„Léttir þegar maður hættir að dæma aðra“ Dale Carnegie 4. janúar 2023 09:53 Alex Darri, Arnór Flóki, Harpa og Hekla, hafa öll sótt námskeið hjá Dale Carnegie. Þau segja það hafa hjálpað þeim að kynnast fleirum, aukið sjálfstraustið og opnað augu þeirra fyrir ólíkum aðstæðum fólks. Dale Carnegie Þau Hekla, Alex Darri, Arnór Flóki og Harpa eru ungt þenkjandi fólk. Þau eiga það sameiginlegt að hafa sótt námskeið hjá Dale Carnegie og segja það hafi gagnast þeim á ólíkan hátt, einkunnir hafi til dæmis hækkað, hugrekkið aukist og þau séu víðsýnni en áður. Hekla er fædd 2004 og stunda nám í Kvennó. Hún fór á námskeið 2019 fyrir 16-19 ára. Alex Darri er fæddur 2006 og stundar nám í MK. Hann hefur farið þrisvar sinnum á námskeið, þegar hann var 10-12 ára, 13 til 15 ára og svo í haust, 16-19 ára. Arnór Flóki er fæddur 2007 og stundar nám í Réttarholtsskóla. Hann fór á námskeið árið 2018 þegar hann var 10-12 ára. Harpa er fædd 2008 og er nemi í Lækjarskóla. Hún fór á námskeið haustið 2021, 13 til 15 ára. Agnes, þjálfari hjá Dale Carnegie, ræddi við krakkana um hverju námskeiðin hafa skilað þeim og fékk meðal annars að heyra skoðanir þeirra samfélagsmiðlum, mannréttindum og strákadrama vs. stelpudrama. Hvað finnst ykkur þið hafa fengið út úr því að fara á námskeið hjá Dale Carnegie? Darri: Fyrir ári síðan skipti ég um lið í fótboltanum. Fór að æfa með Fylki eftir að hafa verið í Breiðablik frá því að ég var polli. Það sem við lærum á Dale hjálpar til við að kynnast nýjum krökkum. Svo fannst mér námskeiðið í haust hjálpa mér mikið í skólanum. Ég var að byrja í framhaldsskóla og þarf að gera kynningar. Fann líka að einkunnirnar hækkuðu. Arnór: Ég fór fyrir nokkrum árum og fannst bara skemmtilegt á námskeiðinu. Mér leið bara alltaf vel eftir tímann. Fannst þægilegra að tala við aðra og bara meira hugrekki til að vera ég sjálfur. Harpa: Mér fannst gott að sjá að hinir krakkarnir voru að takast á við það sama og ég. Þannig að ég skildi að við erum öll svolítið svipuð. Svo hjálpaði námskeiðið mér með að halda kynningar og svoleiðis í skólanum. Hekla: Eitt af því sem mér finnst Dale Carnegie hafa kennt mér er að það er hægt að breyta hugarfari sínu. Það er stundum erfitt en það er líka mikill léttir þegar maður hættir að dæma aðra og setja í box. Svo hef ég fengið að vera aðstoðarmaður á námskeiðum og það er geggjað. Það er svo gaman að hafa áhrif á aðra krakka. Setjið þið ykkur markmið um áramótin? Darri: Já ég vil skipuleggja mig betur á nýju ári. Í staðin fyrir að koma heim úr skólanum og fara bara beint í tölvuna langar mig að vera duglegri að læra og fara í ræktina og svoleiðis. Æi, í jólafríinu er ég búin að leyfa mér of mikið og ég veit að mér líður bara betur ef ég búta daginn niður og er skipulagður. Það er bara hollara. Hekla: Já það eru alltaf einhver markmið. Ég er að fara að útskrifast sem stúdent og maður vill auðvitað standa sig eins vel og maður getur. Harpa: Reyna mitt besta í skólanum. Hef ekki verið að leggja mig fram í skólanum og veit alveg að ég gert betur. Mig langar að gera mitt besta fyrir mömmu og pabba, en líka fyrir sjálfa mig. Arnór: Ég er að æfa handbolta hjá Val og mig langar að bæta mig í handboltanum. Ég ætla að mæta á aukaæfingar fyrir markmenn og reyna að læra af þeim sem eru eldri en ég og með meiri reynslu. Ég get horft á æfingar hjá meistaraflokknum og fylgst með þeim bestu. Hvernig fannst ykkur árið 2022? Harpa: Það sem stendur uppúr er að ég fór til Indlands í 2 vikur. Fór í brúðkaup í Delhi. Það var sjokk. Svo mikið fólk og svo óhreint. Maður verður allur rykugur vegna þess hve loftgæðin eru slæm. Svakalegt kaós. Hundar, kýr og apar úti um allt. Hekla: Ég ferðaðist mikið á árinu. Var að skoða mig um og spá í hvar ég vil vera á þessari plánetu. Svo var ég líka aðstoðarmaður á Dale sem mér fannst mjög skemmtilegt. Arnór: Árið hefur liðið hratt. Mikið að gera í handboltanum og fór í tvær ferðir til útlanda með liðinu mínu sem var geggjað. Svo fór ég líka til útlanda með fjölskyldunni. Mér fannst þetta frábært ár. Hvað væri það skemmtilegasta sem gæti gerst á næsta ári hjá ykkur persónulega? Harpa: Að ég kæmist í heimsreisu. Mig langar að fara til suður Ameríku eða norður-Asíu. Til Mongólíu og þeirra landa. Darri: Mig langar bara að vinna og safna pening. Ég vil geta keypt mér íbúð þegar ég fer í háskóla. Það er nefnilega best að byrja strax því það er erfitt að kaupa sér íbúð. Arnór: Að vinna titla með handboltaliðinu mínu. Mig langar að verða íslandsmeistari eða bikarmeistari. Harpa: Mig langar að vera duglegri í ræktinni og vera sterkari. Líka bara að vinna og safna peningum. „Maður gerir kannski mistök og ruglast en maður verður að reyna að gera rétt og bera virðingu fyrir öðrum sem eru ólíkir manni sjálfum." Þakklát fyrir það sem þau hafa á Íslandi Í fréttum er mikið fjallað um; stríðið í Úkraínu, flóttafólk og umhverfismál. Eru þið mikið að hugsa um þessi mál? Hekla: Já, við fjölskyldan fórum til Indlands á árinu og það var sjokk að sjá þennan ólíka menningarheim. Við erum vön að vera í þessari búblu sem Ísland er, þar sem allt virðist vera fullkomið, sem það er samt ekki endilega. Arnór: Ég er ekki mikið að spá í þessu. Það voru miklar fréttir um Úkraínustríðið fyrst en svo minnkaði það og þá fer maður að hugsa minna um það. Hekla: Já það er ekki endilega manni sjálfum að kenna, það er þannig sem fréttir virka. Við viljum ekkert endilega að vera að hugsa um stríð. Harpa: Maður verður þakklátur fyrir það sem maður hefur á Íslandi, bara hreina loftinu og umferðareglunum. Á Indlandi er ekki sjálfsagt að fá að fara í skóla og til læknis. Sem maður tekur sem sjálfsögðum hlut og sér þarna úti að það er ekki sjálfsagt heldur eru það forréttindi. Stelpudrama vs. Strákadrama er munur á þessu? Hekla: Ég hef mikið spáð í þessu og hef mikinn áhuga á svona kynjamálum. Við virðumst vera með ómeðvitaða fordóma gagnvart konum. Það eina sem við getum gert er að samþykkja það og taka eftir því þegar fordómarnir koma upp. Stelpur eru svolítið að keppast við hvora aðra. Darri: Já en strákar eru líka að keppast við hverja aðra. Strákar eru að pæla í að fá viðurkenningu frá félögum sínum. Ég sá einu sinni heimildarmynd um kynjamuninn og hvernig þetta byrjar ótrúlega snemma. Leikföng og föt hafa mjög mótandi áhrif á okkur. Harpa: Núna sér maður að ef einhver er óléttur þá er haldin kynjaveisla til að sjá hvort fóstrið er strákur eða stelpa. Svo þetta byrjar mjög snemma. Arnór: Á sama tíma er mikið verið að tala um „gender fluidity“ og að allir megi vera eins og þeir eru. Svo þó þú fæðist sem stelpa þá kannski líður þér eins og þú sért strákur. Upplifið þið fordóma gagnvart hinsegin og trans? Hekla: Fólk má vera hvernig það vill vera. Það er óþarfi að fólk sé að skipta sér af því ef það hefur engin áhrif á þig. Það er líka ekkert mál að breyta því hvernig maður talar og notað rétt persónufornöfn. Harpa: Maður gerir kannski mistök og ruglast en maður verður að reyna að gera rétt og bera virðingu fyrir öðrum sem eru ólíkir manni sjálfum. Darri: Ég var í bekk þar sem voru mörg börn sem voru hinsegin. Það var stundum skrítin spenna á milli þeirra og okkar fótboltastrákanna. Það var samt aldrei neitt vesen eða vandamál þannig séð. Hekla: Þarna eru samfélagsmiðlar að hafa jákvæð áhrif á mann því með því að opna á allskonar þá fer maður að skilja heim annarra betur. Því fordómar eru bara vegna þess að maður veit ekki betur. Harpa: Ég er ekki mikið að pæla í því hvernig fólk er. Kynhneigð er allskonar og maður þarf að passa sig á stereotýpum. Arnór: Þetta er stundum pínu flókið þegar fólk skiptir um kyn. Svo ef maður ruglast þá lærir maður bara á mistökum sínum. Geðræn vandamál eiga ekki að vera tabú Samfélagsmiðlar eru hluti af tilveru þeirra eins og flestra ungmenna í dag. Þau segja gott að geta speglað sig í reynslu annarra ungmenna en „like“ kapphlaupið geta þó tekið á sig slæma mynd. Ég er ný á Tiktok og tek eftir því að þar eru mörg íslensk ungmenni óhrædd um að berskjalda sig um samskipti sín við hitt kynið og geðheilsu sína. Er þetta nýtt trend? Hekla: Upp að vissu marki er gott að sjá á samfélagsmiðlum fólk sem er að ganga í gegnum það sama og maður sjálfu. Þá relatar maður og því meira sem maður talar um það því minna tabú verður það og geðræn vandamál eiga ekki að vera tabú. Darri: Ég mest bara að nota Snapchat og svoleiðis sem spjall. Til að halda sambandi við vini og kunningja. Ég sendi kannski nokkur snöpp á dag og þá er auðveldara að spjalla við fólk þegar ég hitti það. Bara eins og krakka í skólanum og þessháttar. Arnór: Ég hef ekki mikinn tíma fyrir samfélagmiðlana. Kíki kannski á morgnanna áður en ég fer í skólann og svo á kvöldinn. Ég er bara í skólanum, á æfingum og með vinum. Þannig að ég skoða þetta ekki svo mikið. Mér finnst þetta trufla mig mest þegar ég að læra. Þá er freistandi að kíkja á tilkynningarnar og maður gleymir að læra. Harpa: Já við erum eiginlega öll þar. Darri: Ég hef fengið nokkur skilaboð á TikTok þar sem er verið að birta nöfn á einstaklingum sem hafa gert einhver mistök. Svo fær það 10 þúsund views og þar með er búið að skemma mannorð manneskjunnar. Kannski ætti frekar að hafa samband við lögguna í stað þess að reyna að fá sem flest likes. Hekla: Já það koma alveg upp mál sem eru alvarleg og það þarf að gera eitthvað í því. En samfélagsmiðlar eru að ýta undir „Cancel culture“ þar sem verið er að hrópa að „Þessi gerði eitthvað rangt“ til þess að fá like. Í stað þess að kenna fólki muninn á réttu og röngu, láta fólk gera sér grein fyrir mistökunum svo þau geti lært af því. Það lærir engin á því að segja „ég hef rétt fyrir mér og þú hefur rangt fyrir þér“. Darri: Já ég er sammála. Hvað verður betra við að setja svona inná TikTok? Hvað eru krakkarnir á TikTok að fara að gera í málinu? Harpa: Stundum er markmiðið að fá athygli í stað þess að gera breytingar. „Það lærir engin á því að segja „ég hef rétt fyrir mér og þú hefur rangt fyrir þér“. Fylgdust þið með HM í fótbolta? Darri: Já ég hélt með Argentínu. Hekla: Ég horfði ekki á leikina. Harpa: Stórfjölskyldan hittist oft og horfir á svona leiki en mér finnst að við ættum að geta dregið línuna einhversstaðar og þegar brotið er á mannréttum fólks til að byggja einhvern fótboltavöll þá langar mig ekki að horfa. Það hefði getað verið svo auðvelt að halda þetta annarsstaðar. Darri: Já en fótbolti er líka sameiningartákn þar sem ólík lönd eru samherjar og það er líka gott að fylgjast með þess vegna. Ég var ekki að láta þetta hafa áhrif á mig, þó ég vissi alveg að Katar var ekki að standa sig. Maður sá að það voru fáir að fylgjast með leikunum á staðnum, allavega miðað við síðasta heimsmeistaramót. Arnór: Er þetta ekki mest FIFA að kenna? Það er mjög gráðugt. Darri: Bullandi spilling Harpa: Þetta var ekki rétt og kannski lærum við af því. Hekla: Ég var í París og þar sá ég Eiffelturninn og við gúgluðum eitthvað um turninn og sáum að enginn hafi dáið við að gera Eiffelturninn fyrir meira en 100 árum síðan. Þannig á það að vera! Við eigum ekki að vera sjokkeruð yfir því. Yngri kynslóðir meðvitaðri um umhverfismál þegar kemur að tísku og fatakaupum Darri: Ég er mjög nægjusamur um hlutina sem ég á. Hugsa vel um fötin mín og er frekar basic þegar kemur að því. Hekla: Ég kaupi mér bara notuð föt. Kaupi mér ekki ný föt. Fataframleiðslan í heiminum í dag er ekki góð. Harpa: Það er erfitt að finna flott föt í Rauða krossinum en ég er að reyna að sleppa að kaupa „fast fashion“. Hekla: Ég reyni að hafa þetta „in the back of my head“ og spyr mig oft hvort það sem mig langar í sé umhverfisvænt eða ekki. Bara eins og að horfa á umbúðir um mat, þar er oft alltof mikið af plasti og dóti sem gerir matinn bara skaðlegan. Eru krakkar mikið að spá í þetta? Harpa og Darri í kór: Nei! Hekla: Ég held að það sé meira okkar kynslóð en fyrri kynslóðirnar. Það eru margir krakkar í framhaldsskólanum að spá í þessu. Hvað þurfum við fullorðna fólkið að skilja betur um líf unglinga í dag? Hekla: Þetta eru mjög öðruvísi tímar en æskan var hjá fullorðnu fólki. Held að fullorðnir geti ekki alltaf skilið hvernig er að vera ungur í dag. Þau ættu að leyfa krökkum að vera sín eigin manneskja og ekki vera að skipta sér að öllu sem það gerir. Það hefur held ég, aldrei skilað miklum árangri. Arnór: Já er sammála þessu. Skóla - og menntamál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Hekla er fædd 2004 og stunda nám í Kvennó. Hún fór á námskeið 2019 fyrir 16-19 ára. Alex Darri er fæddur 2006 og stundar nám í MK. Hann hefur farið þrisvar sinnum á námskeið, þegar hann var 10-12 ára, 13 til 15 ára og svo í haust, 16-19 ára. Arnór Flóki er fæddur 2007 og stundar nám í Réttarholtsskóla. Hann fór á námskeið árið 2018 þegar hann var 10-12 ára. Harpa er fædd 2008 og er nemi í Lækjarskóla. Hún fór á námskeið haustið 2021, 13 til 15 ára. Agnes, þjálfari hjá Dale Carnegie, ræddi við krakkana um hverju námskeiðin hafa skilað þeim og fékk meðal annars að heyra skoðanir þeirra samfélagsmiðlum, mannréttindum og strákadrama vs. stelpudrama. Hvað finnst ykkur þið hafa fengið út úr því að fara á námskeið hjá Dale Carnegie? Darri: Fyrir ári síðan skipti ég um lið í fótboltanum. Fór að æfa með Fylki eftir að hafa verið í Breiðablik frá því að ég var polli. Það sem við lærum á Dale hjálpar til við að kynnast nýjum krökkum. Svo fannst mér námskeiðið í haust hjálpa mér mikið í skólanum. Ég var að byrja í framhaldsskóla og þarf að gera kynningar. Fann líka að einkunnirnar hækkuðu. Arnór: Ég fór fyrir nokkrum árum og fannst bara skemmtilegt á námskeiðinu. Mér leið bara alltaf vel eftir tímann. Fannst þægilegra að tala við aðra og bara meira hugrekki til að vera ég sjálfur. Harpa: Mér fannst gott að sjá að hinir krakkarnir voru að takast á við það sama og ég. Þannig að ég skildi að við erum öll svolítið svipuð. Svo