Lífeyrissjóðirnir keyptu gjaldeyri fyrir meira en tólf milljarða í desember
Íslensku lífeyrissjóðirnir juku verulega við gjaldeyriskaup sín undir árslok 2022 og keyptu að jafnaði erlendan gjaldeyri fyrir um 11,4 milljarða í hverjum mánuði á síðustu fjórum mánuðum ársins. Niðurstaðan var að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna jukust um tæplega 100 prósent frá fyrra ári en gengi krónunnar lækkað talsvert á síðari árshelmingi 2022. Útlit er fyrir enn meiri kaup lífeyrissjóðanna á gjaldeyri á þessu ári.
Tengdar fréttir
Áhætta tengd fjármálastöðugleika hefur vaxið, segir Seðlabankinn
Aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið versnandi fyrir íslensk fjármálafyrirtæki og þá hefur vaxandi innlend eftirspurn leitt til meiri viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefur því vaxið, að sögn Seðlabanka Íslands.
Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum
Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er.
Stöðutaka með krónunni minnkar um fjórðung á örfáum mánuðum
Talsvert hefur dregið úr væntingum útflutningsfyrirtækja og fjárfesta um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Það má sjá þegar litið er til umfangs stöðutöku með krónunni, eða svonefnd gnóttstaða í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri, en hún minnkaði um liðlega fjórðung á fáum mánuðum undir árslok 2022, eftir að hafa áður farið stöðugt vaxandi frá því í ársbyrjun 2021.