„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosalega sjarmerandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2023 07:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar áður en hann tók við uppeldisfélaginu Haukum á yfirstandandi leiktíð. Seinni bylgjan „Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð. Ásgeir Örn ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um frammistöðu Íslands á mótinu. „Við eigum að vera með töluvert betra lið en spilamennskan var í þessu móti. Við byrjuðum vel, frábær sigur á móti Portúgal. Svo hrinur þetta á 20 mínútna kafla og það er að mínu mati einhverjir andlegir þættir sem eru mikilvægir þar.“ Liðið í heild sinni átti góða kafla en þeir voru ekki nægilega margir. „Mér fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi, spilamennskan ekkert frábær. Mér finnst gaman að horfa á þá, þetta eru frábærir strákar og geggjaðir í handbolta en það var eitthvað. Held það hafi líka mikið með format-ið á mótinu að gera. Þetta er alveg vonlaust format, fáum rosa leik á móti Svíum en hinir leikirnir eru hálfgert drasl. Það er erfitt að rýna í þetta og segja til um hvort þeir hafi spilað vel eða illa.“ Klippa: Fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi Niðurstaðan mikil vonbrigði en þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hlýtur að bera ábyrgð á stöðu og gengi liðsins. „Hann er maðurinn í brúnni og klárlega er ábyrgðin hans. Hann hlýtur að virkilega fara í naflaskoðun og athuga hvað hann gat gert betur, hvað hann á að gera og hvernig hann getur fengið meira út úr liðinu. Hann gerir það pottþétt, hann er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti.“ Er hann rétti maðurinn til að leiða liðið inn í næsta Evrópumót? „Ég held það sé hollt fyrir alla að spyrja sig að því hvort hann sé rétti maðurinn og hann að spyrja sjálfan sig. Mín skoðun er held ég sú að hann eigi að halda áfram með þá, hann gerir nýjan samning í maí á síðasta ári. Það er enn örlítill séns á Ólympíuleikunum, það var stóra markmiðið held ég. Þá held ég sé bara fínt að miða við það og leyfa honum að spila það út ef það er þannig.“ Eru menn vissir um að leikmennirnir hafi trú á þjálfaranum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekki talað um það við þá. Þeir verða að svara fyrir það. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Ásgeir Örn ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um frammistöðu Íslands á mótinu. „Við eigum að vera með töluvert betra lið en spilamennskan var í þessu móti. Við byrjuðum vel, frábær sigur á móti Portúgal. Svo hrinur þetta á 20 mínútna kafla og það er að mínu mati einhverjir andlegir þættir sem eru mikilvægir þar.“ Liðið í heild sinni átti góða kafla en þeir voru ekki nægilega margir. „Mér fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi, spilamennskan ekkert frábær. Mér finnst gaman að horfa á þá, þetta eru frábærir strákar og geggjaðir í handbolta en það var eitthvað. Held það hafi líka mikið með format-ið á mótinu að gera. Þetta er alveg vonlaust format, fáum rosa leik á móti Svíum en hinir leikirnir eru hálfgert drasl. Það er erfitt að rýna í þetta og segja til um hvort þeir hafi spilað vel eða illa.“ Klippa: Fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi Niðurstaðan mikil vonbrigði en þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hlýtur að bera ábyrgð á stöðu og gengi liðsins. „Hann er maðurinn í brúnni og klárlega er ábyrgðin hans. Hann hlýtur að virkilega fara í naflaskoðun og athuga hvað hann gat gert betur, hvað hann á að gera og hvernig hann getur fengið meira út úr liðinu. Hann gerir það pottþétt, hann er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti.“ Er hann rétti maðurinn til að leiða liðið inn í næsta Evrópumót? „Ég held það sé hollt fyrir alla að spyrja sig að því hvort hann sé rétti maðurinn og hann að spyrja sjálfan sig. Mín skoðun er held ég sú að hann eigi að halda áfram með þá, hann gerir nýjan samning í maí á síðasta ári. Það er enn örlítill séns á Ólympíuleikunum, það var stóra markmiðið held ég. Þá held ég sé bara fínt að miða við það og leyfa honum að spila það út ef það er þannig.“ Eru menn vissir um að leikmennirnir hafi trú á þjálfaranum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekki talað um það við þá. Þeir verða að svara fyrir það.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27