„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2023 21:38 Birgitta Haukdal segir margt hæfileikaríkt fólk hafi tekið þátt í Idol og erfitt hafi verið að senda mörg þeirra heim. Vísir/Vilhelm Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. Rætt var við Birgittu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en var það vegna þeirrar umdeildu ákvörðunar dómara keppninnar að senda Einar Óla Ólafsson heim í þættinum sem sýndur var á föstudaginn. Margir áhorfendur hafa látið í sér heyra og gagnrýnt þá ákvörðun. Þátttakendum fækkaði úr átján í átta á föstudaginn. „Að dæma í list eða segja að einhver sé bestur í tónlist, það er alltaf erfitt og við höfum öll misjafnar skoðanir,“ sagði Birgitta. Það kom henni ekki á óvart að þátturinn væri milli tannanna á fólki. Einar sjálfur sagðir fyrr í dag við Vísi að hann væri vonsvikinn en þakklátur. Birgitta sagði að ekki væri endilega verið að leita að besta söngvaranum eða besta laginu. Keppnin héti Idol stjörnuleit og eins og nafnið gæfi til kynna væri verið að leita að stjörnu. Hún sagði dómarana mjög ólíka á mörgum sviðum og þess vegna væru þau fengin saman. Öll reyndu þau að fylgja þeirra sannfæringu og væru að reyna að finna einhvern sem gæti að þeirra mati orðið stjarna. „Við erum að leita að mörgu. Það þarf að tikka í mörg box,“ sagði Birgitta. Stundum væru þau líka að senda fólk heim jafnvel þó einhverjir dómara væru ósammála því. Fjölmargir góðir tónlistarmenn hefðu tekið þátt en sætin í úrslitakeppninni væru fá. Hér að neðan má sjá lokaatriðið þegar Einar Óli var sendur heim. Birgitta vildi líka taka fram að áhorfendur sæju mögulega bara nokkrar sekúndur af því sem hefði gerst yfir mun lengra tímabil. Sumir væru í sínu besta dagsformi og aðrir í þeirra versta. Það væru margar hliðar á þessu. Að endingu sagði Birgitta að dómararnir væru að gera sitt besta sem hópur og þeir væru fjölbreyttir. Núna væru þau hins vegar búin og áhorfendur gætu hætt að pirra sig á þeim, því keppnin væri í þeirra höndum. Nú fá áhorfendur hér eftir að kjósa í símakosningu og hafa þannig áhrif á það hver stendur uppi sem sigurvegari eftir nokkrar vikur. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í spilaranum hér að neðan. Idol Tónlist Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rætt var við Birgittu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en var það vegna þeirrar umdeildu ákvörðunar dómara keppninnar að senda Einar Óla Ólafsson heim í þættinum sem sýndur var á föstudaginn. Margir áhorfendur hafa látið í sér heyra og gagnrýnt þá ákvörðun. Þátttakendum fækkaði úr átján í átta á föstudaginn. „Að dæma í list eða segja að einhver sé bestur í tónlist, það er alltaf erfitt og við höfum öll misjafnar skoðanir,“ sagði Birgitta. Það kom henni ekki á óvart að þátturinn væri milli tannanna á fólki. Einar sjálfur sagðir fyrr í dag við Vísi að hann væri vonsvikinn en þakklátur. Birgitta sagði að ekki væri endilega verið að leita að besta söngvaranum eða besta laginu. Keppnin héti Idol stjörnuleit og eins og nafnið gæfi til kynna væri verið að leita að stjörnu. Hún sagði dómarana mjög ólíka á mörgum sviðum og þess vegna væru þau fengin saman. Öll reyndu þau að fylgja þeirra sannfæringu og væru að reyna að finna einhvern sem gæti að þeirra mati orðið stjarna. „Við erum að leita að mörgu. Það þarf að tikka í mörg box,“ sagði Birgitta. Stundum væru þau líka að senda fólk heim jafnvel þó einhverjir dómara væru ósammála því. Fjölmargir góðir tónlistarmenn hefðu tekið þátt en sætin í úrslitakeppninni væru fá. Hér að neðan má sjá lokaatriðið þegar Einar Óli var sendur heim. Birgitta vildi líka taka fram að áhorfendur sæju mögulega bara nokkrar sekúndur af því sem hefði gerst yfir mun lengra tímabil. Sumir væru í sínu besta dagsformi og aðrir í þeirra versta. Það væru margar hliðar á þessu. Að endingu sagði Birgitta að dómararnir væru að gera sitt besta sem hópur og þeir væru fjölbreyttir. Núna væru þau hins vegar búin og áhorfendur gætu hætt að pirra sig á þeim, því keppnin væri í þeirra höndum. Nú fá áhorfendur hér eftir að kjósa í símakosningu og hafa þannig áhrif á það hver stendur uppi sem sigurvegari eftir nokkrar vikur. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í spilaranum hér að neðan.
Idol Tónlist Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira