Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 15:51 Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra og leikkonan og Jodie Foster í Smámunasafninu í Sólgarði, síðastliðinn mánudag. Mynd/Alexandra Hedison Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. „Þær voru mjög hrifnar af safninu,“ segir Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra Smámunasafnsins í samtali við Vísi. Fyrst frá greint frá hinni óvæntu heimsókn Foster og eiginkonu hennar, Alexöndru Hedison, á Akureyri.net, í gærkvöldi. Sigríður Rósa segist hafa fengið símtal síðastliðinn mánudag frá bílstjóra sem áður hafði komið í heimsókn á safnið. Sagðist hann vera með nokkra gesti sem hefðu mikinn áhuga á því að skoða safnið. Safnið hefur verið lokað og er óvissa um framtíð þess, þar sem til stendur að selja Sólgarð, húsið sem hýsir safnið í Eyjafjarðarsveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á Smámunasafnið í Eyjafirði í sumar, en þar má um fimmtíu þúsund hluti sem Sverrir Hermannsson safnaði. Lítið mál var að verða við heimsóknarbeiðninni. Segir Sigríður Rósa að henni hafi fundist hópurinn eitthvað kunnuglegur þegar hann renndi í hlað. „Ég var alltaf að kíkja eitthað á Jodie því mér fannst ég eitthvað kannast við hana. Ég er svolítið ómannglögg. Svo brosti hún og þá fattaði ég strax hver þetta var,“ segir Sigríður Rósa. Njóta lífsins fyrir norðan Jodie er sem kunnugt er stödd hér á landi við tökur á fjórðu þáttaröð spennuþáttanna True Detective. Tökur standa nú yfir á Dalvík og dvelja Jodie og eiginkona hennar fyrir norðan á meðan tökunum stendur. Hafa þær meðal annars skellt sér á skíði í Hlíðarfjalli við Akureyri og notið norðurljósana, eins og sjá á má þessari mynd sem Alexandra deildi á Instagram í morgun. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Hedison (@alexandrahedison) „Þær vöktu athygli á því hvað þetta væri falleg sveit og hvað safnið væri á frábærum stað og voru með fullt af hugmyndum,“ segir Sigríður Rósa. Sem fyrr segir er óvissa um framtíð safnsins þar sem á dagskrá er að selja Sólgarð. Mögulegt er að safnið fylgi með í sölunni. Jodie og Alexandra fengu að skoða safnið hátt og lágt og ýmsa muni sem ekki eru til sýnis. „Þeim fannst þetta alveg stórkostlegt,“ segir Sigríður Rósa og bætir að þetta hafi hún fengið staðfest frá bílstjóra þeirra, en hún hefur verið í sambandi við hann til að fá leyfi til að birta myndina sem fylgir fréttinni, sem tekin var Alexöndru, eiginkonu Jodie. Þær virðast vera miklir áhugamenn um listir og menningu. Segir Sigríður Rósa að þær hafi borið safnið saman við önnur söfn sem þær hafi farið á og varpað fram ýmsum hugmyndum um Smámunasafnið. Aðspurð um hvort að hin óvænta Hollywood-heimsókn muni mögulega verða til þess að bjarga safninu, stendur ekki á svari hjá Sigríðu Rósu. „Ég vona það innilega. Ég er búin að læra það á minni ævi að allt getur gerst. Einhverja hluta vegna kom ein af stærstu Hollywood-stjörnunum á Smámunasafnið. Ég held að það sé einhver tilgangur með því. Ég fer ekki ofan af því. Hlutirnir gerast, þeir gerast eins og þeir eiga að gerast.“ Fréttamaður leit við á Dalvík á tökunum þar sem tökur á True Detective fara fram. Söfn Eyjafjarðarsveit Tökur á True Detective á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31 Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. 16. nóvember 2022 21:00 Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. 10. nóvember 2022 22:13 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Þær voru mjög hrifnar af safninu,“ segir Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra Smámunasafnsins í samtali við Vísi. Fyrst frá greint frá hinni óvæntu heimsókn Foster og eiginkonu hennar, Alexöndru Hedison, á Akureyri.net, í gærkvöldi. Sigríður Rósa segist hafa fengið símtal síðastliðinn mánudag frá bílstjóra sem áður hafði komið í heimsókn á safnið. Sagðist hann vera með nokkra gesti sem hefðu mikinn áhuga á því að skoða safnið. Safnið hefur verið lokað og er óvissa um framtíð þess, þar sem til stendur að selja Sólgarð, húsið sem hýsir safnið í Eyjafjarðarsveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á Smámunasafnið í Eyjafirði í sumar, en þar má um fimmtíu þúsund hluti sem Sverrir Hermannsson safnaði. Lítið mál var að verða við heimsóknarbeiðninni. Segir Sigríður Rósa að henni hafi fundist hópurinn eitthvað kunnuglegur þegar hann renndi í hlað. „Ég var alltaf að kíkja eitthað á Jodie því mér fannst ég eitthvað kannast við hana. Ég er svolítið ómannglögg. Svo brosti hún og þá fattaði ég strax hver þetta var,“ segir Sigríður Rósa. Njóta lífsins fyrir norðan Jodie er sem kunnugt er stödd hér á landi við tökur á fjórðu þáttaröð spennuþáttanna True Detective. Tökur standa nú yfir á Dalvík og dvelja Jodie og eiginkona hennar fyrir norðan á meðan tökunum stendur. Hafa þær meðal annars skellt sér á skíði í Hlíðarfjalli við Akureyri og notið norðurljósana, eins og sjá á má þessari mynd sem Alexandra deildi á Instagram í morgun. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Hedison (@alexandrahedison) „Þær vöktu athygli á því hvað þetta væri falleg sveit og hvað safnið væri á frábærum stað og voru með fullt af hugmyndum,“ segir Sigríður Rósa. Sem fyrr segir er óvissa um framtíð safnsins þar sem á dagskrá er að selja Sólgarð. Mögulegt er að safnið fylgi með í sölunni. Jodie og Alexandra fengu að skoða safnið hátt og lágt og ýmsa muni sem ekki eru til sýnis. „Þeim fannst þetta alveg stórkostlegt,“ segir Sigríður Rósa og bætir að þetta hafi hún fengið staðfest frá bílstjóra þeirra, en hún hefur verið í sambandi við hann til að fá leyfi til að birta myndina sem fylgir fréttinni, sem tekin var Alexöndru, eiginkonu Jodie. Þær virðast vera miklir áhugamenn um listir og menningu. Segir Sigríður Rósa að þær hafi borið safnið saman við önnur söfn sem þær hafi farið á og varpað fram ýmsum hugmyndum um Smámunasafnið. Aðspurð um hvort að hin óvænta Hollywood-heimsókn muni mögulega verða til þess að bjarga safninu, stendur ekki á svari hjá Sigríðu Rósu. „Ég vona það innilega. Ég er búin að læra það á minni ævi að allt getur gerst. Einhverja hluta vegna kom ein af stærstu Hollywood-stjörnunum á Smámunasafnið. Ég held að það sé einhver tilgangur með því. Ég fer ekki ofan af því. Hlutirnir gerast, þeir gerast eins og þeir eiga að gerast.“ Fréttamaður leit við á Dalvík á tökunum þar sem tökur á True Detective fara fram.
Söfn Eyjafjarðarsveit Tökur á True Detective á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31 Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. 16. nóvember 2022 21:00 Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. 10. nóvember 2022 22:13 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31
Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. 16. nóvember 2022 21:00
Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. 10. nóvember 2022 22:13
True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41