Halldór með silfur á X-Games þrettán árum eftir gullið Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2023 10:31 Halldór Helgason sýndi frábær tilþrif í Aspen um helgina. Skjáskot/Youtube Þrettán árum eftir að hann vann gullverðlaun á X-Games í Aspen náði snjóbrettakappinn Halldór Helgason að tryggja sér önnur verðlaun á leikunum í gær. Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, en í gær keppti hann í Knuckle Huck og vann til silfurverðlauna. Hér að neðan má sjá eitt af stökkum Halldórs og helstu tilþrif verðlaunahafanna en neðst í greininni er keppnin í heild. View this post on Instagram A post shared by X Games (@xgames) Lýsendur keppninnar lofuðu tilþrif Halldórs og grínuðust með það að líklega væri þetta allt að þakka þykku og glæsilegu yfirvaraskeggi Eyfirðingsins, og því að hann væri pabbi. Halldór tjáði sig stuttlega á Instagram eftir keppnina og sagði hana hafa farið betur en hann hefði búist við. Norðmaðurinn Marcus Kleveland vann sigur í Knuckle Huck keppninni og kórónaði þar með frábæra helgi hjá sér en hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Dusty Henricksen, sem vann Knuckle Huck árið 2020, kom svo næstur á eftir Halldóri í keppninni í gær og hlaut bronsverðlaun. „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ sagði Eiríkur Helgason snjóbrettakappi og bróðir Halldórs í Íslandi í dag á dögunum. Þeir reka í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Bræðurnir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Umfjöllun Ísland í dag má sjá að neðan eftir rúmar tólf mínútur. Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sjá meira
Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, en í gær keppti hann í Knuckle Huck og vann til silfurverðlauna. Hér að neðan má sjá eitt af stökkum Halldórs og helstu tilþrif verðlaunahafanna en neðst í greininni er keppnin í heild. View this post on Instagram A post shared by X Games (@xgames) Lýsendur keppninnar lofuðu tilþrif Halldórs og grínuðust með það að líklega væri þetta allt að þakka þykku og glæsilegu yfirvaraskeggi Eyfirðingsins, og því að hann væri pabbi. Halldór tjáði sig stuttlega á Instagram eftir keppnina og sagði hana hafa farið betur en hann hefði búist við. Norðmaðurinn Marcus Kleveland vann sigur í Knuckle Huck keppninni og kórónaði þar með frábæra helgi hjá sér en hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Dusty Henricksen, sem vann Knuckle Huck árið 2020, kom svo næstur á eftir Halldóri í keppninni í gær og hlaut bronsverðlaun. „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ sagði Eiríkur Helgason snjóbrettakappi og bróðir Halldórs í Íslandi í dag á dögunum. Þeir reka í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Bræðurnir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Umfjöllun Ísland í dag má sjá að neðan eftir rúmar tólf mínútur.
Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sjá meira
Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57