Við hefjum leik á Spáni þar sem UCAM Murcia tekur á móti Lenovo Tenerife í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 11:20.
Klukkan 18:05 er svo komið að viðureign Breiðabliks og Þórs frá Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport áður en Tindastóll og Keflavík eigast við klukkan 20:05 á sömu rás. Að þeim leik loknum er Subway Körfuboltakvöld svo á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum liðinnar umferðar.
Þá er einnig einn leikur á dagskrá í elstu og virtustu bikarkeppni heims þegar Manchester United tekur á móti Everton á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:50.