Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. janúar 2023 14:35 Einar Óli Ólafsson ætlar sér að halda áfram í tónlistinni. Vísir/Vilhelm Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. Dómararnir hafa fengið að stjórna keppninni hingað til og völdu þeir átta hæfileikaríka einstaklinga til þess að keppa í beinu útsendingunum af Idol. Nú fá áhorfendur hér eftir að kjósa í símakosningu og hafa þannig áhrif á það hver stendur uppi sem sigurvegari eftir nokkrar vikur. Það var nóg um dramatík í þættinum á föstudag þar sem þátttakendum fækkaði úr átján í átta. Þegar tveir keppendur áttu eftir að fá að heyra um örlög sín, var aðeins eitt sæti eftir í beinu útsendingunum. Spennuþrungna lokaaugnablikið þegar Einar Óli var sendur heim má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þú varst með versta flutninginn hérna í dag „Þú varst með versta flutninginn hérna í dag,“ sagði Bríet við Birgi. „Þetta var ekki gott og það var erfitt að sitja undir þessu.“ bætti hún svo við. „Þú ert klárlega tónlistarmaður í húð og hár og við finnum það,“ sagði Birgitta aftur á móti við Einar Óla. Það var þó Birgir sem komst áfram eftir að dómarar höfðu valið lokahópinn. Einar Óli lauk keppni og var sendur heim. Hann var augljóslega svekktur og aðrir keppendur virtust hissa. „Ég var vongóður ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Einar Óli við Sigrúnu Ósk eftir að Herra Hnetusmjör tilkynnti honum að þetta væri hans endastöð í Idol. Einar Óli og Birgir komust báðir í átján manna úrtakið í Idol en aðeins annar þeirra komst áfram í beinu útsendingarnar.Vísir/Vilhelm Dómnefndin ekki sammála Birgir var auðvitað mjög feginn að fá annað tækifæri til að sanna sig. „Það var mikið slegist innanhúss hjá okkur,“ sagði Herra Hnetusmjör um þessa ákvörðun. „Ég er með smá samviskubit því mér fannst aðrir standa sig svo sjúklega vel,“ sagði Birgir þegar hann hafði kvatt dómnefndina. „Ég er þakklátur fyrir það að dómnefndin hefur trú á mér og ef það er eitthvað sem að styrkir mann þá er það að taka sénsinn og þó svo maður geri stundum mistök eða hlutirnir fara ekki alveg eins og maður vill þá get ég samt verið stoltur að hafa tekið þessa ákvörðun,“ skrifaði Birgir á samfélagsmiðla um helgina. Áhorfendur voru ekki allir sammála valinu. Einar Óli virðist hafa verið búinn að heilla fólk upp úr skónum og eignast marga aðdáendur og létu margir skoðun sína heyrast á samfélagsmiðlum um helgina eftir að búið var að afhjúpa átta manna lokahópinn í Idol. Einar Óli söng frumsamið lag í miðstigi keppninnar sem fór fram í Salnum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Dónaskapurinn kom ekki á óvart Einar Óli hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um dónaskapinn í athugasemdakerfum eftir að þátturinn var sýndur. Biður hann fólk að vera ekki með skítkast. „Um helgina hef ég ekki komist hjá því að lesa kommentakerfin og þar kemur lítið á óvart hvað sumt fólk getur verið dónalegt og mig langar bara til að biðja ykkur elsku fólk, að ef þið viljið tjá ykkur eitthvað hér eða annarsstaðar, gerið það án þess að vera með eitthvað skítkast. Lang flestir í þessari keppni eru ekki að keppa við hvort annað. Heldur styðjum við hvort annað og keppum við okkur sjálf, annað er bara vitleysa.“ Hann lofar að það sé tónlist frá honum á leiðinni og þakkar dómurum og öðrum keppendum fyrir ævintýrið. „Það er skrítin tilfinning að detta út en í leiðinni finnast maður hafa gert allt rétt. Þeir sem þekkja mig best vita að þegar ég fer í svona verkefni, þá er það ekki gert nema með heilum hug, hjarta, sál og rúmlega það. Ég setti mér nokkur markmið og var því miður ekki öllum náð. Þetta voru vissulega vonbrigði en það er bara eins og það er.“ Einar Óli er þakklátur fyrir meðbyrinn en færsluna má lesa á Facebook og hér fyrir neðan. Í fyrstu prufunni fyrir framan dómarana söng Einar Óli lagið Creep með Radiohead og heillaði þau upp úr skónum. Klippa: Fyrsta dómaraprufa Einars Óla í Idol „Idol Spoiler Alert. Jæja vinir, mér finnst ég þurfa að segja nokkur orð eftir atburði föstudagsins. Eins og þið vitið, þá hef ég sungið mitt síðasta þar og það er skrítin tilfinning að detta út en í leiðinni finnast maður hafa gert allt rétt. Þeir sem þekkja mig best vita að þegar ég fer í svona verkefni, þá er það ekki gert nema með heilum hug, hjarta, sál og rúmlega það. Ég setti mér nokkur markmið og var því miður ekki öllum náð. Þetta voru vissulega vonbrigði en það er bara eins og það er. Síðan Idol ævintýrið fór af stað hef ég fundið fyrir ótrúlegum meðbyr frá svo mörgum og hann hefur aldrei verið meiri en einmitt núna og fyrir það er ég fáránlega þakklátur. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira en bara ástarþakkir allir. Ég kynntist æðislegu fólki þarna og eignaðist líka marga nýja vini. Það er klárt að ég kem út úr þessu ríkari, bæði hvað varðar nýjan vinskap og svo ég tali nú ekki um þessa reynslu sem fer beint í reynslubankann. Um helgina hef ég ekki komist hjá því að lesa kommentakerfin og þar kemur lítið á óvart hvað sumt fólk getur verið dónalegt og mig langar bara til að biðja ykkur elsku fólk, að ef þið viljið tjá ykkur eitthvað hér eða annarsstaðar, gerið það án þess að vera með eitthvað skítkast. Lang flestir í þessari keppni eru ekki að keppa við hvort annað. Heldur styðjum við hvort annað og keppum við okkur sjálf, annað er bara vitleysa. En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég vildi bara droppa inn og þakka ykkur kærlega fyrir allan stuðninginn og fallegu orðin. Þetta var gaman. Takk Stöð 2 staff, dómarar og keppendur. Ég hlakka til að sjá ykkur öll skína á stóra sviðinu. Love, Einar Óli þakkar fyrir sig. P.s. Það er líka fullt af nýrri músík á leiðinni frá mér sem ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur.“ Idol Tónlist Tengdar fréttir Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 Fylgdarmaður Idol-keppanda reyndist dæmdur kynferðisbrotamaður Stjórnendur Idol stjörnuleitar, sem nú er til sýninga á Stöð 2 við miklar vinsældir, þurftu að bregðast skjótt við eftir að áhorfandi setti sig í samband við Stöð 2 og benti þeim á að fylgdarmaður eins keppandans væri dæmdur kynferðisbrotamaður. 7. janúar 2023 08:02 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Dómararnir hafa fengið að stjórna keppninni hingað til og völdu þeir átta hæfileikaríka einstaklinga til þess að keppa í beinu útsendingunum af Idol. Nú fá áhorfendur hér eftir að kjósa í símakosningu og hafa þannig áhrif á það hver stendur uppi sem sigurvegari eftir nokkrar vikur. Það var nóg um dramatík í þættinum á föstudag þar sem þátttakendum fækkaði úr átján í átta. Þegar tveir keppendur áttu eftir að fá að heyra um örlög sín, var aðeins eitt sæti eftir í beinu útsendingunum. Spennuþrungna lokaaugnablikið þegar Einar Óli var sendur heim má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þú varst með versta flutninginn hérna í dag „Þú varst með versta flutninginn hérna í dag,“ sagði Bríet við Birgi. „Þetta var ekki gott og það var erfitt að sitja undir þessu.“ bætti hún svo við. „Þú ert klárlega tónlistarmaður í húð og hár og við finnum það,“ sagði Birgitta aftur á móti við Einar Óla. Það var þó Birgir sem komst áfram eftir að dómarar höfðu valið lokahópinn. Einar Óli lauk keppni og var sendur heim. Hann var augljóslega svekktur og aðrir keppendur virtust hissa. „Ég var vongóður ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Einar Óli við Sigrúnu Ósk eftir að Herra Hnetusmjör tilkynnti honum að þetta væri hans endastöð í Idol. Einar Óli og Birgir komust báðir í átján manna úrtakið í Idol en aðeins annar þeirra komst áfram í beinu útsendingarnar.Vísir/Vilhelm Dómnefndin ekki sammála Birgir var auðvitað mjög feginn að fá annað tækifæri til að sanna sig. „Það var mikið slegist innanhúss hjá okkur,“ sagði Herra Hnetusmjör um þessa ákvörðun. „Ég er með smá samviskubit því mér fannst aðrir standa sig svo sjúklega vel,“ sagði Birgir þegar hann hafði kvatt dómnefndina. „Ég er þakklátur fyrir það að dómnefndin hefur trú á mér og ef það er eitthvað sem að styrkir mann þá er það að taka sénsinn og þó svo maður geri stundum mistök eða hlutirnir fara ekki alveg eins og maður vill þá get ég samt verið stoltur að hafa tekið þessa ákvörðun,“ skrifaði Birgir á samfélagsmiðla um helgina. Áhorfendur voru ekki allir sammála valinu. Einar Óli virðist hafa verið búinn að heilla fólk upp úr skónum og eignast marga aðdáendur og