Björgvin Karl þriðji á nýja heimslistanum og Þuríður Erla besta íslenska konan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 11:00 Björgvin Karl Guðmundsson er eins stöðugur og þeir gerast og það hjálpar honum upp í þriðja sæti heimslistans. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er í þriðja sæti á nýja heimslista CrossFit samtakanna sem kynntur var í gær. Í fyrsta sinn í sögunni þá tekur CrossFit saman stöðu fólks á heimslista eins og við þekkjum í íþróttum eins og golfi og tennis. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þetta er ekki aðeins upp á að vita stöðu besta CrossFit fólks heims hverju sinni heldur mun listinn einnig hafa áhrif á það hve margir komast á heimsleikana frá hverri álfu. Listinn er útbúinn út frá árangri keppenda undanfarin tvö tímabil í öllum hlutum heimsleikanna allt frá opna hlutanum til átta manna úrslitanna, undanúrslitanna og heimsleikanna sjálfra. Ísland á sína flottu fulltrúa á listanum því auk þess að eiga Björgvin Karl í þriðja sætinu þá eru einnig tvær konur inn á topp tuttugu. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslenskra kvenna í sextánda sæti og í næsta sæti á eftir henni situr Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir er síðan í 38. sæti. Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru ekki meðal hundrað efstu á listanum en það dugar Anníe ekki að hafa komist á verðlaunapall á heimsleikunum 2021 því hún skipti yfir í liðakeppnina á síðasta tímabili. Sara missti alveg af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og náði sér ekki á strik í fyrra. Það er því skiljanlegra að hún sé ekki meðal þeirra hundrað efstu í heimi. Björgvin Karl er ekki eini íslenski karlinn á meðal hundrað efstu í heimi því Haraldur Holgersson er í 57. sæti listans. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr frá Ástralíu er efst kvenna á listanum en hún er í barneignarfríi og keppir ekki á 2023 tímabilinu. Önnur er Ungverjinn Laura Horvath er í öðru sæti og þriðja er síðan Mallory O'Brien. Hjá körlunum eru bara tveir fyrir ofan Björgvin Karl. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum er efstur á heimslistanum og annar er Kanadamaðurinn Patrick Vellner. Næstu á eftir BKG er síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik. Hér má sjá efstu hundrað íþróttakonurnar á heimslista kvenna. Hér má sjá efstu hundrað íþróttamennina á heimslista karla. CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni þá tekur CrossFit saman stöðu fólks á heimslista eins og við þekkjum í íþróttum eins og golfi og tennis. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þetta er ekki aðeins upp á að vita stöðu besta CrossFit fólks heims hverju sinni heldur mun listinn einnig hafa áhrif á það hve margir komast á heimsleikana frá hverri álfu. Listinn er útbúinn út frá árangri keppenda undanfarin tvö tímabil í öllum hlutum heimsleikanna allt frá opna hlutanum til átta manna úrslitanna, undanúrslitanna og heimsleikanna sjálfra. Ísland á sína flottu fulltrúa á listanum því auk þess að eiga Björgvin Karl í þriðja sætinu þá eru einnig tvær konur inn á topp tuttugu. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslenskra kvenna í sextánda sæti og í næsta sæti á eftir henni situr Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir er síðan í 38. sæti. Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru ekki meðal hundrað efstu á listanum en það dugar Anníe ekki að hafa komist á verðlaunapall á heimsleikunum 2021 því hún skipti yfir í liðakeppnina á síðasta tímabili. Sara missti alveg af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og náði sér ekki á strik í fyrra. Það er því skiljanlegra að hún sé ekki meðal þeirra hundrað efstu í heimi. Björgvin Karl er ekki eini íslenski karlinn á meðal hundrað efstu í heimi því Haraldur Holgersson er í 57. sæti listans. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr frá Ástralíu er efst kvenna á listanum en hún er í barneignarfríi og keppir ekki á 2023 tímabilinu. Önnur er Ungverjinn Laura Horvath er í öðru sæti og þriðja er síðan Mallory O'Brien. Hjá körlunum eru bara tveir fyrir ofan Björgvin Karl. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum er efstur á heimslistanum og annar er Kanadamaðurinn Patrick Vellner. Næstu á eftir BKG er síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik. Hér má sjá efstu hundrað íþróttakonurnar á heimslista kvenna. Hér má sjá efstu hundrað íþróttamennina á heimslista karla.
CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira