Töluvert meira álag sett á borgarbréfin en sambærileg bréf

Ávöxtunarkrafan sem var gerð til skuldabréfa Reykjavíkurborgar í síðasta útboði er nokkuð hærri en krafan á samanburðarhæf bréf. Að sögn viðmælenda Innherja kann versnandi grunnrekstur borgarinnar og efasemdir um að útgáfuáætlun fyrir þetta ár haldi að skýra hækkun ávöxtunarkröfunnar umfram það sem gengur og gerist.