Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Lyon í Frakklandi 14. janúar 2021. Hann missti báða handleggina í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan. Guðmundur Felix hefur rætt málið opinskátt með æðruleysið að leiðarljósi. Hann hefur verið duglegur að sýna frá ferlinu öllu og leyft fólki að fylgjast með á Facebook-síðu sinni.
Guðmundur Felix var kosinn maður ársins hjá hlustendum Reykjavík síðdegis og lesendum Vísis árið 2021. Hann var þá sagður hafa, með óbilandi trú og kjarki, verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni.
Hér að neðan er innslag frönsku sjónvarpsstöðvarinnar France 3 Auvergne-Rhone-Alpes. Óhætt er að slá því föstu að árangur Guðmundar Felix sé magnaður.