Búið er að fresta leiknum, sem fyrirhugaður var á Ísafirði í dag. Ástæðan er sú að ófært er með flugi til Ísafjarðar í dag.
Olís deild karla er að hefjast að nýju eftir langt hlé vegna HM í handbolta sem enn er í gangi í Svíþjóð og Póllandi.
Ekki er búið að gefa út nýjan leiktíma á leik Harðar og ÍBV.