Sanngjarnt væri að tvöfalda grunnlaun hjúkrunarfræðinga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. janúar 2023 13:30 Guðríður Kristín Þórðardóttir gaf innsýn í starf hjúkrunarfræðings í Ísland í dag. Stöð 2 Laun hjúkrunarfræðinga eiga að vera þau sömu og lækna, segir Guðríður Kristín Þórðardóttir, sem er með sex ára háskólanám og hefur unnið á Landspítalanum í yfir 25 ár. Umræðan um laun, álag, vinnutíma, menntun og ekki síst starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur verið mikil í þjóðfélaginu að undanförnu. Í þættinum Ísland í dag fengu áhorfendur að heyra sögu Guðríðar Kristínar, sem kölluð er Gauja, og fá innsýn í daglegt starf hjúkrunarfræðinga. „Ég segist alltaf vera fædd og uppalin hér því ég byrjaði hér áður en ég fór í hjúkrunarfræðina. Ég var sjúkraliði fyrst eins og mamma,“ segir Gauja, sem starfar sem sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans. „Ég held að ég sé á réttri hillu.“ Hún elskar starfið sitt og segir að vinnan sé alls konar. Sanngjarnt að tvöfalda grunnlaun „Grunnlaunin eru skammarlega lág, það er undir 500.000 á mánuði,“ segir Gauja þegar umræðan fer út í laun hjúkrunarfræðinga. „Ég myndi alveg vilja tvöfalda þessa tölu, það finnst mér alveg sanngjarnt.“ segir Gauja og ítrekar að launin sem eru búin að vera í umræðunni séu heildarlaun með álagi, næturvöktum, helgarvöktum og svo framvegis. „Þetta er rosalega mikil ábyrgð og erfitt nám. Flott fagfólk og miklir fagmenn koma úr hjúkrunarnámi, sérstaklega á Íslandi.“ Hún telur ekki líklegt að þetta verði að veruleika á meðan núverandi fjármálaráðherra er við völd. „Kannski getur maður bundið vonir við einhvern annan, ég veit það ekki.“ Aðspurð hvort hjúkrunarfræðingar í sömu stöðu og hún eigi að hafa sömu laun og læknar svarar Gauja, „Já klárlega. Ég er sérfræðingur í hjúkrun og á að vera með sömu laun og sérfræðingur í læknisfræði.“ Ísland í dag innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Umræðan um laun, álag, vinnutíma, menntun og ekki síst starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur verið mikil í þjóðfélaginu að undanförnu. Í þættinum Ísland í dag fengu áhorfendur að heyra sögu Guðríðar Kristínar, sem kölluð er Gauja, og fá innsýn í daglegt starf hjúkrunarfræðinga. „Ég segist alltaf vera fædd og uppalin hér því ég byrjaði hér áður en ég fór í hjúkrunarfræðina. Ég var sjúkraliði fyrst eins og mamma,“ segir Gauja, sem starfar sem sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans. „Ég held að ég sé á réttri hillu.“ Hún elskar starfið sitt og segir að vinnan sé alls konar. Sanngjarnt að tvöfalda grunnlaun „Grunnlaunin eru skammarlega lág, það er undir 500.000 á mánuði,“ segir Gauja þegar umræðan fer út í laun hjúkrunarfræðinga. „Ég myndi alveg vilja tvöfalda þessa tölu, það finnst mér alveg sanngjarnt.“ segir Gauja og ítrekar að launin sem eru búin að vera í umræðunni séu heildarlaun með álagi, næturvöktum, helgarvöktum og svo framvegis. „Þetta er rosalega mikil ábyrgð og erfitt nám. Flott fagfólk og miklir fagmenn koma úr hjúkrunarnámi, sérstaklega á Íslandi.“ Hún telur ekki líklegt að þetta verði að veruleika á meðan núverandi fjármálaráðherra er við völd. „Kannski getur maður bundið vonir við einhvern annan, ég veit það ekki.“ Aðspurð hvort hjúkrunarfræðingar í sömu stöðu og hún eigi að hafa sömu laun og læknar svarar Gauja, „Já klárlega. Ég er sérfræðingur í hjúkrun og á að vera með sömu laun og sérfræðingur í læknisfræði.“ Ísland í dag innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira