Lífið

Undra­ver­öld Breiða­merkur­jökuls: „Þetta er al­gjör­lega galið“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Garpur í hellinum
Garpur í hellinum Stöð 2

„Ég er búinn að vera að fylgjast með ótrúlega fallegum hellum,“ segir Garpur Elísabetarson. Eftir að sjá myndir og myndbönd á netinu fór hann í leiðangur að skoða íshella og svelga í Breiðamerkurjökli. 

Flestir Íslendingar þekkja jökulsárlónið en ekki margir hafa kynnt sér jökulinn sem skapar það. 

„Hann hefur að geyma íshellaundur,“ útskýrir Garpur. „Þeir allra fallegustu eru í þessum jökli en að komast þangað er ekki á færi hvers sem er.“

Væru til í að fá fleiri Íslendinga

Ísinn í jöklinum er einstaklega blár og fór Garpur ásamt leiðsögumanni til að kanna hversu djúpt væri hægt að komast inn í jökulinn sjálfan. 

„Ég er orðinn mjög spenntur að fara hérna ofan í,“ sagði Garpur þegar hópurinn nálgaðist fyrsta íshellinn.

„Við fáum einn og einn. Það væri gaman að fá fleiri Íslendinga,“ svaraði leiðsögumaður þegar Garpur spurði út í hlutfall Íslendinga og ferðamanna í hellaferðirnar. 

„Þetta er algjörlega galið,“ voru fyrstu viðbrögð Garps við fegurðinni inni í Breiðamerkurjökli.

„Þetta er algjörlega sturlað. Þetta er rugl.“

Sýnt var frá ævintýrinu í þættinum Ísland í dag og má sjá þetta ævintýralega innslag í spilaranum hér fyrir neðan. Þau fundu meðal annars risastór ísgöng óvænt við Jökulsárlónið sjálft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.