hjálpaði námskeiðið mér með að halda kynningar og svoleiðis í skólanum. Hekla: Eitt af því sem mér finnst Dale Carnegie hafa kennt mér er að það er hægt að breyta hugarfari sínu. Það er stundum erfitt en það er líka mikill léttir þegar maður hættir að dæma aðra og setja í box. Svo hef ég fengið að vera aðstoðarmaður á námskeiðum og það er geggjað. Það er svo gaman að hafa áhrif á aðra krakka. Setjið þið ykkur markmið um áramótin? Darri: Já ég vil skipuleggja mig betur á nýju ári. Í staðin fyrir að koma heim úr skólanum og fara bara beint í tölvuna langar mig að vera duglegri að læra og fara í ræktina og svoleiðis. Æi, í jólafríinu er ég búin að leyfa mér of mikið og ég veit að mér líður bara betur ef ég búta daginn niður og er skipulagður. Það er bara hollara. Hekla: Já það eru alltaf einhver markmið. Ég er að fara að útskrifast sem stúdent og maður vill auðvitað standa sig eins vel og maður getur. Harpa: Reyna mitt besta í skólanum. Hef ekki verið að leggja mig fram í skólanum og veit alveg að ég gert betur. Mig langar að gera mitt besta fyrir mömmu og pabba, en líka fyrir sjálfa mig. Arnór: Ég er að æfa handbolta hjá Val og mig langar að bæta mig í handboltanum. Ég ætla að mæta á aukaæfingar fyrir markmenn og reyna að læra af þeim sem eru eldri en ég og með meiri reynslu. Ég get horft á æfingar hjá meistaraflokknum og fylgst með þeim bestu. Hvernig fannst ykkur árið 2022? Harpa: Það sem stendur uppúr er að ég fór til Indlands í 2 vikur. Fór í brúðkaup í Delhi. Það var sjokk. Svo mikið fólk og svo óhreint. Maður verður allur rykugur vegna þess hve loftgæðin eru slæm. Svakalegt kaós. Hundar, kýr og apar úti um allt. Hekla: Ég ferðaðist mikið á árinu. Var að skoða mig um og spá í hvar ég vil vera á þessari plánetu. Svo var ég líka aðstoðarmaður á Dale sem mér fannst mjög skemmtilegt. Arnór: Árið hefur liðið hratt. Mikið að gera í handboltanum og fór í tvær ferðir til útlanda með liðinu mínu sem var geggjað. Svo fór ég líka til útlanda með fjölskyldunni. Mér fannst þetta frábært ár. Hvað væri það skemmtilegasta sem gæti gerst á næsta ári hjá ykkur persónulega? Harpa: Að ég kæmist í heimsreisu. Mig langar að fara til suður Ameríku eða norður-Asíu. Til Mongólíu og þeirra landa. Darri: Mig langar bara að vinna og safna pening. Ég vil geta keypt mér íbúð þegar ég fer í háskóla. Það er nefnilega best að byrja strax því það er erfitt að kaupa sér íbúð. Arnór: Að vinna titla með handboltaliðinu mínu. Mig langar að verða íslandsmeistari eða bikarmeistari. Harpa: Mig langar að vera duglegri í ræktinni og vera sterkari. Líka bara að vinna og safna peningum. „Maður gerir kannski mistök og ruglast en maður verður að reyna að gera rétt og bera virðingu fyrir öðrum sem eru ólíkir manni sjálfum." Þakklát fyrir það sem þau hafa á Íslandi Í fréttum er mikið fjallað um; stríðið í Úkraínu, flóttafólk og umhverfismál. Eru þið mikið að hugsa um þessi mál? Hekla: Já, við fjölskyldan fórum til Indlands á árinu og það var sjokk að sjá þennan ólíka menningarheim. Við erum vön að vera í þessari búblu sem Ísland er, þar sem allt virðist vera fullkomið, sem það er samt ekki endilega. Arnór: Ég er ekki mikið að spá í þessu. Það voru miklar fréttir um Úkraínustríðið fyrst en svo minnkaði það og þá fer maður að hugsa minna um það. Hekla: Já það er ekki endilega manni sjálfum að kenna, það er þannig sem fréttir virka. Við viljum ekkert endilega að vera að hugsa um stríð. Harpa: Maður verður þakklátur