Kvöddu reksturinn úr fjarska og vinna að bjórböðum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. janúar 2023 09:36 Á myndinni eru þrír eigenda Smiðjunnar, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson og Vigfús Páll Auðbertsson og á myndina vantar Vigfús Þór Hróbjartsson. Aðsent Veitingastaðurinn Smiðjan Brugghús skellti plássi sínu í mathöllinni á Selfossi í lás nú á dögunum. Eigendur staðarins einbeita sér nú alfarið að rekstri staðarins í Vík. Þau hyggjast stækka staðinn og bjóða upp á bjórböð svo eitthvað sé nefnt. Þegar fréttastofa náði tali af Sveini Sigurðssyni einum eigenda Smiðjunnar Brugghúss var hann staddur á Tenerife að njóta sólarinnar líkt og fjöldi Íslendinga hefur gert yfir jólahátíðina. Aðspurður hver aðal ástæðan að baki lokunar Smiðjunnar á Selfossi hafi verið segir hann að eigendum hafa borist tilboð sem hafi hentað vel. Þeim hafi einnig þótt erfitt að reka Smiðjuna í Selfossi úr fjarlægð en eigendahópurinn rekur veitingastað ásamt brugghúsi í Vík. „Hjartað er í Vík“ Lesendur gætu kannast við brugghúsið Smiðjuna í Vík en það var einmitt það fyrsta til þess að fá leyfi fyrir og selja bjór á framleiðslustað þegar ný áfengislög tóku gildi í sumar. „Hjartað er í Vík, það snýst allt um það sem er í Vík. Við ákváðum bara að prófa, okkur bauðst að vera með í mathöllinni þarna, svo fannst okkur erfitt að vera að fjarstýra þarna og ekki eins mikið að gera og við bjuggumst við. Við ákváðum því bara að taka tilboðinu sem okkur bauðst,“ segir Sveinn. Aðspurður hvort reksturinn hafi verið orðinn þungur í róðri segir Sveinn harðari samkeppni vera á Selfossi en í Vík en að sama skapi séu fleiri ferðamenn á ferðinni í Vík. Reksturinn hafi orðið þyngri á Selfossi. „Ekki hjálpar nú til þegar það er alltaf verið að hækka öll laun og nú er verið að hækka áfengisgjöldin endalaust mikið þannig við sjáum ekkert eftir að hafa tekið þessa ákvörðun held ég,“ segir Sveinn. Ferðast um og prófa bjórböð Hann segir tilfinninguna við það að loka hafa verið skrítna en hann hafi verið kominn út til Tenerife þegar skellt var í lás. Ferðin hafði verið ákveðin á undan lokuninni. Þau hafi þurft að kveðja reksturinn úr fjarska. „Við erum með næg verkefni framundan og viljum frekar bara ná að einbeita okkur frekar að þeim þannig þetta var bara meira léttir.“ Meðal verkefna sem eru framundan í Vík nefnir Sveinn stækkun staðarins en á framtíðaráætlunum sé að bjóða upp á bjórböð. Hann segir opnun bjórbaða þó ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. „Við erum bara að gera þetta svona í rólegheitum. Við erum bara að hanna þetta enn þá og erum búin að fara nokkrar ferðir erlendis til þess að prófa ýmis bjórboð,“ segir Sveinn kátur og bætir því við í gríni að það sé voða erfið rannsóknarvinna sem fari fram í fyrrnefndum rannsóknarferðum. Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Árborg Veitingastaðir Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þegar fréttastofa náði tali af Sveini Sigurðssyni einum eigenda Smiðjunnar Brugghúss var hann staddur á Tenerife að njóta sólarinnar líkt og fjöldi Íslendinga hefur gert yfir jólahátíðina. Aðspurður hver aðal ástæðan að baki lokunar Smiðjunnar á Selfossi hafi verið segir hann að eigendum hafa borist tilboð sem hafi hentað vel. Þeim hafi einnig þótt erfitt að reka Smiðjuna í Selfossi úr fjarlægð en eigendahópurinn rekur veitingastað ásamt brugghúsi í Vík. „Hjartað er í Vík“ Lesendur gætu kannast við brugghúsið Smiðjuna í Vík en það var einmitt það fyrsta til þess að fá leyfi fyrir og selja bjór á framleiðslustað þegar ný áfengislög tóku gildi í sumar. „Hjartað er í Vík, það snýst allt um það sem er í Vík. Við ákváðum bara að prófa, okkur bauðst að vera með í mathöllinni þarna, svo fannst okkur erfitt að vera að fjarstýra þarna og ekki eins mikið að gera og við bjuggumst við. Við ákváðum því bara að taka tilboðinu sem okkur bauðst,“ segir Sveinn. Aðspurður hvort reksturinn hafi verið orðinn þungur í róðri segir Sveinn harðari samkeppni vera á Selfossi en í Vík en að sama skapi séu fleiri ferðamenn á ferðinni í Vík. Reksturinn hafi orðið þyngri á Selfossi. „Ekki hjálpar nú til þegar það er alltaf verið að hækka öll laun og nú er verið að hækka áfengisgjöldin endalaust mikið þannig við sjáum ekkert eftir að hafa tekið þessa ákvörðun held ég,“ segir Sveinn. Ferðast um og prófa bjórböð Hann segir tilfinninguna við það að loka hafa verið skrítna en hann hafi verið kominn út til Tenerife þegar skellt var í lás. Ferðin hafði verið ákveðin á undan lokuninni. Þau hafi þurft að kveðja reksturinn úr fjarska. „Við erum með næg verkefni framundan og viljum frekar bara ná að einbeita okkur frekar að þeim þannig þetta var bara meira léttir.“ Meðal verkefna sem eru framundan í Vík nefnir Sveinn stækkun staðarins en á framtíðaráætlunum sé að bjóða upp á bjórböð. Hann segir opnun bjórbaða þó ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. „Við erum bara að gera þetta svona í rólegheitum. Við erum bara að hanna þetta enn þá og erum búin að fara nokkrar ferðir erlendis til þess að prófa ýmis bjórboð,“ segir Sveinn kátur og bætir því við í gríni að það sé voða erfið rannsóknarvinna sem fari fram í fyrrnefndum rannsóknarferðum.
Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Árborg Veitingastaðir Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira