Goðsögn pönksins vill taka þátt í Eurovision Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. janúar 2023 16:00 Það kemur í ljós þ. 3. febrúar nk. hvort John Lydon og hljómsveit hans, Public Image Ltd. verða fulltrúar Írlands í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Liverpool laugardaginn 13. maí. Jonathan Brady/Getty Images Þjóðirnar 37 sem taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í vor eru smám saman farnar að velja framlag sitt. Írland, sem hefur unnið keppnina 7 sinnum, eða oftar en nokkur önnur þjóð, velur framlag sitt í byrjun næsta mánaðar. Þar hefur einn keppandi algerlega stolið senunni og í raun reitt marga til reiði. Síðasti naglinn í líkkistu pönksins Gamlir pönkarar reyta síðustu hárin úr hausnum á sér og rífa öryggisnælurnar úr kinnunum á sér þessi dægrin yfir því sem þeir kalla síðasta naglann í líkkistu breska pönksins. Ástæðan er einföld. Lifandi goðsögn og ein af fyrstu stjörnum pönksins frá því um miðjan 8. áratuginn hefur gefið frá sér angurværa ballöðu sem hann vill að verði framlag Írlands í Eurovision söngvakeppninni í vor. „Hversdagsleg leiðindi“ Við erum að tala um ekki minni mann, en sjálfan Johnny Rotten, aðalforsprakka Sex Pistols, eða John Lydon, eins og hann heitir í dag. Lydon og hljómsveit hans Public Image Limited, sendi frá sér lagið Hawaii á dögunum. Dómur pönkkynslóðarinnar er vægðarlaus; „hryllingur“, „algjör skítur“, „hversdagsleg leiðindi“ og þaðan af verra. Hlustið og dæmið sjálf. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=UXwB0HqZDXg">watch on YouTube</a> Vill feta í fótspor ABBA og Friðriks Ómars Það er óhætt að segja að eitilharðir pönkarar og aðdáendur Sex Pistols hefðu ekki í sínum svörtustu martröðum getað ímyndað sér að söngvari hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, myndi á sínum efri árum vilja feta í fótspor Abba, Céline Dion, Cliff Richards og Friðriks Ómars. En hvað veldur því að maður sem lengst af hefur boðað stjórnleysi og verið í stríði við kerfið, ákveður að taka þátt í Eurovision? Jú, fyrir því er ákveðin ástæða. Johnny Rotten segist vilja keppa fyrir hönd Írlands til þess að vekja fólk til meðvitundar og umhugsunar um Alzheimer. Lagið sé ástaróður hans til eiginkonu hans Noru Forster, en þau hafa verið gift í 44 ár, síðan 1979. Hún greindist með Alzheimer fyrir 5 árum og síðan þá hefur Lydon gert lítið annað en að sinna konu sinni. Er ekki spáð sigri Það kemur í ljós þann 3. febrúar hvort írska þjóðin velur holdgerving ræflarokksins til þess að freista þess að landa 8. sigri Írlands í Eurovision í Liverpool þann 13 maí í vor, en engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Það er þó ennþá langt í mark fyrir John Lydon og Public Image Ltd., lagið hefur fengið afleita dóma og er spáð lélegu gengi. Eurovision Írland Tengdar fréttir Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Síðasti naglinn í líkkistu pönksins Gamlir pönkarar reyta síðustu hárin úr hausnum á sér og rífa öryggisnælurnar úr kinnunum á sér þessi dægrin yfir því sem þeir kalla síðasta naglann í líkkistu breska pönksins. Ástæðan er einföld. Lifandi goðsögn og ein af fyrstu stjörnum pönksins frá því um miðjan 8. áratuginn hefur gefið frá sér angurværa ballöðu sem hann vill að verði framlag Írlands í Eurovision söngvakeppninni í vor. „Hversdagsleg leiðindi“ Við erum að tala um ekki minni mann, en sjálfan Johnny Rotten, aðalforsprakka Sex Pistols, eða John Lydon, eins og hann heitir í dag. Lydon og hljómsveit hans Public Image Limited, sendi frá sér lagið Hawaii á dögunum. Dómur pönkkynslóðarinnar er vægðarlaus; „hryllingur“, „algjör skítur“, „hversdagsleg leiðindi“ og þaðan af verra. Hlustið og dæmið sjálf. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=UXwB0HqZDXg">watch on YouTube</a> Vill feta í fótspor ABBA og Friðriks Ómars Það er óhætt að segja að eitilharðir pönkarar og aðdáendur Sex Pistols hefðu ekki í sínum svörtustu martröðum getað ímyndað sér að söngvari hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, myndi á sínum efri árum vilja feta í fótspor Abba, Céline Dion, Cliff Richards og Friðriks Ómars. En hvað veldur því að maður sem lengst af hefur boðað stjórnleysi og verið í stríði við kerfið, ákveður að taka þátt í Eurovision? Jú, fyrir því er ákveðin ástæða. Johnny Rotten segist vilja keppa fyrir hönd Írlands til þess að vekja fólk til meðvitundar og umhugsunar um Alzheimer. Lagið sé ástaróður hans til eiginkonu hans Noru Forster, en þau hafa verið gift í 44 ár, síðan 1979. Hún greindist með Alzheimer fyrir 5 árum og síðan þá hefur Lydon gert lítið annað en að sinna konu sinni. Er ekki spáð sigri Það kemur í ljós þann 3. febrúar hvort írska þjóðin velur holdgerving ræflarokksins til þess að freista þess að landa 8. sigri Írlands í Eurovision í Liverpool þann 13 maí í vor, en engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Það er þó ennþá langt í mark fyrir John Lydon og Public Image Ltd., lagið hefur fengið afleita dóma og er spáð lélegu gengi.
Eurovision Írland Tengdar fréttir Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08