Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­keppni NFL, ítalski fót­boltinn og Olís-deild kvenna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Josh Allen og félagar í Buffalo Bills mæta Miami Dolphins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:00.
Josh Allen og félagar í Buffalo Bills mæta Miami Dolphins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:00. Vísir/Getty

Það verður annríki á íþróttastöðvum Stöð 2 Sport í dag þar sem alls tólf beinar útsendingar verða frá hinum ýmsu íþróttaviðburðum.

Stöð 2 Sport

Leikur Fram og Selfoss í Olís-deild kvenna í handknattleik verður í beinni útsendingu frá Úlfarsárdal klukkan 19:20 í kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Leikur Sassuolo og Lazio verður í beinni útsendingu frá klukkan 11:20. Lazio fær þar tækifæri til að halda í við toppliðin í Serie A. Klukkan 13:50 hefst svo útsending frá leik Udinese og Bologna í sömu deild.

Klukkan 18:00 hefst leikur Buffalo Bills og Miami Dolphins í NFL-deildinni en Wildcard helgin er í fullum gangi. Leikur Minnesota Vikings og New York Giants hefst síðan klukkan 21:30 og klukkan 1:15 verður leikur Cincinnatti Bengals og Baltimore Ravens í beinni.

Stöð 2 Sport 3

Spænski körfuboltinn verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 3 núna fyrir hádegið en klukkan 11:20 hefst útsending frá leik Granada og Real Madrid í ACB-deildinni. 

Klukkan 16:50 verður síðan leikur Atalant og Salernitana sýndur beint í Serie A á Ítalíu og loks leikur Roma og Fiorentina klukkan 19:35. 

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 15:50 verður sýnt frá leik Baskonia - Joventut Badalona í ACB-deildinni á Spáni. Klukkan 20:30 færum við okkur síðan yfir til Bandaríkjanna en þá verður sýnt beint frá leik Chicago Bulls og Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Stöð 2 Esport

Sandkassinn verður í beinni útsendingu klukkan 21:00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×