Nýársspá Siggu Kling - Ljónið Sigga Kling skrifar 6. janúar 2023 08:01 Elsku Ljónið mitt, það er búið að vera fjörugt hjá þér. Einn dagur virðist vera í svo góðu lagi en annar ekki svo fínn. Lífið byggist upp á yin og yang og hið jákvæða og hið neikvæða helst yfirleitt í hendur. En á ári kanínunnar er miklu meira yin ráðandi, því samkvæmt kínverskri speki er það útkoman. Svo lífskafli þinn byrjar að blómstra seinnipartinn í janúar. Þú nærð jafnvæginu, nærð að klára það sem þú ert ekki búinn að gera og ert með grjót í maganum vegna þess. Talan fjórir trónir yfir 2023 hjá þér og hún táknar þrjósku til að gera rétt, hún táknar mikla vinnu og sjálfsaga. Og hún gefur þér líka húmorinn á silfurbakka og þú átt að reyna að gera eins mikið grín eða hafa eins mikinn húmor fyrir sjálfum þér og þau öngstræti sem þú hefur lent í. Því að þegar þú getur gert grín af erfiðleikunum sem þú hefur lent í og þakkað fyrir þá, þá hverfa þeir. Ekhart Tolle meistarinn sjálfur segir að fortíðin sé ekki til og framtíðin ekki heldur, því eina sem við höfum er „the present“ sem þýðir gjöf. Og þegar þú ferð eftir þessu þá er ekkert hindrunarhlaup. Árið byrjar með fullu tungli í Krabbanum og það hjálpar þér að umfaðma sjálfan þig og tilfinningarnar þínar. Þér finnst oft að þú þurfir meiri ástúð frá þínu fjölskyldufólki, en einhversstaðar inni í sálinni þinni er sú skoðun þín að þú eigir hana ekki skilið. Og ef þú varpar því út í Alheiminn þú sért ekki nógu verðugur virðingu og ástar, þá stoppar þetta ekki. Snúðu við orðum þínum og hugsunum og hristu sjálfan þig upp, baðaðu þig í fallegum orðum og hugsunum frá sjálfum þér, það er lykillinn. Og þetta þarftu að gera eins oft og þú getur alla ævina, þá fer allt á besta veg. Ég spyr oft fólk í hvaða merki ert þú og það segir Ljón og þá segi ég „ æji þú getur bara ekkert að því gert“. Þið hafið þann góða eiginleika að vera eins og tvær manneskjur. Á góðum degi ertu engill, en ef að fýkur í þig myndi ég ekki vilja mæta þér í myrkrinu. Þess vegna þetta jafnvægi sem ég er að tala um getur gefið þér töfraprik til að breyta, laga og bæta þessa bíómynd. Sumarið táknar öryggi í heimili, í ástinni og fjölskyldunni. Svo þegar þú sérð á þessum tíma að þú getir valið frekar valið öryggi en spennufíkn, þá veit ég að þú velur rétt. Þú munt ekki hafa svo mikinn tíma á þessu ári og sérstaklega ekki eftir ágústmánuð, því þú virðist vera búinn að fylla tíma þinn af áhugasömum og merkilegum hlutverkum. Október gefur tákn ástarinnar og nóvember færir þér heilbrigði í huga og líkama. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir einstaklingar í stjörnumerkinu.Vísir Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
En á ári kanínunnar er miklu meira yin ráðandi, því samkvæmt kínverskri speki er það útkoman. Svo lífskafli þinn byrjar að blómstra seinnipartinn í janúar. Þú nærð jafnvæginu, nærð að klára það sem þú ert ekki búinn að gera og ert með grjót í maganum vegna þess. Talan fjórir trónir yfir 2023 hjá þér og hún táknar þrjósku til að gera rétt, hún táknar mikla vinnu og sjálfsaga. Og hún gefur þér líka húmorinn á silfurbakka og þú átt að reyna að gera eins mikið grín eða hafa eins mikinn húmor fyrir sjálfum þér og þau öngstræti sem þú hefur lent í. Því að þegar þú getur gert grín af erfiðleikunum sem þú hefur lent í og þakkað fyrir þá, þá hverfa þeir. Ekhart Tolle meistarinn sjálfur segir að fortíðin sé ekki til og framtíðin ekki heldur, því eina sem við höfum er „the present“ sem þýðir gjöf. Og þegar þú ferð eftir þessu þá er ekkert hindrunarhlaup. Árið byrjar með fullu tungli í Krabbanum og það hjálpar þér að umfaðma sjálfan þig og tilfinningarnar þínar. Þér finnst oft að þú þurfir meiri ástúð frá þínu fjölskyldufólki, en einhversstaðar inni í sálinni þinni er sú skoðun þín að þú eigir hana ekki skilið. Og ef þú varpar því út í Alheiminn þú sért ekki nógu verðugur virðingu og ástar, þá stoppar þetta ekki. Snúðu við orðum þínum og hugsunum og hristu sjálfan þig upp, baðaðu þig í fallegum orðum og hugsunum frá sjálfum þér, það er lykillinn. Og þetta þarftu að gera eins oft og þú getur alla ævina, þá fer allt á besta veg. Ég spyr oft fólk í hvaða merki ert þú og það segir Ljón og þá segi ég „ æji þú getur bara ekkert að því gert“. Þið hafið þann góða eiginleika að vera eins og tvær manneskjur. Á góðum degi ertu engill, en ef að fýkur í þig myndi ég ekki vilja mæta þér í myrkrinu. Þess vegna þetta jafnvægi sem ég er að tala um getur gefið þér töfraprik til að breyta, laga og bæta þessa bíómynd. Sumarið táknar öryggi í heimili, í ástinni og fjölskyldunni. Svo þegar þú sérð á þessum tíma að þú getir valið frekar valið öryggi en spennufíkn, þá veit ég að þú velur rétt. Þú munt ekki hafa svo mikinn tíma á þessu ári og sérstaklega ekki eftir ágústmánuð, því þú virðist vera búinn að fylla tíma þinn af áhugasömum og merkilegum hlutverkum. Október gefur tákn ástarinnar og nóvember færir þér heilbrigði í huga og líkama. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir einstaklingar í stjörnumerkinu.Vísir
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira