Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Við Íslendingar erum ekkert sérstaklega duglegir að finna góð gælunöfn á íþróttafólkið okkar. En það gerist stundum. Og eitt besta dæmið um það er Sigurbergur Sveinsson, eða Svifbergur eins og hann er oft kallaður. Hann bar það nafn með rentu enda hefur leikmaður með annan eins stökkkraft varla sést í deildinni hér heima. Sigurbergur hefði sómað sér vel í NBA-deildinni með „hengitímann“ sinn. Sigurbergur vann níu stóra titla með Haukum.vísir/vilhelm Fjarðarkaupserfinginn hljóp af sér hornin á árunum 2005-07 þegar Haukar unnu engan titil. En hann mætti heldur betur tilbúinn í slaginn þegar Aron Kristjánsson tók við Haukum eftir tímabilið 2006-07 sem var óvenju slakt á Ásvöllum. Sigurbergur var beittasta sóknarvopn Hauka og varð betri og betri með hverjum leiknum. Haukar urðu Íslandsmeistarar 2008, Íslands- og deildarmeistarar 2009 og Íslands-, bikar- og deildarmeistarar 2010, allt með Sigurberg sem sinn besta sóknarmann.. Sigurbergur sneri aftur heim í Hauka 2012. Tímabilið 2012-13 urðu Hafnfirðingar deildarmeistarar en töpuðu í úrslitum fyrir Frömmurum. Haukar urðu aftur deildarmeistarar 2013-14 og komust aftur í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn, gegn ÍBV. Það var magnað einvígi sem lauk með epískum oddaleik. Sigurbergur er búsettur í Vestmannaeyjum.aðsend Flestir muna eflaust eftir frammistöðu Agnars Smára Jónssonar og hvernig hann tryggði Eyjamönnum sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Það skyggði skiljanlega á frammistöðu Sigurbergs sem var samt mergjaður í oddaleiknum (skoraði tólf mörk) og úrslitakeppninni allri. Þar skoraði hann 66 mörk í tíu leikjum og var markahæstur. Eftir tvö ár í atvinnumennsku tók nýr kafli á ferli Sigurbergs við þegar hann kom heim 2016. Þá gekk hann í raðir ÍBV. Enginn titill vannst á fyrsta tímabili hans í Eyjum en tímabilið 2017-18 vann ÍBV þrefalt. Sigurbergur vann því þrennuna í annað sinn og þær eru stærstu vörðurnar á ferli hans ásamt frammistöðunni í úrslitakeppninni 2014. Sigurbergur í bikarúrslitaleik ÍBV og Fram 2018. Hann varð tvisvar sinnum bikarmeistari með Eyjamönnum.vísir/valli Sigurbergur spilaði eitt heilt tímabil í viðbót og átti svo stutta endurkomu 2019-20. Hann spilaði meðal annars í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni og hjálpaði ÍBV að vinna bikarinn. Það var viðeigandi endir á frábærum ferli eins besta leikmanns sem hefur spilað í deildinni hér heima. Sem sóknarmaður átti hann sér fáa líka. Hann nýtti einstaka líkamlega hæfileika til hins ítrasta og ofan á það bættist afburða leikskilningur. Sigurbergur er án vafa ein besta skytta sem leikið hefur í íslensku deildinni. Hafði góða yfirsýn og hreint ótrúlegan stökkkraft sem honum var gefinn í vöggugjöf. Hefði þurft að leggja meiri áherslu á vörnina, sérstaklega í byrjun ferilsins. Hefði það orðið niðurstaðan hefði hann getað komist á blað bestu handboltamanna Íslands. Gaupi Sigurbergur vann allt galleríið og það oftar en einu sinni. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og fimm sinnum deildarmeistari. Hann skoraði 887 mörk í deildinni og 276 mörk í úrslitakeppninni og er markahæsti leikmaður hennar á því tímabili sem hér er undir. Bara, vá! Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Íslenski Charles Barkley nema með titla Jóhann Gunnar Einarsson endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 13. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Heimakletturinn og bakarinn úr Digranesinu Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 9. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport
grafík/hjalti Við Íslendingar erum ekkert sérstaklega duglegir að finna góð gælunöfn á íþróttafólkið okkar. En það gerist stundum. Og eitt besta dæmið um það er Sigurbergur Sveinsson, eða Svifbergur eins og hann er oft kallaður. Hann bar það nafn með rentu enda hefur leikmaður með annan eins stökkkraft varla sést í deildinni hér heima. Sigurbergur hefði sómað sér vel í NBA-deildinni með „hengitímann“ sinn. Sigurbergur vann níu stóra titla með Haukum.vísir/vilhelm Fjarðarkaupserfinginn hljóp af sér hornin á árunum 2005-07 þegar Haukar unnu engan titil. En hann mætti heldur betur tilbúinn í slaginn þegar Aron Kristjánsson tók við Haukum eftir tímabilið 2006-07 sem var óvenju slakt á Ásvöllum. Sigurbergur var beittasta sóknarvopn Hauka og varð betri og betri með hverjum leiknum. Haukar urðu Íslandsmeistarar 2008, Íslands- og deildarmeistarar 2009 og Íslands-, bikar- og deildarmeistarar 2010, allt með Sigurberg sem sinn besta sóknarmann.. Sigurbergur sneri aftur heim í Hauka 2012. Tímabilið 2012-13 urðu Hafnfirðingar deildarmeistarar en töpuðu í úrslitum fyrir Frömmurum. Haukar urðu aftur deildarmeistarar 2013-14 og komust aftur í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn, gegn ÍBV. Það var magnað einvígi sem lauk með epískum oddaleik. Sigurbergur er búsettur í Vestmannaeyjum.aðsend Flestir muna eflaust eftir frammistöðu Agnars Smára Jónssonar og hvernig hann tryggði Eyjamönnum sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Það skyggði skiljanlega á frammistöðu Sigurbergs sem var samt mergjaður í oddaleiknum (skoraði tólf mörk) og úrslitakeppninni allri. Þar skoraði hann 66 mörk í tíu leikjum og var markahæstur. Eftir tvö ár í atvinnumennsku tók nýr kafli á ferli Sigurbergs við þegar hann kom heim 2016. Þá gekk hann í raðir ÍBV. Enginn titill vannst á fyrsta tímabili hans í Eyjum en tímabilið 2017-18 vann ÍBV þrefalt. Sigurbergur vann því þrennuna í annað sinn og þær eru stærstu vörðurnar á ferli hans ásamt frammistöðunni í úrslitakeppninni 2014. Sigurbergur í bikarúrslitaleik ÍBV og Fram 2018. Hann varð tvisvar sinnum bikarmeistari með Eyjamönnum.vísir/valli Sigurbergur spilaði eitt heilt tímabil í viðbót og átti svo stutta endurkomu 2019-20. Hann spilaði meðal annars í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni og hjálpaði ÍBV að vinna bikarinn. Það var viðeigandi endir á frábærum ferli eins besta leikmanns sem hefur spilað í deildinni hér heima. Sem sóknarmaður átti hann sér fáa líka. Hann nýtti einstaka líkamlega hæfileika til hins ítrasta og ofan á það bættist afburða leikskilningur. Sigurbergur er án vafa ein besta skytta sem leikið hefur í íslensku deildinni. Hafði góða yfirsýn og hreint ótrúlegan stökkkraft sem honum var gefinn í vöggugjöf. Hefði þurft að leggja meiri áherslu á vörnina, sérstaklega í byrjun ferilsins. Hefði það orðið niðurstaðan hefði hann getað komist á blað bestu handboltamanna Íslands. Gaupi Sigurbergur vann allt galleríið og það oftar en einu sinni. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og fimm sinnum deildarmeistari. Hann skoraði 887 mörk í deildinni og 276 mörk í úrslitakeppninni og er markahæsti leikmaður hennar á því tímabili sem hér er undir. Bara, vá!
Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Íslenski Charles Barkley nema með titla Jóhann Gunnar Einarsson endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 13. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Heimakletturinn og bakarinn úr Digranesinu Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 9. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01