fyrir það sem maður hefur á Íslandi, bara hreina loftinu og umferðareglunum. Á Indlandi er ekki sjálfsagt að fá að fara í skóla og til læknis. Sem maður tekur sem sjálfsögðum hlut og sér þarna úti að það er ekki sjálfsagt heldur eru það forréttindi. Stelpudrama vs. Strákadrama er munur á þessu? Hekla: Ég hef mikið spáð í þessu og hef mikinn áhuga á svona kynjamálum. Við virðumst vera með ómeðvitaða fordóma gagnvart konum. Það eina sem við getum gert er að samþykkja það og taka eftir því þegar fordómarnir koma upp. Stelpur eru svolítið að keppast við hvora aðra. Darri: Já en strákar eru líka að keppast við hverja aðra. Strákar eru að pæla í að fá viðurkenningu frá félögum sínum. Ég sá einu sinni heimildarmynd um kynjamuninn og hvernig þetta byrjar ótrúlega snemma. Leikföng og föt hafa mjög mótandi áhrif á okkur. Harpa: Núna sér maður að ef einhver er óléttur þá er haldin kynjaveisla til að sjá hvort fóstrið er strákur eða stelpa. Svo þetta byrjar mjög snemma. Arnór: Á sama tíma er mikið verið að tala um „gender fluidity“ og að allir megi vera eins og þeir eru. Svo þó þú fæðist sem stelpa þá kannski líður þér eins og þú sért strákur. Upplifið þið fordóma gagnvart hinsegin og trans? Hekla: Fólk má vera hvernig það vill vera. Það er óþarfi að fólk sé að skipta sér af því ef það hefur engin áhrif á þig. Það er líka ekkert mál að breyta því hvernig maður talar og notað rétt persónufornöfn. Harpa: Maður gerir kannski mistök og ruglast en maður verður að reyna að gera rétt og bera virðingu fyrir öðrum sem eru ólíkir manni sjálfum. Darri: Ég var í bekk þar sem voru mörg börn sem voru hinsegin. Það var stundum skrítin spenna á milli þeirra og okkar fótboltastrákanna. Það var samt aldrei neitt vesen eða vandamál þannig séð. Hekla: Þarna eru samfélagsmiðlar að hafa jákvæð áhrif á mann því með því að opna á allskonar þá fer maður að skilja heim annarra betur. Því fordómar eru bara vegna þess að maður veit ekki betur. Harpa: Ég er ekki mikið að pæla í því hvernig fólk er. Kynhneigð er allskonar og maður þarf að passa sig á stereotýpum. Arnór: Þetta er stundum pínu flókið þegar fólk skiptir um kyn. Svo ef maður ruglast þá lærir maður bara á mistökum sínum. Geðræn vandamál eiga ekki að vera tabú Samfélagsmiðlar eru hluti af tilveru þeirra eins og flestra ungmenna í dag. Þau segja gott að geta speglað sig í reynslu annarra ungmenna en „like“ kapphlaupið geta þó tekið á sig slæma mynd. Ég er ný á Tiktok og tek eftir því að þar eru mörg íslensk ungmenni óhrædd um að berskjalda sig um samskipti sín við hitt kynið og geðheilsu sína. Er þetta nýtt trend? Hekla: Upp að vissu marki er gott að sjá á samfélagsmiðlum fólk sem er að ganga í gegnum það sama og maður sjálfu. Þá relatar maður og því meira sem maður talar um það því minna tabú verður það og geðræn vandamál eiga ekki að vera tabú. Darri: Ég mest bara að nota Snapchat og svoleiðis sem spjall. Til að halda sambandi við vini og kunningja. Ég sendi kannski nokkur snöpp á dag og þá er auðveldara að spjalla við fólk þegar ég hitti það. Bara eins og krakka í skólanum og þessháttar. Arnór: Ég hef ekki mikinn tíma fyrir samfélagmiðlana. Kíki kannski á morgnanna áður en ég fer í skólann og svo á kvöldinn. Ég er bara í skólanum, á æfingum og með vinum. Þannig að ég skoða þetta ekki svo mikið. Mér finnst þetta trufla mig mest þegar ég að læra. Þá er freistandi að kíkja á tilkynningarnar og maður gleymir að læra. Harpa: Já við erum