér að líða betur; ég hef verið á lyfjum í tuttugu ár og hjá sálfræðingum. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa upp á sjálfan mig.“ Haraldur hefur síðustu ár barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland en einnig hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis sem og flesta þá hópa sem minna mega sín. En hvaðan sprettur þessi vilji til þess að vilja hjálpa fólki? „Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa og þá hjálpaði annað fólk mér. Ég held að við berum ákveðna skyldu til að hjálpa hvert öðru.“ Spurður út í plön á nýju ári segist Haraldur ætla að koma sér í sól sem fyrst. „Það er ansi dimmt og mikill snjór þannig það væri gaman að geta farið eitthvað, það er svona efst í huga núna,“ segir Haraldur að lokum. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira