Nýársspá Siggu Kling - Ljónið Sigga Kling skrifar 6. janúar 2023 08:01 Elsku Ljónið mitt, það er búið að vera fjörugt hjá þér. Einn dagur virðist vera í svo góðu lagi en annar ekki svo fínn. Lífið byggist upp á yin og yang og hið jákvæða og hið neikvæða helst yfirleitt í hendur. En á ári kanínunnar er miklu meira yin ráðandi, því samkvæmt kínverskri speki er það útkoman. Svo lífskafli þinn byrjar að blómstra seinnipartinn í janúar. Þú nærð jafnvæginu, nærð að klára það sem þú ert ekki búinn að gera og ert með grjót í maganum vegna þess. Talan fjórir trónir yfir 2023 hjá þér og hún táknar þrjósku til að gera rétt, hún táknar mikla vinnu og sjálfsaga. Og hún gefur þér líka húmorinn á silfurbakka og þú átt að reyna að gera eins mikið grín eða hafa eins mikinn húmor fyrir sjálfum þér og þau öngstræti sem þú hefur lent í. Því að þegar þú getur gert grín af erfiðleikunum sem þú hefur lent í og þakkað fyrir þá, þá hverfa þeir. Ekhart Tolle meistarinn sjálfur segir að fortíðin sé ekki til og framtíðin ekki heldur, því eina sem við höfum er „the present“ sem þýðir gjöf. Og þegar þú ferð eftir þessu þá er ekkert hindrunarhlaup. Árið byrjar með fullu tungli í Krabbanum og það hjálpar þér að umfaðma sjálfan þig og tilfinningarnar þínar. Þér finnst oft að þú þurfir meiri ástúð frá þínu fjölskyldufólki, en einhversstaðar inni í sálinni þinni er sú skoðun þín að þú eigir hana ekki skilið. Og ef þú varpar því út í Alheiminn þú sért ekki nógu verðugur virðingu og ástar, þá stoppar þetta ekki. Snúðu við orðum þínum og hugsunum og hristu sjálfan þig upp, baðaðu þig í fallegum orðum og hugsunum frá sjálfum þér, það er lykillinn. Og þetta þarftu að gera eins oft og þú getur alla ævina, þá fer allt á besta veg. Ég spyr oft fólk í hvaða merki ert þú og það segir Ljón og þá segi ég „ æji þú getur bara ekkert að því gert“. Þið hafið þann góða eiginleika að vera eins og tvær manneskjur. Á góðum degi ertu engill, en ef að fýkur í þig myndi ég ekki vilja mæta þér í myrkrinu. Þess vegna þetta jafnvægi sem ég er að tala um getur gefið þér töfraprik til að breyta, laga og bæta þessa bíómynd. Sumarið táknar öryggi í heimili, í ástinni og fjölskyldunni. Svo þegar þú sérð á þessum tíma að þú getir valið frekar valið öryggi en spennufíkn, þá veit ég að þú velur rétt. Þú munt ekki hafa svo mikinn tíma á þessu ári og sérstaklega ekki eftir ágústmánuð, því þú virðist vera búinn að fylla tíma þinn af áhugasömum og merkilegum hlutverkum. Október gefur tákn ástarinnar og nóvember færir þér heilbrigði í huga og líkama. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir einstaklingar í stjörnumerkinu.Vísir Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
En á ári kanínunnar er miklu meira yin ráðandi, því samkvæmt kínverskri speki er það útkoman. Svo lífskafli þinn byrjar að blómstra seinnipartinn í janúar. Þú nærð jafnvæginu, nærð að klára það sem þú ert ekki búinn að gera og ert með grjót í maganum vegna þess. Talan fjórir trónir yfir 2023 hjá þér og hún táknar þrjósku til að gera rétt, hún táknar mikla vinnu og sjálfsaga. Og hún gefur þér líka húmorinn á silfurbakka og þú átt að reyna að gera eins mikið grín eða hafa eins mikinn húmor fyrir sjálfum þér og þau öngstræti sem þú hefur lent í. Því að þegar þú getur gert grín af erfiðleikunum sem þú hefur lent í og þakkað fyrir þá, þá hverfa þeir. Ekhart Tolle meistarinn sjálfur segir að fortíðin sé ekki til og framtíðin ekki heldur, því eina sem við höfum er „the present“ sem þýðir gjöf. Og þegar þú ferð eftir þessu þá er ekkert hindrunarhlaup. Árið byrjar með fullu tungli í Krabbanum og það hjálpar þér að umfaðma sjálfan þig og tilfinningarnar þínar. Þér finnst oft að þú þurfir meiri ástúð frá þínu fjölskyldufólki, en einhversstaðar inni í sálinni þinni er sú skoðun þín að þú eigir hana ekki skilið. Og ef þú varpar því út í Alheiminn þú sért ekki nógu verðugur virðingu og ástar, þá stoppar þetta ekki. Snúðu við orðum þínum og hugsunum og hristu sjálfan þig upp, baðaðu þig í fallegum orðum og hugsunum frá sjálfum þér, það er lykillinn. Og þetta þarftu að gera eins oft og þú getur alla ævina, þá fer allt á besta veg. Ég spyr oft fólk í hvaða merki ert þú og það segir Ljón og þá segi ég „ æji þú getur bara ekkert að því gert“. Þið hafið þann góða eiginleika að vera eins og tvær manneskjur. Á góðum degi ertu engill, en ef að fýkur í þig myndi ég ekki vilja mæta þér í myrkrinu. Þess vegna þetta jafnvægi sem ég er að tala um getur gefið þér töfraprik til að breyta, laga og bæta þessa bíómynd. Sumarið táknar öryggi í heimili, í ástinni og fjölskyldunni. Svo þegar þú sérð á þessum tíma að þú getir valið frekar valið öryggi en spennufíkn, þá veit ég að þú velur rétt. Þú munt ekki hafa svo mikinn tíma á þessu ári og sérstaklega ekki eftir ágústmánuð, því þú virðist vera búinn að fylla tíma þinn af áhugasömum og merkilegum hlutverkum. Október gefur tákn ástarinnar og nóvember færir þér heilbrigði í huga og líkama. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir einstaklingar í stjörnumerkinu.Vísir
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira