Nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2023 19:43 Gísli Matthías Auðunsson er eigandi Slippsins og Næs. ívar fannar arnarsson Veitingamaður í Eyjum segir nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður. Koma þurfi á samtali milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja með það að markmiði að endurskoða allt rekstrarumhverfi veitingastaða Hækkandi vöruverð hefur varla farið framhjá neinum. Veitingamaður í Vestmannaeyjum segir vöruinnkaup aldrei hafa verið dýrari á sama tíma og launakostnaður fari hækkandi. „Þegar bæði launakostnaður, aðföng og fleiri gjöld hækka mikið þá er þetta bara nánast ómögulegt,“ segir Gísli Matthías Auðunsson, eigandi Slippsins og Næs. Hann segir nauðsynlegt að rekstrarumhverfi veitingastaða verði endurskoðað. Nefnir hann sem dæmi að áfengisgjald sé hvergi eins hátt og á Íslandi. Ósanngjarnt gagnvart minni fyrirtækjum „Ég er alls ekki á móti launahækkunum hjá verkafólki, þvert á móti, en hvernig það er sett upp er mjög ósanngjarnt gagnvart minni og meðalstórum fyrirtækjum.“ Hann kallar eftir samtali á milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Í hruninu var sett á tryggingagjald sem er mjög hátt fyrir hvern einasta starfsmann sem átti alltaf að taka eftir hrun en var aldrei gert. Síðan byrjar kvöldvinnukaup klukkan fimm á daginn á Íslandi. Allar kjaraviðræður, það eru aðallega stóru fyrirtækin sem hafa áhrif á þær þannig rödd lítilla fyrirtækja hefur týnst. Það er samt lang stærsti hluti íslenskra fyrirtækja.“ Getur ekki hækkað verð úr öllu valdi Aðspurður hvort eina vitið sé ekki að hækka verð segir hann ómögulegt að hækka það um of. „Ef ég myndi hækka nákvæmlega eins og ég þarf þá myndi ég ekki sjá neina kúnna þannig þetta er rosalega erfið staða.“ Margir hugsi um að leggja árar í bát. „Já og meira að segja margir búnir að gefast upp. Rosalega margir sem hrista hausinn og skilja í rauninni ekki hvernig þetta á að fúnkera.“ Veitingastaðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Hækkandi vöruverð hefur varla farið framhjá neinum. Veitingamaður í Vestmannaeyjum segir vöruinnkaup aldrei hafa verið dýrari á sama tíma og launakostnaður fari hækkandi. „Þegar bæði launakostnaður, aðföng og fleiri gjöld hækka mikið þá er þetta bara nánast ómögulegt,“ segir Gísli Matthías Auðunsson, eigandi Slippsins og Næs. Hann segir nauðsynlegt að rekstrarumhverfi veitingastaða verði endurskoðað. Nefnir hann sem dæmi að áfengisgjald sé hvergi eins hátt og á Íslandi. Ósanngjarnt gagnvart minni fyrirtækjum „Ég er alls ekki á móti launahækkunum hjá verkafólki, þvert á móti, en hvernig það er sett upp er mjög ósanngjarnt gagnvart minni og meðalstórum fyrirtækjum.“ Hann kallar eftir samtali á milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Í hruninu var sett á tryggingagjald sem er mjög hátt fyrir hvern einasta starfsmann sem átti alltaf að taka eftir hrun en var aldrei gert. Síðan byrjar kvöldvinnukaup klukkan fimm á daginn á Íslandi. Allar kjaraviðræður, það eru aðallega stóru fyrirtækin sem hafa áhrif á þær þannig rödd lítilla fyrirtækja hefur týnst. Það er samt lang stærsti hluti íslenskra fyrirtækja.“ Getur ekki hækkað verð úr öllu valdi Aðspurður hvort eina vitið sé ekki að hækka verð segir hann ómögulegt að hækka það um of. „Ef ég myndi hækka nákvæmlega eins og ég þarf þá myndi ég ekki sjá neina kúnna þannig þetta er rosalega erfið staða.“ Margir hugsi um að leggja árar í bát. „Já og meira að segja margir búnir að gefast upp. Rosalega margir sem hrista hausinn og skilja í rauninni ekki hvernig þetta á að fúnkera.“
Veitingastaðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15