Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. janúar 2023 14:54 Hljómsveitin Celebs er á meðal keppenda í Söngvakeppninni. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri, Hrafnkell Hugi og Katla Vigdís. Instagram Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. Þetta herma heimildir Vísis en keppendurnir vildu ekki staðfesta þátttöku sína í samtali við Vísi. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni. Celebs bætist þar með í hóp þeirra fjögurra flytjenda sem Vísir tilkynnti fyrr í dag. Það eru þau Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir. Sjá: Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Tíu lög hafa verið valin til þátttöku keppninnar í ár. Alls sóttu 137 lög um þátttöku og valdi valnefnd FÍH, FTT og RÚV sex þeirra til þátttöku. Til viðbótar var leitað til fjögurra flytjenda sem munu einnig taka þátt í keppninni. Lögin tíu, höfundar og flytjendur verða kynnt á RÚV á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Celebs (@we.are.celebs) Hafa öll unnið Músíktilraunir Þessi músíkölsku systkini eru á aldrinum 20-28 ára og koma frá Suðureyri. Systkinin eiga það sameiginlegt að hafa öll unnið keppnina Músíktilraunir. Þeir Valgeir og Hrafnkell unnu keppnina árið 2015 sem hljómsveitinni Rythmatik. Katla fetaði svo í fótspor þeirra árið 2017 þegar hún vann keppnina með hljómsveitinni Between Mountains. Árið 2019 ákváðu systkinin svo að sameina krafta sína og stofna hljómsveitina Celebs. Síðan þá hafa þau komið fram á hinum ýmsu hátíðum. Voru tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna Celebs hefur gefið út þónokkur lög en þeirra mest spilaða lag á Spotify er lagið Kannski hann. Þá hefur sveitin gefið út fjögur tónlistarmyndbönd. Þess má geta að árið 2021 hlaut Celebs tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir rokkplötu ársins og rokklag ársins. Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Kannski hann. Athugið að þetta er þó ekki lagið sem sveitin mun flytja í Söngvakeppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis en keppendurnir vildu ekki staðfesta þátttöku sína í samtali við Vísi. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni. Celebs bætist þar með í hóp þeirra fjögurra flytjenda sem Vísir tilkynnti fyrr í dag. Það eru þau Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir. Sjá: Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Tíu lög hafa verið valin til þátttöku keppninnar í ár. Alls sóttu 137 lög um þátttöku og valdi valnefnd FÍH, FTT og RÚV sex þeirra til þátttöku. Til viðbótar var leitað til fjögurra flytjenda sem munu einnig taka þátt í keppninni. Lögin tíu, höfundar og flytjendur verða kynnt á RÚV á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Celebs (@we.are.celebs) Hafa öll unnið Músíktilraunir Þessi músíkölsku systkini eru á aldrinum 20-28 ára og koma frá Suðureyri. Systkinin eiga það sameiginlegt að hafa öll unnið keppnina Músíktilraunir. Þeir Valgeir og Hrafnkell unnu keppnina árið 2015 sem hljómsveitinni Rythmatik. Katla fetaði svo í fótspor þeirra árið 2017 þegar hún vann keppnina með hljómsveitinni Between Mountains. Árið 2019 ákváðu systkinin svo að sameina krafta sína og stofna hljómsveitina Celebs. Síðan þá hafa þau komið fram á hinum ýmsu hátíðum. Voru tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna Celebs hefur gefið út þónokkur lög en þeirra mest spilaða lag á Spotify er lagið Kannski hann. Þá hefur sveitin gefið út fjögur tónlistarmyndbönd. Þess má geta að árið 2021 hlaut Celebs tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir rokkplötu ársins og rokklag ársins. Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Kannski hann. Athugið að þetta er þó ekki lagið sem sveitin mun flytja í Söngvakeppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47