Rafræn fræðsla á vinnustöðum að springa út Akademias 18. janúar 2023 14:51 Akademias býður vinnustöðum áskrift að rafrænu fræðslusafni. Breytt hugarfar á vinnumarkaði gagnvart starfsumhverfi, tímastjórnun, fræðslu og möguleikum á þróun í starfi heldur atvinnurekendum á tánum. Sverrir Hjálmarsson, ráðgjafi hjá Akademias, segir samkeppni um hæfasta fólkið harða. Mæta þurfi þessum kröfum til að dragast ekki aftur úr. „Það hefur orðið hugarfarsbreyting á vinnumarkaðnum, fólk vill ekki lifa til að vinna heldur vinna til að lifa. Það er ekki eftirsóknarvert að sitja eins og vélmenni átta tíma á dag á sínum bás, fólk vill lifandi vinnustað, fjölbreytni og finna til sín í starfi. Sér í lagi gera yngri kynslóðir á vinnumarkaðnum kröfu um að þau hafi sjálf ávinning af því að starfa á vinnustaðnum, fái tækifæri til að auka hæfni sína hæfni sína, bætt við þekkingu og þannig þróast til ábyrgðarmeiri starfa. Atvinnurekendur er í stöðugri samkeppni um hæfasta starfsfólkið og öflugt fræðslustarf gerir vinnustað mun samkeppnishæfari.“ Sverrir Hjálmarsson, ráðgjafi hjá Akademias Yfir hundrað námskeið í safni Akademias býður vinnustöðum áskrift að rafrænu fræðslusafni. Safnið inniheldur yfir hundrað námskeið sem spanna vítt svið, allt frá leiðtogafærni og stjórnun til vinnuverndar, tækniþekkingar og heilsutengdra málefna. Í hverjum mánuði bætast tvö til fjögur námskeið við flóruna og eru námskeiðin sniðin að þeim áskorunum sem atvinnurekendur standa frammi fyrir. „Breytt umhverfi kallar á fjölbreytta nálgun í fræðslumálum fyrirtækja og við mætum þeirri þörf. Staðbundin námskeið sem starfsfólk þarf að sækja heilu og hálfu dagana eru kostnaðarsöm, bæði í fjármunum og tíma. Það er einnig áskorun að halda úti öflugri fræðslu þegar stór hluti starfsfólks er í fjarvinnu eins og er algengt í dag, nema í gegnum rafræna fræðslu. Þar með er þó ekki fullur sigur unninn. Þegar fyrirtæki eru komin með hundrað námskeiða pakka í sex flokkum í rafrænu formi, þarf að vera viss um að námskeiðin fái athygli starfsmanna og skili þeim árangri sem ætlast er til. Akademias tryggir það með Sprettanálgun sinni en hún byggir á hugtakinu um vendinám,“ segir Sverrir. Hvernig virka sprettir? „Sprettir sameina kosti rafrænnar fræðslu og staðbundins náms. Sprettir eru lærdómsferli þar sem nokkrum áföngum er raðað saman til þess að mæta tiltekinni áskorun eða ná fram ákveðnum markmiði. Slík fræðsluröð endar svo á vinnustofu sem fram fer í rauntíma þar sem hópurinn vinnur verkefni er tengjast því námsefni sem rafrænu námskeiðin fjölluðu um. Á þennan hátt hefur hefðbundnu námi verið snúið við (vendinám). Þessi nálgun þýðir líka að vinnustofa í kjölfar fræðsluraðar getur verið mun styttri heldur en hefðbundin vinnustofa þar sem ekki þarf að byrja á því að halda fyrirlestra um viðfangsefni hennar áður en verkefnavinnan getur hafist. Við höfum sett saman fimm spretti sem fylgja með í kaupum á fræðslusafninu auk þess sem við mótum nýja spretti með hverjum og einum viðskiptavini,“ segir Sverrir. Náið samtal við atvinnulífið Námskeið Akademias eru unnin með helstu sérfræðingum á hverju sviði í íslensku atvinnulífi. Hugmyndin er að byggja upp víðtækt fræðslusafn og að Akademias verði „One Stop Shop“ fyrir almenn fræðslumál hjá fyrirtækjum, eins og Sverrir orðar það. „Við erum ekki með sérhæfingu eða námskeið til réttinda, heldur almenna þætti sem skipta máli hvað varðar stjórnun, skipulag og upplýsingatækni svo fátt eitt sé nefnt. Við viljum að fræðslusafnið mæti a.m.k. 90% af fræðsluþörf fyrirtækja og okkur er að takast það. Ánægjan er mikil með vöruna okkar. Við leggjum enda mikið upp úr því að vinna náið með okkar viðskiptavinum. Við stofnum til langtímasambands og samtalið við viðskiptavini okkar stýrir þróuninni á námsefninu. Þá leggjum við mikla áherslu á að Akademias sé raunverulega virðisaukandi fyrir okkar viðskiptavini og því náum við fram með öflugri þjónustu og nánu samstarfi á samningstímanum. Þessi krafa um aukna fræðslu hefur aukist stöðugt og má horfa á þróun kjarasamninga í því sambandi. Landslagið í íslensku atvinnulífi hefur breyst, sérstaklega í kjölfar covid. Það er mikil þörf fyrir þá þjónustu sem Akademias veitir.“ Fjölbreytt flóra viðskiptavina „Við erum stolt af því að geta unnið með öllum,“ segir Sverrir. „Viðskiptavinir Akademias eru af öllum stærðum og gerðum, bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera. Einn af kostum rafrænnar fræðslu er að hún gerir atvinnurekendum kleift að bjóða starfsfólki sínu upp á öfluga og reglubundna fræðslu algjörlega óháð stærð þeirra. Þó við séum að vinna með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins eins og Festi, Icelandair og Íslandsbanka, þá vinnum við líka mikið með litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Verðskrá okkar endurspeglar markmið okkar um að gera öllum atvinnurekendum kleift að bjóða upp á öfluga fræðslu. Þá erum við líka viðskiptavinum okkar innan handar með að sækja styrki til fræðslusjóða stéttarfélaganna vegna kaupa á fræðslusafninu. Almennt eru fyrirtæki og stofnanir að fá í kringum 90% af kostnaði endurgreiddan." Skóla - og menntamál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Það hefur orðið hugarfarsbreyting á vinnumarkaðnum, fólk vill ekki lifa til að vinna heldur vinna til að lifa. Það er ekki eftirsóknarvert að sitja eins og vélmenni átta tíma á dag á sínum bás, fólk vill lifandi vinnustað, fjölbreytni og finna til sín í starfi. Sér í lagi gera yngri kynslóðir á vinnumarkaðnum kröfu um að þau hafi sjálf ávinning af því að starfa á vinnustaðnum, fái tækifæri til að auka hæfni sína hæfni sína, bætt við þekkingu og þannig þróast til ábyrgðarmeiri starfa. Atvinnurekendur er í stöðugri samkeppni um hæfasta starfsfólkið og öflugt fræðslustarf gerir vinnustað mun samkeppnishæfari.“ Sverrir Hjálmarsson, ráðgjafi hjá Akademias Yfir hundrað námskeið í safni Akademias býður vinnustöðum áskrift að rafrænu fræðslusafni. Safnið inniheldur yfir hundrað námskeið sem spanna vítt svið, allt frá leiðtogafærni og stjórnun til vinnuverndar, tækniþekkingar og heilsutengdra málefna. Í hverjum mánuði bætast tvö til fjögur námskeið við flóruna og eru námskeiðin sniðin að þeim áskorunum sem atvinnurekendur standa frammi fyrir. „Breytt umhverfi kallar á fjölbreytta nálgun í fræðslumálum fyrirtækja og við mætum þeirri þörf. Staðbundin námskeið sem starfsfólk þarf að sækja heilu og hálfu dagana eru kostnaðarsöm, bæði í fjármunum og tíma. Það er einnig áskorun að halda úti öflugri fræðslu þegar stór hluti starfsfólks er í fjarvinnu eins og er algengt í dag, nema í gegnum rafræna fræðslu. Þar með er þó ekki fullur sigur unninn. Þegar fyrirtæki eru komin með hundrað námskeiða pakka í sex flokkum í rafrænu formi, þarf að vera viss um að námskeiðin fái athygli starfsmanna og skili þeim árangri sem ætlast er til. Akademias tryggir það með Sprettanálgun sinni en hún byggir á hugtakinu um vendinám,“ segir Sverrir. Hvernig virka sprettir? „Sprettir sameina kosti rafrænnar fræðslu og staðbundins náms. Sprettir eru lærdómsferli þar sem nokkrum áföngum er raðað saman til þess að mæta tiltekinni áskorun eða ná fram ákveðnum markmiði. Slík fræðsluröð endar svo á vinnustofu sem fram fer í rauntíma þar sem hópurinn vinnur verkefni er tengjast því námsefni sem rafrænu námskeiðin fjölluðu um. Á þennan hátt hefur hefðbundnu námi verið snúið við (vendinám). Þessi nálgun þýðir líka að vinnustofa í kjölfar fræðsluraðar getur verið mun styttri heldur en hefðbundin vinnustofa þar sem ekki þarf að byrja á því að halda fyrirlestra um viðfangsefni hennar áður en verkefnavinnan getur hafist. Við höfum sett saman fimm spretti sem fylgja með í kaupum á fræðslusafninu auk þess sem við mótum nýja spretti með hverjum og einum viðskiptavini,“ segir Sverrir. Náið samtal við atvinnulífið Námskeið Akademias eru unnin með helstu sérfræðingum á hverju sviði í íslensku atvinnulífi. Hugmyndin er að byggja upp víðtækt fræðslusafn og að Akademias verði „One Stop Shop“ fyrir almenn fræðslumál hjá fyrirtækjum, eins og Sverrir orðar það. „Við erum ekki með sérhæfingu eða námskeið til réttinda, heldur almenna þætti sem skipta máli hvað varðar stjórnun, skipulag og upplýsingatækni svo fátt eitt sé nefnt. Við viljum að fræðslusafnið mæti a.m.k. 90% af fræðsluþörf fyrirtækja og okkur er að takast það. Ánægjan er mikil með vöruna okkar. Við leggjum enda mikið upp úr því að vinna náið með okkar viðskiptavinum. Við stofnum til langtímasambands og samtalið við viðskiptavini okkar stýrir þróuninni á námsefninu. Þá leggjum við mikla áherslu á að Akademias sé raunverulega virðisaukandi fyrir okkar viðskiptavini og því náum við fram með öflugri þjónustu og nánu samstarfi á samningstímanum. Þessi krafa um aukna fræðslu hefur aukist stöðugt og má horfa á þróun kjarasamninga í því sambandi. Landslagið í íslensku atvinnulífi hefur breyst, sérstaklega í kjölfar covid. Það er mikil þörf fyrir þá þjónustu sem Akademias veitir.“ Fjölbreytt flóra viðskiptavina „Við erum stolt af því að geta unnið með öllum,“ segir Sverrir. „Viðskiptavinir Akademias eru af öllum stærðum og gerðum, bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera. Einn af kostum rafrænnar fræðslu er að hún gerir atvinnurekendum kleift að bjóða starfsfólki sínu upp á öfluga og reglubundna fræðslu algjörlega óháð stærð þeirra. Þó við séum að vinna með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins eins og Festi, Icelandair og Íslandsbanka, þá vinnum við líka mikið með litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Verðskrá okkar endurspeglar markmið okkar um að gera öllum atvinnurekendum kleift að bjóða upp á öfluga fræðslu. Þá erum við líka viðskiptavinum okkar innan handar með að sækja styrki til fræðslusjóða stéttarfélaganna vegna kaupa á fræðslusafninu. Almennt eru fyrirtæki og stofnanir að fá í kringum 90% af kostnaði endurgreiddan."
Skóla - og menntamál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira