Williams vann leikinn á endanum 6-2 og mætir heimsmeistaranum Ronnie O’Sullivan í næst umferð.
Williams ætti að vera klár í flest í þeim leik eftir glímu sína við geitung í miðjum leiknum á móti Gilbert.
Williams ætlaði bara að slá geitunginn í burtu og halda áfram leik en þessi geitingur hafði einstaklega mikinn áhugi á snókerkappanum.
Mótið fer fram í Alexandra Palace eða sömu höll og hýsti heimsmeistaramótið í pílukasti. Þar var geitungur líka að angra keppendur og líklegast er um sama að ræða eða minnsta kosti einhvern ættingja hans.
Það er því greinilega mikill íþróttaáhugi í þeirri geitingafjölskyldu.
Hér fyrir neðan má sjá fyndið myndband af þessari heimsókn geitungsins.