„KR í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 08:31 Kjartan Henry Finnbogason er mættur í FH. Vísir/Arnar Kjartan Henry Finnbogason kveðst spenntur fyrir næsta kafla á sínum ferli með FH, sem hann mun leika með í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann kemur til liðsins frá uppeldisfélaginu KR. „Ég átti mína fyrstu æfingu í gær þar sem var tekið vel á móti mér og ég er bara spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan Henry um nýtt félag. Hann yfirgaf KR eftir stormasamar vikur þar sem hann var sakaður um ófagmannlega hegðun áður en þær ásakanir voru dregnar til baka. KR nýtti sér svo uppsagnarákvæði í samningi hans og ákvað Kjartan að kúpla sig út úr boltanum. „Það voru einhver símtöl og einhverjir sem höfðu samband en ég ákvað það nú eftir að samningum mínum var sagt upp [hjá KR] að ég myndi fara í smá frí og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. Svo ég fór erlendis með fjölskyldunni yfir jólin,“ „Svo þegar maður kemur heim í janúar þá byrjar mann að kitla og þegar FH hafði samband, þá var það engin spurning,“ segir Kjartan Henry. Klippa: þetta var no brainer fyrir mig, Spennandi að vinna með teyminu En af hverju var aldrei spurning um að fara í FH? „Það er svo margt. Hér eru frábærar aðstæður og góður leikmannahópur sem spilaði undir getu í fyrra. Ég þekki til í hópnum og auðvitað er þetta þjálfarateymi sem mér finnst spennandi að vinna með. Þannig að þetta var no brainer fyrir mig,“ segir Kjartan. Heimir Guðjónsson, sem er uppalinn í KR líkt og Kjartan, var ráðinn þjálfari FH eftir síðustu leiktíð. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson, sem var í teyminu hjá KR síðasta sumar áður en hann færði sig til FH á miðju sumri. Þarf ekkert að sanna fyrir KR Hann vill þá algjörlega skilja sig frá KR eftir það sem gekk á í haust og einblína á nýjan kafla. „Já, algjörlega, þú orðar það ágætlega. Það svolítið liðið, nokkrir mánuðir, þó mér finnist það vera lengra en það. Það er bara í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum hjá mér. Það er bara spennandi að kynnast nýju fólki og nýju félagi,“ „Ég hef ekki neitt að sanna [fyrir þeim hjá KR] eða neitt slíkt. Auðvitað er maður í góðu standi og fótboltaferillinn er stuttur. Mér finnst gaman að skora mörk og ég fékk tækifæri hér hjá FH og ég ætla að borga það til baka með mörkum og miðla af minni reynslu til ungra og efnilegra leikmanna sem eru hér fyrir,“ Kjartan kveðst hungraður fyrir sumarið, eftir að hafa spilað lítið í fyrra. „Ekki spurning. Ég er að verða seinn á æfingu og er mjög spenntur,“ Stefnt að viðsnúningi FH lenti í allskyns brasi á síðustu leiktíð og bjargaði sér naumlega frá falli í Lengjudeildina. Félagið hefur hins vegar verið á meðal þeirra stærstu undanfarin ár og segir Kjartan að stefnt sé að viðsnúningi. „Ég veit að hér er alltaf stefnt hátt. Síðasta tímabil er búið og eins og ég sagði áðan þá endurspeglar leikmannahópurinn alls ekki það gengi, en stundum er þetta svona. Blessunarlega héldu þeir sér uppi og svo er bara að keyra á þetta, bretta upp ermar og láta verkin tala,“ Ekkert ákeðið með fagn í Vesturbæ Mörgum KR-ingnum sárnaði við að sjá Kjartan Henry í treyju FH þegar hann var kynntur til leiks hjá félaginu í gær. Kjartan segir hins vegar ríg milli félaganna síðustu ár ekki hafa hvarflað að sér þegar hann ákvað að slá til í Hafnarfirði. „Nei, bara alls ekki. Mér hefur alltaf liðið vel hérna í Krikanum og iðulega skorað mörk. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast núna,“ Aðspurður hvort hann muni fagna ef hann skorar á Meistaravöllum á komandi sumri segir Kjartan: „Ég er ekki kominn þangað. Við skulum tala um það þegar við komum að þeirri brú.“ Besta deild karla FH KR Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
„Ég átti mína fyrstu æfingu í gær þar sem var tekið vel á móti mér og ég er bara spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan Henry um nýtt félag. Hann yfirgaf KR eftir stormasamar vikur þar sem hann var sakaður um ófagmannlega hegðun áður en þær ásakanir voru dregnar til baka. KR nýtti sér svo uppsagnarákvæði í samningi hans og ákvað Kjartan að kúpla sig út úr boltanum. „Það voru einhver símtöl og einhverjir sem höfðu samband en ég ákvað það nú eftir að samningum mínum var sagt upp [hjá KR] að ég myndi fara í smá frí og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. Svo ég fór erlendis með fjölskyldunni yfir jólin,“ „Svo þegar maður kemur heim í janúar þá byrjar mann að kitla og þegar FH hafði samband, þá var það engin spurning,“ segir Kjartan Henry. Klippa: þetta var no brainer fyrir mig, Spennandi að vinna með teyminu En af hverju var aldrei spurning um að fara í FH? „Það er svo margt. Hér eru frábærar aðstæður og góður leikmannahópur sem spilaði undir getu í fyrra. Ég þekki til í hópnum og auðvitað er þetta þjálfarateymi sem mér finnst spennandi að vinna með. Þannig að þetta var no brainer fyrir mig,“ segir Kjartan. Heimir Guðjónsson, sem er uppalinn í KR líkt og Kjartan, var ráðinn þjálfari FH eftir síðustu leiktíð. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson, sem var í teyminu hjá KR síðasta sumar áður en hann færði sig til FH á miðju sumri. Þarf ekkert að sanna fyrir KR Hann vill þá algjörlega skilja sig frá KR eftir það sem gekk á í haust og einblína á nýjan kafla. „Já, algjörlega, þú orðar það ágætlega. Það svolítið liðið, nokkrir mánuðir, þó mér finnist það vera lengra en það. Það er bara í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum hjá mér. Það er bara spennandi að kynnast nýju fólki og nýju félagi,“ „Ég hef ekki neitt að sanna [fyrir þeim hjá KR] eða neitt slíkt. Auðvitað er maður í góðu standi og fótboltaferillinn er stuttur. Mér finnst gaman að skora mörk og ég fékk tækifæri hér hjá FH og ég ætla að borga það til baka með mörkum og miðla af minni reynslu til ungra og efnilegra leikmanna sem eru hér fyrir,“ Kjartan kveðst hungraður fyrir sumarið, eftir að hafa spilað lítið í fyrra. „Ekki spurning. Ég er að verða seinn á æfingu og er mjög spenntur,“ Stefnt að viðsnúningi FH lenti í allskyns brasi á síðustu leiktíð og bjargaði sér naumlega frá falli í Lengjudeildina. Félagið hefur hins vegar verið á meðal þeirra stærstu undanfarin ár og segir Kjartan að stefnt sé að viðsnúningi. „Ég veit að hér er alltaf stefnt hátt. Síðasta tímabil er búið og eins og ég sagði áðan þá endurspeglar leikmannahópurinn alls ekki það gengi, en stundum er þetta svona. Blessunarlega héldu þeir sér uppi og svo er bara að keyra á þetta, bretta upp ermar og láta verkin tala,“ Ekkert ákeðið með fagn í Vesturbæ Mörgum KR-ingnum sárnaði við að sjá Kjartan Henry í treyju FH þegar hann var kynntur til leiks hjá félaginu í gær. Kjartan segir hins vegar ríg milli félaganna síðustu ár ekki hafa hvarflað að sér þegar hann ákvað að slá til í Hafnarfirði. „Nei, bara alls ekki. Mér hefur alltaf liðið vel hérna í Krikanum og iðulega skorað mörk. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast núna,“ Aðspurður hvort hann muni fagna ef hann skorar á Meistaravöllum á komandi sumri segir Kjartan: „Ég er ekki kominn þangað. Við skulum tala um það þegar við komum að þeirri brú.“
Besta deild karla FH KR Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira