Lífið

Þorra­blót: Dansað og hlegið á Sel­tjarnar­nesi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Það var glatt á hjalla á nesinu. 
Það var glatt á hjalla á nesinu.  Aðsent/Eyjólfur Garðarsson

Íbúar Seltjarnarness fögnuðu þorranum með glæsibrag nú síðastliðna helgi. Fjölbreytt skemmtun var á dagskrá en Mugison mætti á svæðið.

Það var svo sannarlega glatt á hjalla á Seltjarnarnesi laugardaginn síðastliðinn þegar þorrablót fór fram.

Upphaflega stóð til að Bubbi Morthens myndi stíga á stokk en vegna veikinda mætti staðgengill á staðinn og var hann ekki af verri endanum en það var sjálfur Mugison.

Veislustjóri var Árni Helgason og var Snjólaug Lúðvíksdóttir með uppistand. Að lokum léku DJ Dóra Júlía og Anna Rakel fyrir dansi fram eftir kvöldi.

Myndir frá kvöldinu má sjá hér að neðan en af þeim að dæma er óhætt að segja að gestir hafi skemmt sér konunglega.

Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson
Aðsent/Eyjólfur Garðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.