Mæðgur spiluðu saman í efstu deild og voru tvær markahæstar í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 10:01 Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu tíu mörk saman á móti Val um helgina. Vísir/Ívar Fannar Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir spiluðu saman með HK í Olís deild kvenna í handbolta í leik á móti Val um helgina. Embla var markahæst i HK-liðinu með sjö mörk en Kristín skoraði þrjú mörk. Embla er nýorðin sautján ára en móðir hennar er enn að spila í efstu deild 44 ára gömul. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við handboltamæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kristín er mikill reynslubolti sem vann allt hér á landi með gullaldarliði Vals en hún hélt að hún hefði spilað sinn síðasta leik á ferlinum í maí 2021. Að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki „Ég setti skóna aldrei á hilluna og þetta var alltaf kannski. Nú ætlaði ég alls ekki að vera með og var alls ekki búin að vera gera neitt eða hlaupa neitt fyrr en í október. Þá fór ég að koma aðeins inn á æfingar hjá þeim,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Hún er núna að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki. „Þetta er alltaf gaman því þetta er það skemmtilegast sem maður gerir og ég er búin að gera þetta í þrjátíu og eitthvað ár. Nú þurftu þær aðeins að tjasla saman í lið og ná í nokkra varamenn á bekknum og þar var ég,“ sagði Kristín. Geggjað að spila í Olís deildinni með mömmu Það hefur vantað leikmenn og þá sérstaklega reynslumikla leikmenn í ungt lið HK. Hvernig er það fyrir hana sautján ára gömlu Emblu að hafa mömmu alltaf með á æfingum? „Mér finnst það geggjað að fá að spila í Olís deildinni með mömmu,“ sagði Embla Steindórsdóttir. „Mér finnst það geggjað en ég verð að passa mig á því að ég fer alltaf að gera allt fyrir hana til að láta hana líta út sem best. Við eigum rosalega vel saman á vellinum og ég verð alltaf pirruðu ef ég fer inn á völlinn á sama tíma og hún er tekin út af. Við pössum best saman,“ sagði Kristín. „Já við náum mjög vel saman. Maður treystir henni vel og ég kem alltaf öðruvísi á boltann því ég veit hvað hún getur gert. Ég treysti henni,“ sagði Embla og er sambandið líka svona gott heima. „Já svona oftast,“ sagði Embla hlæjandi. Fékk tár í augun Þær náðu að spila saman vorið 2021 þegar Embla var fimmtán ára. Þær bjuggust ekki við að vera spila enn saman tæpum tveimur árum síðar. „Ég er ekki viss um að þú finnir þetta einhvers staðar,“ sagði Kristín sem minnist þessa leiks vorið 2021. Embla var þá ekkert mikið með meistaraflokki enda bara fimmtán ára. Hún fékk að koma inn í lokaleikinn. „Ég átti bara erfitt með mig, fékk tár í augun og allt þetta,“ sagði Kristín og það er ekki allar sem geta haft fyrirmynd inn á vellinum sem er líka mamma þeirra. „Það er ekki sjálfgefið,“ viðurkennir Embla en það má sjá viðtalið við mæðgurnar hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Embla var markahæst i HK-liðinu með sjö mörk en Kristín skoraði þrjú mörk. Embla er nýorðin sautján ára en móðir hennar er enn að spila í efstu deild 44 ára gömul. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við handboltamæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kristín er mikill reynslubolti sem vann allt hér á landi með gullaldarliði Vals en hún hélt að hún hefði spilað sinn síðasta leik á ferlinum í maí 2021. Að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki „Ég setti skóna aldrei á hilluna og þetta var alltaf kannski. Nú ætlaði ég alls ekki að vera með og var alls ekki búin að vera gera neitt eða hlaupa neitt fyrr en í október. Þá fór ég að koma aðeins inn á æfingar hjá þeim,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Hún er núna að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki. „Þetta er alltaf gaman því þetta er það skemmtilegast sem maður gerir og ég er búin að gera þetta í þrjátíu og eitthvað ár. Nú þurftu þær aðeins að tjasla saman í lið og ná í nokkra varamenn á bekknum og þar var ég,“ sagði Kristín. Geggjað að spila í Olís deildinni með mömmu Það hefur vantað leikmenn og þá sérstaklega reynslumikla leikmenn í ungt lið HK. Hvernig er það fyrir hana sautján ára gömlu Emblu að hafa mömmu alltaf með á æfingum? „Mér finnst það geggjað að fá að spila í Olís deildinni með mömmu,“ sagði Embla Steindórsdóttir. „Mér finnst það geggjað en ég verð að passa mig á því að ég fer alltaf að gera allt fyrir hana til að láta hana líta út sem best. Við eigum rosalega vel saman á vellinum og ég verð alltaf pirruðu ef ég fer inn á völlinn á sama tíma og hún er tekin út af. Við pössum best saman,“ sagði Kristín. „Já við náum mjög vel saman. Maður treystir henni vel og ég kem alltaf öðruvísi á boltann því ég veit hvað hún getur gert. Ég treysti henni,“ sagði Embla og er sambandið líka svona gott heima. „Já svona oftast,“ sagði Embla hlæjandi. Fékk tár í augun Þær náðu að spila saman vorið 2021 þegar Embla var fimmtán ára. Þær bjuggust ekki við að vera spila enn saman tæpum tveimur árum síðar. „Ég er ekki viss um að þú finnir þetta einhvers staðar,“ sagði Kristín sem minnist þessa leiks vorið 2021. Embla var þá ekkert mikið með meistaraflokki enda bara fimmtán ára. Hún fékk að koma inn í lokaleikinn. „Ég átti bara erfitt með mig, fékk tár í augun og allt þetta,“ sagði Kristín og það er ekki allar sem geta haft fyrirmynd inn á vellinum sem er líka mamma þeirra. „Það er ekki sjálfgefið,“ viðurkennir Embla en það má sjá viðtalið við mæðgurnar hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða