Ríkið vinnur meirihluta einkamála á sviði skatta fyrir dómstólum
![Deloitte hefur byggt upp gagnagrunn frá árinu 2005 sem heldur utan um skattamál sem rata fyrir Hæstarétt.](https://www.visir.is/i/7C38B27ED4963D158C1B1B927A7F932B47BF83B554310DBAF8B7167B8B75A537_713x0.jpg)
Ríkið ber sigur í um 65 prósent þeirra einkamála sem skattaðilar sækja fyrir dómstólum, þrátt fyrir að í öllum tilfellum hafi fyrirtækin sjálf sótt málið. Þetta kemur fram í gagnagrunni Deloitte um einkamál fyrirtækja gagnvart skattayfirvöldum sem spannar aftur til ársins 2005.