Stöð 2 Sport
Klukkan 13.50 er leikur Stjörnunnar og Vals í Olís deild kvenna í handbolta á dagskrá. Gestirnir frá Hlíðarenda eru í efsta sæti með 19 stig að loknum 11 umferðum á meðan Stjarnan er í 3. sæti með 16 stig.
Klukkan 21.30 hefst úrslitakeppnin í NFL deildinni þegar San Francisco 49ers og Seattle Seahawks mætast. Klukkan 01.15 er komið að Jacksonville Jaguars og Los Angeles Chargers.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 13.50 er leikur Cremonese og Monza í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dagskrá. Að honum loknum fá Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce Ítalíumeistara AC Milan í heimsókn.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 19.35 er leikur Inter og Hellas Verona í Serie A á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 18.00 er komið að leik Miami Heat og Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta. Heat eru í 8. sæti Austurdeildar eftir að hafa unnið sjö af síðustu 10 leikjum sínum. Á sama tíma er Bucks í 3. sæti en liðið hefur aðeins unnið fimm af síðustu 10 leikjum sínum.