Ungverjar komust upp úr milliriðlinum sem Ísland var í þökk sé óvæntum sigri þeirra á Íslandi í riðlakeppninni. Síðan Ungverjaland komst í 8-liða úrslit hefur liðið ekki riðið feitum hesti.
Fyrst steinlágu Ungverjar gegn Dönum og nú fyrir Norðmönnum. Noregur leiddi með þremur mörkum í hálfleik en gekk frá leiknum í síðari hálfleik, lokatölur 33-25 og það er því Noregur sem mætir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í leiknum um 5. sætið.