Kallað eftir afsögn eftir að forseti UFC sló til eiginkonu sinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 3. janúar 2023 16:31 Dana White hefur sætt töluverðri gagnrýni. vísir/getty Dana White, forseti UFC bardagasamtakanna, hefur beðist afsökunar á því að hafa ítrekað slegið eiginkonu sína á nýársnótt eftir að myndskeið af atvikinu birtist á vefmiðlum í gær. Hann kveðst eiga sér engar málsbætur í málinu. Myndskeiðið fór á flakk eftir að miðillinn TMZ birti það fyrst vestanhafs og kallaði eðlilega á hörð viðbrögð víða af. Fjölmargir hafa kallað eftir afsögn White úr forsetastóli UFC vegna málsins. Á myndskeiðinu sést kastast í kekki milli hjónanna til 26 ára, þeirra Dana og Anne White. Anne virðist þar í miklu uppnámi og slær Dana utan undir. Hann svaraði fyrir sig með því að slá ítrekað til hennar á móti, áður en þeim var stíað í sundur. SHOCKING FOOTAGE!!! UFC President and Power Slap Fighting League owner Dana White slapping his wife up in a night club. pic.twitter.com/PBXagE3Fi4— The World Famous MVO (Matt) (@izdatyofaceee) January 3, 2023 Í samtali við TMZ segir Dana að hegðun hans á myndskeiðinu sé óafsakanleg. „Þið hafið heyrt mig segja það árum saman, það er engin afsökun fyrir því að slá konur, og nú er ég kominn hingað að ræða það,“ „Ég skammast mín. Það var klárlega mikið áfengi sem hafði áhrif, en það er engin afsökun. Ég get á engan hátt afsakað þetta,“ segir Dana White. Anne White tekur í sama streng. Hún segir atvikið vandræðalegt og slíkt hafi aldrei komið yfir áður. „Þetta er út úr karakter fyrir hann og hefur aldrei gerst áður. Því miður neyttum við bæði óhóflegs magns áfengis þetta kvöld og misstum stjórn,“ segir Anne. Ekki liggur fyrir hvort frekari eftirmálar verði af atvikinu. MMA Bandaríkin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Myndskeiðið fór á flakk eftir að miðillinn TMZ birti það fyrst vestanhafs og kallaði eðlilega á hörð viðbrögð víða af. Fjölmargir hafa kallað eftir afsögn White úr forsetastóli UFC vegna málsins. Á myndskeiðinu sést kastast í kekki milli hjónanna til 26 ára, þeirra Dana og Anne White. Anne virðist þar í miklu uppnámi og slær Dana utan undir. Hann svaraði fyrir sig með því að slá ítrekað til hennar á móti, áður en þeim var stíað í sundur. SHOCKING FOOTAGE!!! UFC President and Power Slap Fighting League owner Dana White slapping his wife up in a night club. pic.twitter.com/PBXagE3Fi4— The World Famous MVO (Matt) (@izdatyofaceee) January 3, 2023 Í samtali við TMZ segir Dana að hegðun hans á myndskeiðinu sé óafsakanleg. „Þið hafið heyrt mig segja það árum saman, það er engin afsökun fyrir því að slá konur, og nú er ég kominn hingað að ræða það,“ „Ég skammast mín. Það var klárlega mikið áfengi sem hafði áhrif, en það er engin afsökun. Ég get á engan hátt afsakað þetta,“ segir Dana White. Anne White tekur í sama streng. Hún segir atvikið vandræðalegt og slíkt hafi aldrei komið yfir áður. „Þetta er út úr karakter fyrir hann og hefur aldrei gerst áður. Því miður neyttum við bæði óhóflegs magns áfengis þetta kvöld og misstum stjórn,“ segir Anne. Ekki liggur fyrir hvort frekari eftirmálar verði af atvikinu.
MMA Bandaríkin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira