Viðræður standa stöðugt yfir við sum af stærstu sjóðastýringarfyrirtækjum heims um möguleg kaup á ráðandi hlut í Controlant en íslenska hátæknifyrirtækið hefur engu að síður gefið út að það hyggist sækja sér aukið fé á komandi vikum til að brúa fjárþörf þess til skamms tíma. Í hópi stærri hluthafa Controlant gætir nokkurra efasemda um það verði gert með hlutafjárútboði en félagið, sem er í dag metið á nærri 100 milljarða, segist ekki vera búið að ákveða hvort það verði niðurstaðan eða sótt fjármagn með annars konar hætti.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/624203C5941F8A94BB8C0E9D4DE2A4A9D04042927893CFAF15384C736633670E_308x200.jpg)
Sjóður Frumtaks hagnast um 6 milljarða eftir miklar hækkanir á gengi Controlant
Vísissjóðurinn Frumtak 2, sem er rekinn af Frumtak Ventures og er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, skilaði um 6.050 milljónum króna í hagnað á árinu 2021 borið saman við rúmlega einn milljarð króna árið áður. Hagnaður sjóðsins kemur einkum til vegna stórs eignarhlutar í hátæknifyrirtækinu Controlant sem hefur margfaldast í virði og var metinn á tæplega átta milljarða í lok síðasta árs.
![](https://www.visir.is/i/529F91AD877CDE7C07D572B3533098F17624742DE18C10DC069631C1E21D70BB_308x200.jpg)
Stefna að því að verða næsta Marel
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Controlant hyggst afla sér aukins hlutafjár til þess að standa undir frekari vexti á alþjóðlegum mörkuðum. Fyrirtækið á í viðræðum við alþjóðleg stórfyrirtæki. Ef fram fer sem horfir mun veltan verða milljarður 2018.