Vonsviknir Ísfirðingar bíða og HSÍ fær engin svör: „Það er dónaskapur“ Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 14:36 Leo Renaud-David með skot í leik með Bidasoa gegn Barcelona fyrir þremur árum. Getty „Við erum vægast sagt vonsvikin,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar á Ísafirði. Nýliðarnir nýttu hléið vegna HM til að blása til sóknar fyrir seinni hluta leiktíðar í Olís-deild karla í handbolta, en bíða enn eftir leikheimild fyrir afar öflugan leikmann sem félagið fékk frá Spáni. Harðverjar kynntu fyrr í þessum mánuði reynslumikinn Frakka til leiks, Leo Renaud-David, en hann er ekki enn kominn með leikheimild með liðinu. Ísfirðingar hafa trú á að þessi 35 ára leikstjórnandi, sem spilað hefur í efstu deild Spánar og í Evrópukeppnum, geti hjálpað liðinu að halda sér uppi í efstu deild en til þess þarf hann leyfi til að spila. Hins vegar er ljóst að Renaud-David verður ekki með Herði á morgun, þegar keppni í Olís-deildinni hefst að nýju með leik liðsins við ÍBV á Ísafirði, þrátt fyrir að Hörður hafi greint frá komu hans fyrir tveimur vikum. Vigdís setur út á vinnubrögð HSÍ í málinu en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir vandann liggja í seinagangi og rangri skráningu hjá spænska handknattleikssambandinu. Harðverjar sendu inn félagaskiptabeiðni til HSÍ fyrir tíu dögum og fylltu hana samviskusamlega út með Renaud-David skráðan í Balonmano Sinfin, félagið sem hann var síðast á mála hjá á Spáni. Róbert segir beiðnina svo hafa verið skráða inn í félagaskiptakerfi EHF, handknattleikssambands Evrópu, en að í því kerfi hafi Renaud-David verið skráður í Bidasoa. Skráður í rangt félag og fátt um svör „Ég get engu breytt um það því þannig skráir spænska sambandið hann inn í kerfið, og beiðnin fór því þannig inn. Enn í dag hafa Spánverjarnir engu svarað, þrátt fyrir ítrekanir. Þeir hafa því ekki hafnað félagaskiptunum eða leiðrétt félag leikmannsins, þrátt fyrir að við höfum einnig sent inn leiðréttingu,“ segir Róbert. „Mér finnst þetta svo skrýtið því ég er búin að vera að ítreka þetta á hverjum degi hérna og aldrei hefur HSÍ bent á það að ég hafi sótt um til annars félags en þess sem skráð var í þessum gagnagrunni. Mér finnst mjög athugunarvert að ekki hafi verið bent á það, og eins að á Spáni svöruðu menn því strax að ekki hefði verið hægt að samþykkja beiðnina vegna þess að rangt félag var skráð,“ segir Vigdís. Hörður er í erfiðri stöðu á botni Olís-deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir fyrri helming leiktíðarinnar. Engin uppgjöf er þó hjá Ísfirðingum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Róbert ítrekar að HSÍ geti ekki breytt því hvernig leikmaðurinn sé skráður í félagaskiptakerfi EHF og að því miður sé það í höndum spænska sambandsins að greiða úr málinu, og að þaðan hafi ekkert heyrst. Hins vegar sé það alvanalegt að félagaskipti taki langan tíma varðandi erlenda leikmenn. „Félagaskipti geta tekið 2-3 vikur og upp í 30 daga. Það er almenni tímaramminn fyrir erlend félagaskipti, svo að ég sé ekki alveg hvert málið er. Vissulega spilar leikmaðurinn ekki á morgun, en það er ekki af því að við höfum ekki sótt um félagaskipti. Við gerðum það um leið og beiðni kom frá Herði, í því kerfi sem EHF notar þar sem sjálfkrafa koma inn upplýsingar frá spænska sambandinu, sem við getum ekki breytt,“ segir Róbert. Miklir peningar lagðir í að fá öflugan leikmann Róbert vonast til að félagaskiptin geti gengið í gegn fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðamótin. Hann bendir á að það sé reglulega ítrekað fyrir formönnum íslenskra handknattleiksfélaga að félagaskipti fyrir erlenda leikmenn geti tekið sinn tíma. „Við erum virkilega vonsvikin,“ segir Vigdís. „Það er búið að leggja mikla peninga í að fá þennan mann til okkar til að aðstoða okkur. Við þurfum klárlega á hjálpinni að halda og við sjáum strax að þetta er leikmaður sem mun reynast okkur mjög vel. Þess vegna erum við vægast sagt vonsvikin og það hafa heyrst raddir um að við viljum ekki spila leikinn á morgun þegar þetta klúður er í gangi,“ segir Vigdís. Róbert tekur undir að þessi staða sé ömurleg fyrir Harðverja, en bendir jafnframt á að ekki sé um neitt einsdæmi að