létu margir skoðun sína heyrast á samfélagsmiðlum um helgina eftir að búið var að afhjúpa átta manna lokahópinn í Idol. Einar Óli söng frumsamið lag í miðstigi keppninnar sem fór fram í Salnum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Dónaskapurinn kom ekki á óvart Einar Óli hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um dónaskapinn í athugasemdakerfum eftir að þátturinn var sýndur. Biður hann fólk að vera ekki með skítkast. „Um helgina hef ég ekki komist hjá því að lesa kommentakerfin og þar kemur lítið á óvart hvað sumt fólk getur verið dónalegt og mig langar bara til að biðja ykkur elsku fólk, að ef þið viljið tjá ykkur eitthvað hér eða annarsstaðar, gerið það án þess að vera með eitthvað skítkast. Lang flestir í þessari keppni eru ekki að keppa við hvort annað. Heldur styðjum við hvort annað og keppum við okkur sjálf, annað er bara vitleysa.“ Hann lofar að það sé tónlist frá honum á leiðinni og þakkar dómurum og öðrum keppendum fyrir ævintýrið. „Það er skrítin tilfinning að detta út en í leiðinni finnast maður hafa gert allt rétt. Þeir sem þekkja mig best vita að þegar ég fer í svona verkefni, þá er það ekki gert nema með heilum hug, hjarta, sál og rúmlega það. Ég setti mér nokkur markmið og var því miður ekki öllum náð. Þetta voru vissulega vonbrigði en það er bara eins og það er.“ Einar Óli er þakklátur fyrir meðbyrinn en færsluna má lesa á Facebook og hér fyrir neðan. Í fyrstu prufunni fyrir framan dómarana söng Einar Óli lagið Creep með Radiohead og heillaði þau upp úr skónum. Klippa: Fyrsta dómaraprufa Einars Óla í Idol „Idol Spoiler Alert. Jæja vinir, mér finnst ég þurfa að segja nokkur orð eftir atburði föstudagsins. Eins og þið vitið, þá hef ég sungið mitt síðasta þar og það er skrítin tilfinning að detta út en í leiðinni finnast maður hafa gert allt rétt. Þeir sem þekkja mig best vita að þegar ég fer í svona verkefni, þá er það ekki gert nema með heilum hug, hjarta, sál og rúmlega það. Ég setti mér nokkur markmið og var því miður ekki öllum náð. Þetta voru vissulega vonbrigði en það er bara eins og það er. Síðan Idol ævintýrið fór af stað hef ég fundið fyrir ótrúlegum meðbyr frá svo mörgum og hann hefur aldrei verið meiri en einmitt núna og fyrir það er ég fáránlega þakklátur. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira en bara ástarþakkir allir. Ég kynntist æðislegu fólki þarna og eignaðist líka marga nýja vini. Það er klárt að ég kem út úr þessu ríkari, bæði hvað varðar nýjan vinskap og svo ég tali nú ekki um þessa reynslu sem fer beint í reynslubankann. Um helgina hef ég ekki komist hjá því að lesa kommentakerfin og þar kemur lítið á óvart hvað sumt fólk getur verið dónalegt og mig langar bara til að biðja ykkur elsku fólk, að ef þið viljið tjá ykkur eitthvað hér eða annarsstaðar, gerið það án þess að vera með eitthvað skítkast. Lang flestir í þessari keppni eru ekki að keppa við hvort annað. Heldur styðjum við hvort annað og keppum við okkur sjálf, annað er bara vitleysa. En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég vildi bara droppa inn og þakka ykkur kærlega fyrir allan stuðninginn og fallegu orðin. Þetta var gaman. Takk Stöð 2 staff, dómarar og keppendur. Ég hlakka til að sjá ykkur öll skína á stóra sviðinu. Love, Einar Óli þakkar fyrir sig. P.s. Það er líka fullt af nýrri músík á leiðinni frá mér sem ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur.“
Idol Tónlist Tengdar fréttir Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 Fylgdarmaður Idol-keppanda reyndist dæmdur kynferðisbrotamaður Stjórnendur Idol stjörnuleitar, sem nú er til sýninga á Stöð 2 við miklar vinsældir, þurftu að bregðast skjótt við eftir að áhorfandi setti sig í samband við Stöð 2 og benti þeim á að fylgdarmaður eins keppandans væri dæmdur kynferðisbrotamaður. 7. janúar 2023 08:02 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10
Fylgdarmaður Idol-keppanda reyndist dæmdur kynferðisbrotamaður Stjórnendur Idol stjörnuleitar, sem nú er til sýninga á Stöð 2 við miklar vinsældir, þurftu að bregðast skjótt við eftir að áhorfandi setti sig í samband við Stöð 2 og benti þeim á að fylgdarmaður eins keppandans væri dæmdur kynferðisbrotamaður. 7. janúar 2023 08:02