Lífið

Drengur Ástu kominn með nafn: „Við höldum í hefðirnar á þessu heimili“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ásta S. Fjeldsted með soninn Sigurjón.
Ásta S. Fjeldsted með soninn Sigurjón. Skjáskot/Instagram

Ásta S. Fjeldsted og Bolli Thoroddsen létu skíra nýjasta fjölskyldumeðliminn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Sigurjón Thoroddsen.

Nafnið er í höfuðið á föður Ástu, Sigurjóni Ágústi Fjeldsted fyrrverandi skólastjóra sem lést árið 2020. Drengurinn er þriðja barn Ástu og Bolla. Ásta var ráðinn forstjóri Festi í september á síðasta ári. 

Sigurjón var skírður á heimili fjölskyldunnar á Háteigsvegi. 

„Yndisleg stund með okkar allra nánasta fólki. „Litli Búddi“ virðist alsæll með nafnið - það hefði pabbi a.m.k. verið,“ skrifar Ásta um nafnavalið. 


Tengdar fréttir

Ásta ráðin for­stjóri Festi

Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn.

Þetta eru mest sjarmerandi Íslendingarnir

Hvort sem það er fallegt bros, einlægni, sjálfsöryggi eða blik í auga þá er víst engin uppskrift af sjarma. Einnig er það misjafnt hvað fólki finnst vera sjarmerandi þó svo að oft séu það vissar manneskjur sem hafa eitthvað sérstakt við sig sem virðist heilla og ná til flestra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.