Pætur kemur til KA frá HB í Þórshöfn. Hann varð færeyskur meistari með liðinu 2020 og bikarmeistari 2019 og 2020. Á síðasta tímabili skoraði Pætur tíu mörk í 25 leikjum í Betri deildinni. Í sumar reynir hann svo fyrir sér í þeirri Bestu.
Hinn 24 ára Pætur lék sína fyrstu tvo landsleiki fyrir Færeyjar í nóvember á síðasta tímabili. Um var að ræða vináttulandsleiki gegn Tékklandi og Kósóvó.
KA lenti í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili sem var besti árangur liðsins síðan það varð Íslandsmeistari 1989. KA-menn verða því með í Evrópukeppni í sumar, í fyrsta sinn síðan 2003.
Auk Pæts hefur KA fengið Englendinginn Harley Willard frá nágrönnum sínum í Þór.