Sóli útskrifaður úr fimm ára krabbameinseftirliti: „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. janúar 2023 15:49 Sóli Hólm er útskrifaður úr krabbameinseftirliti. Vísir/Vilhelm Grínistinn Sóli Hólm er formlega útskrifaður úr eftirliti vegna krabbameins sem hann greindist með fyrir rúmum fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segist Sóli vera þakklátur og segir hann gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum. „Ég áttaði mig eiginlega ekkert á því að ég væri að útskrifast úr þessu þessu fimm ára eftirliti fyrr en læknirinn sagði mér þetta áðan. Ég er svo lánsamur að ég hugsa eiginlega ekkert um það að ég hafi fengið krabbamein. Ég spái ekkert í þessu dagsdaglega, ég er bara heppinn með það. En það er auðvitað gaman að vera búinn,“ segir Sóli. Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein í júlí árið 2017. Skömmu síðar hóf hann lyfjagjöf sem hann mætti í á tveggja vikna fresti fram í nóvember. Í lok nóvember fór hann svo til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna sem sýndi að hann væri laus við krabbameinið. Síðan þá hefur hann verið undir eftirliti Sigrúnar Eddu Reykdal, krabbameinslæknis en hann útskrifaðist úr því eftirliti fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Sóli segir það upphaflega ekki hafa staðið til að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hann ákvað þó að deila tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram og voru viðbrögðin meiri en hann átti von á. „Ég hef nú leyft fólki að fylgjast með minni baráttu og ákvað því að setja þessa mynd inn í dag og það eru allir svo rosalega glaðir. Þannig ég held þetta sé miklu stærra tilefni en ég áttaði mig á sjálfur. Þannig að jú, trúlega verð ég nú að fagna þessu á einhvern hátt.“ Hann segir umhyggjusemi fólks hafa veitt sér ómetanlegan styrk á meðan á baráttunni stóð. „Það kemur mér alltaf jafn notalega á óvart að finna hvað fólki er umhugað um velferð manns. Það er svo dýrmætt að finna hvað allir eru glaðir núna og eins hvað fólki var umhugað á meðan á baráttunni stóð. Fólk má hafa það hugfast að sína fólki í svona baráttu að því sé ekki sama, það er alveg ómetanlegt.“ Sóli segir það vera gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum og vonar hann að þetta sé það sem koma skal á nýju ári. „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur. Ég treysti áfram á gæfuna sem hefur verið mér svo hliðholl.“ Heilsa Tímamót Tengdar fréttir „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég áttaði mig eiginlega ekkert á því að ég væri að útskrifast úr þessu þessu fimm ára eftirliti fyrr en læknirinn sagði mér þetta áðan. Ég er svo lánsamur að ég hugsa eiginlega ekkert um það að ég hafi fengið krabbamein. Ég spái ekkert í þessu dagsdaglega, ég er bara heppinn með það. En það er auðvitað gaman að vera búinn,“ segir Sóli. Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein í júlí árið 2017. Skömmu síðar hóf hann lyfjagjöf sem hann mætti í á tveggja vikna fresti fram í nóvember. Í lok nóvember fór hann svo til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna sem sýndi að hann væri laus við krabbameinið. Síðan þá hefur hann verið undir eftirliti Sigrúnar Eddu Reykdal, krabbameinslæknis en hann útskrifaðist úr því eftirliti fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Sóli segir það upphaflega ekki hafa staðið til að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hann ákvað þó að deila tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram og voru viðbrögðin meiri en hann átti von á. „Ég hef nú leyft fólki að fylgjast með minni baráttu og ákvað því að setja þessa mynd inn í dag og það eru allir svo rosalega glaðir. Þannig ég held þetta sé miklu stærra tilefni en ég áttaði mig á sjálfur. Þannig að jú, trúlega verð ég nú að fagna þessu á einhvern hátt.“ Hann segir umhyggjusemi fólks hafa veitt sér ómetanlegan styrk á meðan á baráttunni stóð. „Það kemur mér alltaf jafn notalega á óvart að finna hvað fólki er umhugað um velferð manns. Það er svo dýrmætt að finna hvað allir eru glaðir núna og eins hvað fólki var umhugað á meðan á baráttunni stóð. Fólk má hafa það hugfast að sína fólki í svona baráttu að því sé ekki sama, það er alveg ómetanlegt.“ Sóli segir það vera gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum og vonar hann að þetta sé það sem koma skal á nýju ári. „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur. Ég treysti áfram á gæfuna sem hefur verið mér svo hliðholl.“
Heilsa Tímamót Tengdar fréttir „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24