eiginlega öll þar. Darri: Ég hef fengið nokkur skilaboð á TikTok þar sem er verið að birta nöfn á einstaklingum sem hafa gert einhver mistök. Svo fær það 10 þúsund views og þar með er búið að skemma mannorð manneskjunnar. Kannski ætti frekar að hafa samband við lögguna í stað þess að reyna að fá sem flest likes. Hekla: Já það koma alveg upp mál sem eru alvarleg og það þarf að gera eitthvað í því. En samfélagsmiðlar eru að ýta undir „Cancel culture“ þar sem verið er að hrópa að „Þessi gerði eitthvað rangt“ til þess að fá like. Í stað þess að kenna fólki muninn á réttu og röngu, láta fólk gera sér grein fyrir mistökunum svo þau geti lært af því. Það lærir engin á því að segja „ég hef rétt fyrir mér og þú hefur rangt fyrir þér“. Darri: Já ég er sammála. Hvað verður betra við að setja svona inná TikTok? Hvað eru krakkarnir á TikTok að fara að gera í málinu? Harpa: Stundum er markmiðið að fá athygli í stað þess að gera breytingar. „Það lærir engin á því að segja „ég hef rétt fyrir mér og þú hefur rangt fyrir þér“. Fylgdust þið með HM í fótbolta? Darri: Já ég hélt með Argentínu. Hekla: Ég horfði ekki á leikina. Harpa: Stórfjölskyldan hittist oft og horfir á svona leiki en mér finnst að við ættum að geta dregið línuna einhversstaðar og þegar brotið er á mannréttum fólks til að byggja einhvern fótboltavöll þá langar mig ekki að horfa. Það hefði getað verið svo auðvelt að halda þetta annarsstaðar. Darri: Já en fótbolti er líka sameiningartákn þar sem ólík lönd eru samherjar og það er líka gott að fylgjast með þess vegna. Ég var ekki að láta þetta hafa áhrif á mig, þó ég vissi alveg að Katar var ekki að standa sig. Maður sá að það voru fáir að fylgjast með leikunum á staðnum, allavega miðað við síðasta heimsmeistaramót. Arnór: Er þetta ekki mest FIFA að kenna? Það er mjög gráðugt. Darri: Bullandi spilling Harpa: Þetta var ekki rétt og kannski lærum við af því. Hekla: Ég var í París og þar sá ég Eiffelturninn og við gúgluðum eitthvað um turninn og sáum að enginn hafi dáið við að gera Eiffelturninn fyrir meira en 100 árum síðan. Þannig á það að vera! Við eigum ekki að vera sjokkeruð yfir því. Yngri kynslóðir meðvitaðri um umhverfismál þegar kemur að tísku og fatakaupum Darri: Ég er mjög nægjusamur um hlutina sem ég á. Hugsa vel um fötin mín og er frekar basic þegar kemur að því. Hekla: Ég kaupi mér bara notuð föt. Kaupi mér ekki ný föt. Fataframleiðslan í heiminum í dag er ekki góð. Harpa: Það er erfitt að finna flott föt í Rauða krossinum en ég er að reyna að sleppa að kaupa „fast fashion“. Hekla: Ég reyni að hafa þetta „in the back of my head“ og spyr mig oft hvort það sem mig langar í sé umhverfisvænt eða ekki. Bara eins og að horfa á umbúðir um mat, þar er oft alltof mikið af plasti og dóti sem gerir matinn bara skaðlegan. Eru krakkar mikið að spá í þetta? Harpa og Darri í kór: Nei! Hekla: Ég held að það sé meira okkar kynslóð en fyrri kynslóðirnar. Það eru margir krakkar í framhaldsskólanum að spá í þessu. Hvað þurfum við fullorðna fólkið að skilja betur um líf unglinga í dag? Hekla: Þetta eru mjög öðruvísi tímar en æskan var hjá fullorðnu fólki. Held að fullorðnir geti ekki alltaf skilið hvernig er að vera ungur í dag. Þau ættu að leyfa krökkum að vera sín eigin manneskja og ekki vera að skipta sér að öllu sem það gerir. Það hefur held ég, aldrei skilað miklum árangri. Arnór: Já er sammála þessu.
Skóla - og menntamál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira