Þurfum að hafa „augun opin“ fyrir áhættu við uppgang skuggabankakerfis

Umfangsmiklar breytingar á skipuriti og fækkun sviða sem sinna fjármálaeftirliti, meðal annars í þeim tilgangi að fá betri yfirsýn með áhættuþáttum í starfsemi þeirra sem sinna útlánum, eru viðbragð við ákalli tímans um meiri sérhæfingu og mun gefa eftirlitinu meiri slagkraft, að sögn seðlabankastjóra. Þótt því fylgi kostir að fjármálaleg milliganga sé að færast til ýmissa sjóða, stundum nefnt skuggabankakerfi, þá er mikilvægt að hafa „augun opin“ fyrir þeirri áhættu sem þær breytingar skapa.
Tengdar fréttir

Mikill vöxtur í fyrirtækjalánum utan hins hefðbundna bankakerfis
Stöðugur vöxtur er í lánum fagfjárfestasjóða til fyrirtækja á sama tíma og bankakerfið hefur einnig tekið við sér í að stórauka á ný lán til atvinnulífsins. Frá því í ársbyrjun 2021 hafa heildarútlán slíkra sjóða, sem eru einkum fjármagnaðir af lífeyrissjóðum, til atvinnufyrirtækja aukist um 60 prósent og námu þau 155 milljörðum í lok apríl.