Öll vélin í hláturskasti þegar „Magnús Hlynur“ fór með öryggisávarp Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2023 15:48 Andri er hér fremst á myndinni ásamt samstarfsfélögum sínum hjá Play. Aðsend Yfirflugliði hjá flugfélaginu Play reynir að létta upp á stemninguna í flugferðum með því að fara með öryggisávarpið með eftirhermum af frægu fólki. Allir farþegar vélar á leið frá Tenerife til Keflavíkur voru í hláturskasti þegar hann hermdi eftir Magnúsi Hlyn fréttamanni er hann fór með ávarpið. Öryggisávarpið sem farið er með í byrjun flugferða er eitthvað sem flestir þykjast kunna utanbókar og forðast að fylgjast með. Oft hefur fólk skellt í sig heyrnartólum og kveikt á bíómynd, tilbúið að komast í frí eða heim úr fríi. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, virðist þó hafa fundið út úr því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Hann fer með eftirhermur. Andri er yfirflugliði hjá Play. Í flugferð Play frá Tenerife til Keflavíkur höfðu einhverjir farþegar verið búnir að loka augunum og kveikja á bíómynd þegar þeir heyrðu hlátrasköll frá öðrum farþegum vélarinnar. Einn farþegi lýsti því fyrir fréttastofu þegar hann tók heyrnartólin úr eyrunum og heyrði sænsku. Lars og Magnús Hlynur mættir Þá hafði Andri leikið sænska knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck þegar hann fór með ávarpið á ensku. Vélin hló með og að lokum sagðist Andri ætla að bjóða farþegum upp á einhverja góða eftirhermu þegar ávarpið væri flutt á íslensku. Því næst tilkynnti Andri að hann myndi leika fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson. Klippa: Fer með öryggisávarp sem Magnús Hlynur Myndband af ávarpinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farþegar vélarinnar hlógu og hlógu á meðan Andri sagði að það að festa sætisbeltið færi ekki ósvipað því að strengja gjörð utan um fimm metra hest frá Miðhúsum. Eftirhermur til Tenerife en ekki til Berlínar Í samtali við fréttastofu segist Andri ekki gera þetta í hverri einustu flugferð heldur verði að vera rétta „crowd-ið“. Farþegar á leið til og frá Tenerife séu til dæmis mjög léttir og skemmtilegir. „Ég er ekki að vinna mikið með þetta í Berlínar morgunflugi sko. Með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum,“ segir Andri. Fólk tekur ávallt vel í eftirhermur hans en hann hefur einungis látið reyna á Lars og Magnús Hlyn, fyrir utan eitt skipti þegar hann tók David Attenborough eftirhermu og spilaði frumskógarhljóð í kallkerfinu. Hann segist þó eiga eftir að vinna aðeins í þeirri eftirhermu. „Þetta er í raun gert til að setja svo lítið tóninn fyrir flugið. Góður hlátur léttir alltaf stemninguna. Fyrir vikið verður flugið yfirleitt alltaf mikið skemmtilegra,“ segir Andri. Eru fleiri eftirhermur í vinnslu? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Fólk verður að fljúga með Play og sjá hvað kemur.“ Kanaríeyjar Play Keflavíkurflugvöllur Grín og gaman Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Fleiri fréttir Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Sjá meira
Öryggisávarpið sem farið er með í byrjun flugferða er eitthvað sem flestir þykjast kunna utanbókar og forðast að fylgjast með. Oft hefur fólk skellt í sig heyrnartólum og kveikt á bíómynd, tilbúið að komast í frí eða heim úr fríi. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, virðist þó hafa fundið út úr því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Hann fer með eftirhermur. Andri er yfirflugliði hjá Play. Í flugferð Play frá Tenerife til Keflavíkur höfðu einhverjir farþegar verið búnir að loka augunum og kveikja á bíómynd þegar þeir heyrðu hlátrasköll frá öðrum farþegum vélarinnar. Einn farþegi lýsti því fyrir fréttastofu þegar hann tók heyrnartólin úr eyrunum og heyrði sænsku. Lars og Magnús Hlynur mættir Þá hafði Andri leikið sænska knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck þegar hann fór með ávarpið á ensku. Vélin hló með og að lokum sagðist Andri ætla að bjóða farþegum upp á einhverja góða eftirhermu þegar ávarpið væri flutt á íslensku. Því næst tilkynnti Andri að hann myndi leika fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson. Klippa: Fer með öryggisávarp sem Magnús Hlynur Myndband af ávarpinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farþegar vélarinnar hlógu og hlógu á meðan Andri sagði að það að festa sætisbeltið færi ekki ósvipað því að strengja gjörð utan um fimm metra hest frá Miðhúsum. Eftirhermur til Tenerife en ekki til Berlínar Í samtali við fréttastofu segist Andri ekki gera þetta í hverri einustu flugferð heldur verði að vera rétta „crowd-ið“. Farþegar á leið til og frá Tenerife séu til dæmis mjög léttir og skemmtilegir. „Ég er ekki að vinna mikið með þetta í Berlínar morgunflugi sko. Með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum,“ segir Andri. Fólk tekur ávallt vel í eftirhermur hans en hann hefur einungis látið reyna á Lars og Magnús Hlyn, fyrir utan eitt skipti þegar hann tók David Attenborough eftirhermu og spilaði frumskógarhljóð í kallkerfinu. Hann segist þó eiga eftir að vinna aðeins í þeirri eftirhermu. „Þetta er í raun gert til að setja svo lítið tóninn fyrir flugið. Góður hlátur léttir alltaf stemninguna. Fyrir vikið verður flugið yfirleitt alltaf mikið skemmtilegra,“ segir Andri. Eru fleiri eftirhermur í vinnslu? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Fólk verður að fljúga með Play og sjá hvað kemur.“
Kanaríeyjar Play Keflavíkurflugvöllur Grín og gaman Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Fleiri fréttir Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Sjá meira