ræða. „Þetta tekur allt tíma en það afsakar ekki að Spánverjarnir séu ekki búnir að svara. Það er dónaskapur að vera ekki búnir að svara okkur nú þegar,“ segir Róbert. Hörður Olís-deild karla Ísafjarðarbær Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Harðverjar kynntu fyrr í þessum mánuði reynslumikinn Frakka til leiks, Leo Renaud-David, en hann er ekki enn kominn með leikheimild með liðinu. Ísfirðingar hafa trú á að þessi 35 ára leikstjórnandi, sem spilað hefur í efstu deild Spánar og í Evrópukeppnum, geti hjálpað liðinu að halda sér uppi í efstu deild en til þess þarf hann leyfi til að spila. Hins vegar er ljóst að Renaud-David verður ekki með Herði á morgun, þegar keppni í Olís-deildinni hefst að nýju með leik liðsins við ÍBV á Ísafirði, þrátt fyrir að Hörður hafi greint frá komu hans fyrir tveimur vikum. Vigdís setur út á vinnubrögð HSÍ í málinu en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir vandann liggja í seinagangi og rangri skráningu hjá spænska handknattleikssambandinu. Harðverjar sendu inn félagaskiptabeiðni til HSÍ fyrir tíu dögum og fylltu hana samviskusamlega út með Renaud-David skráðan í Balonmano Sinfin, félagið sem hann var síðast á mála hjá á Spáni. Róbert segir beiðnina svo hafa verið skráða inn í félagaskiptakerfi EHF, handknattleikssambands Evrópu, en að í því kerfi hafi Renaud-David verið skráður í Bidasoa. Skráður í rangt félag og fátt um svör „Ég get engu breytt um það því þannig skráir spænska sambandið hann inn í kerfið, og beiðnin fór því þannig inn. Enn í dag hafa Spánverjarnir engu svarað, þrátt fyrir ítrekanir. Þeir hafa því ekki hafnað félagaskiptunum eða leiðrétt félag leikmannsins, þrátt fyrir að við höfum einnig sent inn leiðréttingu,“ segir Róbert. „Mér finnst þetta svo skrýtið því ég er búin að vera að ítreka þetta á hverjum degi hérna og aldrei hefur HSÍ bent á það að ég hafi sótt um til annars félags en þess sem skráð var í þessum gagnagrunni. Mér finnst mjög athugunarvert að ekki hafi verið bent á það, og eins að á Spáni svöruðu menn því strax að ekki hefði verið hægt að samþykkja beiðnina vegna þess að rangt félag var skráð,“ segir Vigdís. Hörður er í erfiðri stöðu á botni Olís-deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir fyrri helming leiktíðarinnar. Engin uppgjöf er þó hjá Ísfirðingum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Róbert ítrekar að HSÍ geti ekki breytt því hvernig leikmaðurinn sé skráður í félagaskiptakerfi EHF og að því miður sé það í höndum spænska sambandsins að greiða úr málinu, og að þaðan hafi ekkert heyrst. Hins vegar sé það alvanalegt að félagaskipti taki langan tíma varðandi erlenda leikmenn. „Félagaskipti geta tekið 2-3 vikur og upp í 30 daga. Það er almenni tímaramminn fyrir erlend félagaskipti, svo að ég sé ekki alveg hvert málið er. Vissulega spilar leikmaðurinn ekki á morgun, en það er ekki af því að við höfum ekki sótt um félagaskipti. Við gerðum það um leið og beiðni kom frá Herði, í því kerfi sem EHF notar þar sem sjálfkrafa koma inn upplýsingar frá spænska sambandinu, sem við getum ekki breytt,“ segir Róbert. Miklir peningar lagðir í að fá öflugan leikmann Róbert vonast til að félagaskiptin geti gengið í gegn fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðamótin. Hann bendir á að það sé reglulega ítrekað fyrir formönnum íslenskra handknattleiksfélaga að félagaskipti fyrir erlenda leikmenn geti tekið sinn tíma. „Við erum virkilega vonsvikin,“ segir Vigdís. „Það er búið að leggja mikla peninga í að fá þennan mann til okkar til að aðstoða okkur. Við þurfum klárlega á hjálpinni að halda og við sjáum strax að þetta er leikmaður sem mun reynast okkur mjög vel. Þess vegna erum við vægast sagt vonsvikin og það hafa heyrst raddir um að við viljum ekki spila leikinn á morgun þegar þetta klúður er í gangi,“ segir Vigdís. Róbert tekur undir að þessi staða sé ömurleg fyrir Harðverja, en bendir jafnframt á að ekki sé um neitt einsdæmi að ræða. „Þetta tekur allt tíma en það afsakar ekki að Spánverjarnir séu ekki búnir að svara. Það er dónaskapur að vera ekki búnir að svara okkur nú þegar,“ segir Róbert.
Hörður Olís-deild karla Ísafjarðarbær Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða